Enski boltinn

Barry jafnaði leikjamet Giggs

Dagur Lárusson skrifar
Gareth Barry í leik með West Brom.
Gareth Barry í leik með West Brom. Vísir/getty
Gareth Barry, leikmaður West Brom náði heldur betur merkum áfanga í dag þegar hann spilaði fyrir liðið í markalausu jafntefli við West Ham í ensku úrvalsdeildinni en hann jafnaði leikjament Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanns Manchester United.

Þessi 36 ára gamli leikmaður var að spila sinn 632. leik í ensku úrvaldsdeildinni en þeim áfanga náði einmitt Ryan Giggs áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2014.

Gareth Barry hefur spilað fyrir nokkur lið í gegnum tíðan en megnið af þessum leikjum kom þegar hann spilaði fyrir Aston Villa en hann spilaði 365 leiki fyrir þá. Eftir það fór Barry til Manchestr City þar sem hann spilaði 132 leiki. Gareth Barry spilaði síðan yfir 100 leiki fyrir Everton áður en hann gekk til liðs við West Brom í sumar.

Þessi leikjafjöldi Gareth Barry verður að teljast aðdáunarverður en það eru allar líkur eru á því að á næstu vikum mun hann bæta metið og það um marga leiki en hann virðist vera lykilmaður í liði West Brom fyrir Tony Pulis.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×