Trump ekki hættur við að draga sig úr Parísarsamkomulaginu Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 18:52 H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, neitar því að stefnubreyting hafi átt sér stað gagnvart Parísarsamkomulaginu. Vísir/AFP Þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump og utanríkisráðherra Bandaríkjanna segja ekki standa til að snúa við þeirri ákvörðun forsetans að draga landið út úr Parísarsamkomulaginu. H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, mætti í viðtalsþætti bandarískra sjónvarpsstöðva í dag og svaraði spurningum um loftslagsstefnu forsetans. Wall Street Journal hafði greint frá því í gær að stjórn hans væri hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins bar þær fréttir til baka í gærkvöldi. „Það er fölsk frétt. Forsetinn ákvað að draga sig úr Parísarsamkomulaginu vegna þess að það er slæmur samningur fyrir bandarísku þjóðina og það er slæmur samningur fyrir umhverfið,“ sagði McMaster við Fox News án þess að útskýra frekar hvernig samkomulagið væri skaðlegt umhverfinu. Lokaði hann þó ekki á að Trump gæti skipt um skoðun ef hægt væri að semja um nýja skilmála sem væru Bandaríkjunum hagstæðari, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post.Ójafnvægi gagnvart KínaRex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að bandarísk stjórnvöld væru að skoða leiðir til að vinna með öðrum ríkjum að því að taka á loftslagsbreytingum „við réttu skilyrðin“. Þau skilyrði ættu að taka tillit til hagkerfis Bandaríkjanna og efnahagslegra hagsmuna, ekki síst borið saman við Kína. Taldi Tillerson að „ójafnvægi“ væri til staðar í samkomulaginu hvað varðaði Bandaríkin og Kína. Útilokaði Tillerson ekki heldur að Trump gætu haldið þátttöku í samkomulaginu áfram við rétt skilyrði. Bandaríkjamenn eru stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda sem valda loftlagsbreytingum sögulega séð. Kínverjar hafa á undanförnum árum tekið fram úr þeim sem umfangsmesti losandinn.Ríkin setja sér sín eigin markmiðÓljóst er hvað McMaster og Tillerson eiga við þegar þeir tala um möguleikann á að Bandarikin semji aftur um þátttöku sína í Parísarsamkomulaginu. Það byggir á svonefndum landsmarkmiðum sem stjórnvöld í hverju landi setja sér sjálf um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Engin ákvæði eða tæki eru til að neyða ríki til að setja sér tiltekin markmið. Bandarísk stjórnvöld hafa því sjálfdæmi um að ákveða ný markmið. Eina viðmið Parísarsamkomulagsins er að aðildarríkin setji sér sífellt metnaðarfyllri markmið en áður. Núverandi markmið Bandaríkjanna voru sett í forsetatíð Baracks Obama. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hvíta húsið neitar að það sé hætt við að hætta við Parísarsamkomulagið Fulltrúi Bandaríkjanna er sagður hafa kynnt ráðherrum þrjátíu ríkja að þarlend stjórnvöld væru hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu á fundi í Kanada í dag. Hvíta húsið hafnar því að hafa breytt um stefnu. 16. september 2017 22:17 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump og utanríkisráðherra Bandaríkjanna segja ekki standa til að snúa við þeirri ákvörðun forsetans að draga landið út úr Parísarsamkomulaginu. H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, mætti í viðtalsþætti bandarískra sjónvarpsstöðva í dag og svaraði spurningum um loftslagsstefnu forsetans. Wall Street Journal hafði greint frá því í gær að stjórn hans væri hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins bar þær fréttir til baka í gærkvöldi. „Það er fölsk frétt. Forsetinn ákvað að draga sig úr Parísarsamkomulaginu vegna þess að það er slæmur samningur fyrir bandarísku þjóðina og það er slæmur samningur fyrir umhverfið,“ sagði McMaster við Fox News án þess að útskýra frekar hvernig samkomulagið væri skaðlegt umhverfinu. Lokaði hann þó ekki á að Trump gæti skipt um skoðun ef hægt væri að semja um nýja skilmála sem væru Bandaríkjunum hagstæðari, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post.Ójafnvægi gagnvart KínaRex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að bandarísk stjórnvöld væru að skoða leiðir til að vinna með öðrum ríkjum að því að taka á loftslagsbreytingum „við réttu skilyrðin“. Þau skilyrði ættu að taka tillit til hagkerfis Bandaríkjanna og efnahagslegra hagsmuna, ekki síst borið saman við Kína. Taldi Tillerson að „ójafnvægi“ væri til staðar í samkomulaginu hvað varðaði Bandaríkin og Kína. Útilokaði Tillerson ekki heldur að Trump gætu haldið þátttöku í samkomulaginu áfram við rétt skilyrði. Bandaríkjamenn eru stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda sem valda loftlagsbreytingum sögulega séð. Kínverjar hafa á undanförnum árum tekið fram úr þeim sem umfangsmesti losandinn.Ríkin setja sér sín eigin markmiðÓljóst er hvað McMaster og Tillerson eiga við þegar þeir tala um möguleikann á að Bandarikin semji aftur um þátttöku sína í Parísarsamkomulaginu. Það byggir á svonefndum landsmarkmiðum sem stjórnvöld í hverju landi setja sér sjálf um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Engin ákvæði eða tæki eru til að neyða ríki til að setja sér tiltekin markmið. Bandarísk stjórnvöld hafa því sjálfdæmi um að ákveða ný markmið. Eina viðmið Parísarsamkomulagsins er að aðildarríkin setji sér sífellt metnaðarfyllri markmið en áður. Núverandi markmið Bandaríkjanna voru sett í forsetatíð Baracks Obama.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hvíta húsið neitar að það sé hætt við að hætta við Parísarsamkomulagið Fulltrúi Bandaríkjanna er sagður hafa kynnt ráðherrum þrjátíu ríkja að þarlend stjórnvöld væru hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu á fundi í Kanada í dag. Hvíta húsið hafnar því að hafa breytt um stefnu. 16. september 2017 22:17 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Sjá meira
Hvíta húsið neitar að það sé hætt við að hætta við Parísarsamkomulagið Fulltrúi Bandaríkjanna er sagður hafa kynnt ráðherrum þrjátíu ríkja að þarlend stjórnvöld væru hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu á fundi í Kanada í dag. Hvíta húsið hafnar því að hafa breytt um stefnu. 16. september 2017 22:17
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent