Erlent

Sjö námsmenn létust þegar eldur kom upp í stúdentaíbúðum

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Stúlkurnar stunduðu nám við Moi Girls School í höfuðborg Kenýu.
Stúlkurnar stunduðu nám við Moi Girls School í höfuðborg Kenýu. Vísir/AFP
Sjö ungar konur létust þegar eldur kom upp í stúdentaíbúðum þeirra í Nairobi í Kenýu. Þá voru tíu manns fluttir á spítala.

Upptök eldsins eru óljós og hefur skólanum verið lokað í tvær vikur á meðan rannsókn fer fram.

Menntamálaráðherra Kenýa, Fred Matiangi, segir að um 1200 nemendur stundi nám við skólann sem sé einn besti skóli landsins.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem eldur kemur upp í skóla og á stúdentagörðum í landinu. Árið 2001 létust 58 námsmenn þegar kviknaði í Kyanguli skólanum og árið 2012 létust átta námsmenn þegar skóli í Home Bay héraðinu fuðraði upp.

Léleg byggingarreglugerð og afar slæmar varúðarráðstafanir er meðal þess sem talið er að stuðli að tíðum brunum í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×