Kjöraðstæður fyrir fellibylji Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2017 17:15 Irma stefnir nú hraðbyr á Puerto Rico. Vísir/EPA Mikið hefur farið fyrir fellibyljum og óveðrum í Atlants- og Karíbahafinu nú í haust. Það sem hefur einkennt þessi óveður mest er mikill styrkleiki. Kringumstæður í lofthjúpnum yfir Atlantshafinu eru mjög góðar fyrir myndun fellibylja og sjórinn er heitur, sem hefur gert fellibyljunum Harvey og Irmu kleift að safna miklum krafti. Báðir fellibyljirnir teljast sögulegir. Harvey vegna þeirrar úrkomu sem hann gaf frá sér en hann staðnæmdist og úrkoman fór nánast öll á sama svæðið. Irma vegna kraftsins sem fellibylurinn hefur safnað.Extremely dangerous core of Hurricane #Irma closing in on the Virgin Islands. https://t.co/JX426wReY7 pic.twitter.com/Rsa0cF5oxq— NHC Atlantic Ops (@NHC_Atlantic) September 6, 2017 Atlantshafið hefur verið að hitna á undanförnum árum og Karíbahafið er sérstaklega heitt en fellibyljir soga í raun hitann úr sjónum og loftinu og auka kraft sinn þannig. Þá eru vindaðstæður á svæðinu einnig kjörnar fyrir fellibylji þar sem þeir geta haldið krafti sínum vel. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, segir það ekki að ástæðulausu að fylgst sé náið með veðri og vindum á þessu svæði og á þessum tíma. Enda sé svokallað fellibyljatimabil að ganga yfir.Hlýr sjór nauðsynlegur „Það sem að þarf til er annars vegar inngeislun sólar og það þarf hlýjan sjó, sem er hlýrri en 26,5 gráður. Svo þarf snúningskraft jarðar, sem má hvorki vera of mikill eða of lítill. Þeir myndast ekki á eða við miðbaug og þeir myndast heldur ekki of norðarlega,“ segir Elín í samtali við Vísi. Hún segir fellibylji í raun vera gufuvélar sem þurfi uppgufun frá vatni til að viðhalda sér. Þannig missi þeir kraft þegar þeir fara yfir land þar sem varmaorkan er mun minni en yfir hafinu. Ekki sé nóg að þeir fái bara orku frá sólinni. Óveðrin Katya og Jose fylgja nú Harvey og Irmu eftir en Elín segir það eðlilegt.Ekki fleiri en kröftugri „Ef það eru aðstæður til að mynda einn rosalega sterkan fellibyl eru líkur á því að það séu einnig aðstæður til að mynda fleiri í einu.“ Hún segir einnig að líkön geri ráð fyrir því að öflugum fellibyljum muni fjölga með hlýnandi sjó. Það er ekki að fellibyljum muni fjölga heldur muni þeir verða kröftugri. „Sem sagt það blási meira og rigni meira úr þeim. Það er þó ekki að sjá að fjöldi fellibylja muni aukast. Að þeir sem myndast verða sterkari.“Hér að neðan má sjá tvö myndbönd frá því þegar Irma gekk á land á eyjunni Saint Martins í Karíbahafinu í nótt. Fellibylurinn Irma Veður Tengdar fréttir Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00 Fylgstu með Irmu á gagnvirku korti Fellibylurinn Irma fer nú yfir eyjarnar á Karíbahafi en hún er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi. 6. september 2017 09:04 Irma hefur þegar valdið miklum skaða Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjögur sterkbyggðustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar. 6. september 2017 13:02 Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Mikið hefur farið fyrir fellibyljum og óveðrum í Atlants- og Karíbahafinu nú í haust. Það sem hefur einkennt þessi óveður mest er mikill styrkleiki. Kringumstæður í lofthjúpnum yfir Atlantshafinu eru mjög góðar fyrir myndun fellibylja og sjórinn er heitur, sem hefur gert fellibyljunum Harvey og Irmu kleift að safna miklum krafti. Báðir fellibyljirnir teljast sögulegir. Harvey vegna þeirrar úrkomu sem hann gaf frá sér en hann staðnæmdist og úrkoman fór nánast öll á sama svæðið. Irma vegna kraftsins sem fellibylurinn hefur safnað.Extremely dangerous core of Hurricane #Irma closing in on the Virgin Islands. https://t.co/JX426wReY7 pic.twitter.com/Rsa0cF5oxq— NHC Atlantic Ops (@NHC_Atlantic) September 6, 2017 Atlantshafið hefur verið að hitna á undanförnum árum og Karíbahafið er sérstaklega heitt en fellibyljir soga í raun hitann úr sjónum og loftinu og auka kraft sinn þannig. Þá eru vindaðstæður á svæðinu einnig kjörnar fyrir fellibylji þar sem þeir geta haldið krafti sínum vel. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, segir það ekki að ástæðulausu að fylgst sé náið með veðri og vindum á þessu svæði og á þessum tíma. Enda sé svokallað fellibyljatimabil að ganga yfir.Hlýr sjór nauðsynlegur „Það sem að þarf til er annars vegar inngeislun sólar og það þarf hlýjan sjó, sem er hlýrri en 26,5 gráður. Svo þarf snúningskraft jarðar, sem má hvorki vera of mikill eða of lítill. Þeir myndast ekki á eða við miðbaug og þeir myndast heldur ekki of norðarlega,“ segir Elín í samtali við Vísi. Hún segir fellibylji í raun vera gufuvélar sem þurfi uppgufun frá vatni til að viðhalda sér. Þannig missi þeir kraft þegar þeir fara yfir land þar sem varmaorkan er mun minni en yfir hafinu. Ekki sé nóg að þeir fái bara orku frá sólinni. Óveðrin Katya og Jose fylgja nú Harvey og Irmu eftir en Elín segir það eðlilegt.Ekki fleiri en kröftugri „Ef það eru aðstæður til að mynda einn rosalega sterkan fellibyl eru líkur á því að það séu einnig aðstæður til að mynda fleiri í einu.“ Hún segir einnig að líkön geri ráð fyrir því að öflugum fellibyljum muni fjölga með hlýnandi sjó. Það er ekki að fellibyljum muni fjölga heldur muni þeir verða kröftugri. „Sem sagt það blási meira og rigni meira úr þeim. Það er þó ekki að sjá að fjöldi fellibylja muni aukast. Að þeir sem myndast verða sterkari.“Hér að neðan má sjá tvö myndbönd frá því þegar Irma gekk á land á eyjunni Saint Martins í Karíbahafinu í nótt.
Fellibylurinn Irma Veður Tengdar fréttir Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00 Fylgstu með Irmu á gagnvirku korti Fellibylurinn Irma fer nú yfir eyjarnar á Karíbahafi en hún er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi. 6. september 2017 09:04 Irma hefur þegar valdið miklum skaða Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjögur sterkbyggðustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar. 6. september 2017 13:02 Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Fjölmargar eyjar í Kyrrahafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Irmu. Stormurinn stefnir á Flórída en þar sem stutt er liðið frá því að Harvey hrelldi Bandaríkin gætu neyðarsjóðir klárast. 6. september 2017 06:00
Fylgstu með Irmu á gagnvirku korti Fellibylurinn Irma fer nú yfir eyjarnar á Karíbahafi en hún er öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi. 6. september 2017 09:04
Irma hefur þegar valdið miklum skaða Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjögur sterkbyggðustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar. 6. september 2017 13:02
Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent