Erlent

Eldur kom upp í Illums Bolighus

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. Vísir/Getty
Amager-torgið í Kaupmannahöfn var rýmt þegar eldur kviknaði í verslunarmiðstöðinni Illums Bolighus fyrr í dag. DR greinir frá. 

Talið er að kviknað hafi í þakinu og eldurinn breiðst þaðan út á hæðina fyrir neðan. Mikill reykur var frá byggingunni og taldi lögreglan því rétt að rýma Amager-torgið og gáfu frá sér tilskipun þess efnis að íbúar í nágrenninu skildu loka gluggum. 

Talsvert tjón varð á byggingunni. Vatnstjón er mikið og þá er þakið illa farið. Enginn slasaðist í eldsvoðanum.

Slökkvistarfi er lokið en viðbúnaður var mikill. Um hundrað starfsmenn slökkvliðsins tóku þátt í aðgerðinni. 

Á vefsíðu BT er hægt að skoða myndir af skemmdunum sem urðu á Illums.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×