Heavy metallinn hljómar áfram á Anfield Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2017 23:15 Liverpool-menn fagna einu fjögurra marka sinna gegn Arsenal. vísir/getty Frammistaðan var fullkomin og úrslit voru afleiðing af frammistöðunni,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, himinlifandi eftir 4-0 stórsigur liðsins á Arsenal um síðasta sunnudag. Það er eðlilegt að Klopp hafi verið í skýjunum eftir frammistöðuna gegn Arsenal enda bar hún öll „höfundareinkenni“ Þjóðverjans. Liverpool setti leikmenn Arsenal undir stífa pressu og þegar boltinn vannst sótti Rauði herinn hratt og af krafti. Liverpool skoraði þrjú mörk eftir skyndisóknir og þau hefðu getað orðið fleiri. Þetta var sannkallaður „heavy metal“ fótbolti eins og Klopp hefur kallað leikstílinn sem hann predikar. Góð vika átti eftir að verða enn betri því áður en félagaskiptaglugginn lokaðist keypti Liverpool Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal og Naby Keïta frá RB Leipzig. Sá síðarnefndi gengur þó ekki í raðir Liverpool fyrr en næsta sumar. Bítlaborgarfélagið hélt líka Philippe Coutinho sem hefur verið þrálátlega orðaður við Barcelona í nær allt sumar. Brassinn hefur ekkert spilað með Liverpool það sem af er tímabils en því var borið að hann glímdi við bakmeiðsli.Alex Oxlade-Chamberlain og Sadio Mané eru orðnir samherjar hjá Liverpool.vísir/gettyFyrr í sumar fékk Liverpool Dominic Solanke, ungan og efnilegan framherja frá Chelsea, Andrew Robertson frá Hull City og Mohamed Salah frá Roma. Sá síðastnefndi hefur farið frábærlega af stað í rauða búningnum og Liverpool er ekki árennilegt með Salah og Sadio Mané sinn á hvorum kantinum. Stuðningsmenn Liverpool geta líka glaðst yfir því að Mané verður með liðinu allt tímabilið, að því gefnu að hann haldist heill. Fjarvera Manés vegna Afríkukeppninnar setti stórt strik í reikninginn hjá Liverpool í fyrra en liðið vann aðeins einn af sjö leikjum sínum á því tímabili. Sóknarleikurinn verður væntanlega ekki vandamál hjá Liverpool í vetur. Varnarleikurinn er meira spurningarmerki. Liverpool fékk á sig 42 mörk á síðasta tímabili og gamlir draugar létu á sér kræla í 1. umferðinni þar sem Liverpool fékk á sig þrjú mörk gegn Watford. Tvö þeirra komu eftir föst leikatriði sem Rauði herinn hefur átt í miklum vandræðum með að verjast síðan Klopp tók við. Það er eitthvað sem Þjóðverjinn þarf að laga ef hann ætlar að koma Liverpool ofar í töfluna.Jürgen Klopp er á sínu þriðja tímabili hjá Liverpool.Vísir/GettyLiverpool tókst ekki að landa Hollendingnum Virgil van Dijk áður en félagaskiptaglugginn lokaðist og breiddin í miðvarðastöðunum er ekki mikil. Joël Matip þarf að haldast heill en hann er einn mikilvægasti leikmaður Liverpool. Á síðasta tímabili fékk liðið 2,03 stig í leikjum sem hann spilaði en aðeins 1,59 stig úr leikjunum sem Kamerúninn missti af. Liverpool var ekki með í Evrópukeppni á síðasta tímabili en álagið í vetur verður meira þar sem liðið er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Klopp þarf að nýta leikmannahópinn skynsamlega því leikstíll Liverpool útheimtir mikla orku. Klopp er í guðatölu hjá Liverpool og svo lengi sem hann verður hjá félaginu hljómar heavy metallinn á Anfield. Þjóðverjinn þarf bara að passa að feilnóturnar verði ekki of margar.Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um enska boltann 2. september síðastliðinn. Enski boltinn Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Frammistaðan var fullkomin og úrslit voru afleiðing af frammistöðunni,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, himinlifandi eftir 4-0 stórsigur liðsins á Arsenal um síðasta sunnudag. Það er eðlilegt að Klopp hafi verið í skýjunum eftir frammistöðuna gegn Arsenal enda bar hún öll „höfundareinkenni“ Þjóðverjans. Liverpool setti leikmenn Arsenal undir stífa pressu og þegar boltinn vannst sótti Rauði herinn hratt og af krafti. Liverpool skoraði þrjú mörk eftir skyndisóknir og þau hefðu getað orðið fleiri. Þetta var sannkallaður „heavy metal“ fótbolti eins og Klopp hefur kallað leikstílinn sem hann predikar. Góð vika átti eftir að verða enn betri því áður en félagaskiptaglugginn lokaðist keypti Liverpool Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal og Naby Keïta frá RB Leipzig. Sá síðarnefndi gengur þó ekki í raðir Liverpool fyrr en næsta sumar. Bítlaborgarfélagið hélt líka Philippe Coutinho sem hefur verið þrálátlega orðaður við Barcelona í nær allt sumar. Brassinn hefur ekkert spilað með Liverpool það sem af er tímabils en því var borið að hann glímdi við bakmeiðsli.Alex Oxlade-Chamberlain og Sadio Mané eru orðnir samherjar hjá Liverpool.vísir/gettyFyrr í sumar fékk Liverpool Dominic Solanke, ungan og efnilegan framherja frá Chelsea, Andrew Robertson frá Hull City og Mohamed Salah frá Roma. Sá síðastnefndi hefur farið frábærlega af stað í rauða búningnum og Liverpool er ekki árennilegt með Salah og Sadio Mané sinn á hvorum kantinum. Stuðningsmenn Liverpool geta líka glaðst yfir því að Mané verður með liðinu allt tímabilið, að því gefnu að hann haldist heill. Fjarvera Manés vegna Afríkukeppninnar setti stórt strik í reikninginn hjá Liverpool í fyrra en liðið vann aðeins einn af sjö leikjum sínum á því tímabili. Sóknarleikurinn verður væntanlega ekki vandamál hjá Liverpool í vetur. Varnarleikurinn er meira spurningarmerki. Liverpool fékk á sig 42 mörk á síðasta tímabili og gamlir draugar létu á sér kræla í 1. umferðinni þar sem Liverpool fékk á sig þrjú mörk gegn Watford. Tvö þeirra komu eftir föst leikatriði sem Rauði herinn hefur átt í miklum vandræðum með að verjast síðan Klopp tók við. Það er eitthvað sem Þjóðverjinn þarf að laga ef hann ætlar að koma Liverpool ofar í töfluna.Jürgen Klopp er á sínu þriðja tímabili hjá Liverpool.Vísir/GettyLiverpool tókst ekki að landa Hollendingnum Virgil van Dijk áður en félagaskiptaglugginn lokaðist og breiddin í miðvarðastöðunum er ekki mikil. Joël Matip þarf að haldast heill en hann er einn mikilvægasti leikmaður Liverpool. Á síðasta tímabili fékk liðið 2,03 stig í leikjum sem hann spilaði en aðeins 1,59 stig úr leikjunum sem Kamerúninn missti af. Liverpool var ekki með í Evrópukeppni á síðasta tímabili en álagið í vetur verður meira þar sem liðið er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Klopp þarf að nýta leikmannahópinn skynsamlega því leikstíll Liverpool útheimtir mikla orku. Klopp er í guðatölu hjá Liverpool og svo lengi sem hann verður hjá félaginu hljómar heavy metallinn á Anfield. Þjóðverjinn þarf bara að passa að feilnóturnar verði ekki of margar.Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um enska boltann 2. september síðastliðinn.
Enski boltinn Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn