Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. ágúst 2017 14:15 Samflug tveggja þrista yfir Reykjavík og Vesturlandi í fyrrakvöld vakti mikla athygli og um tíma voru aðeins um þrjátíu metrar á milli vélanna. Myndir frá fluginu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Tómas Dag Helgason, formann Þristavinafélagsins, og Francisco Agullo, flugstjóra svissneska Breitling-þristsins. Formanni Þristavinafélagsins telst til að fara þurfi meira en sextíu ár aftur í tímann til að finna dæmi um samflug þrista yfir Íslandi. Tækifærið gafst þegar þessir tveir öldungar áttu stefnumót, hinn 77 ára gamli Breitling-þristur og hinn 74 ára gamli Páll Sveinsson, - og litli módelþristurinn Gljáfaxi fékk að horfa á. Eftir að hafa ekið saman í flugtaksstöðu fóru þristarnir í flugtaksbrun en lyftan sem kemur fyrst á stélhlutann á örugglega einhvern þátt í því að þetta er einhver ástsælasta vél flugsögunnar. Flugáhugamenn elska meira að segja í þeim hljóðið. Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Vélarnar tóku fyrst hring yfir Reykjavíkursvæðinu en því næst var flogið í átt til Akraness. Tvær minni vélar fylgdu með en um borð í þeim voru ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn sem fylgja Breitling-þristinum í hnattfluginu, en ef það heppnast verður hún elsta flugvélin til að komast umhverfis jörðina. Sjaldgæft er að svo stórum vélum sé flogið svo nærri hvor annarri en áætla má að aðeins hafi skilið um þrjátíu metrar á milli vélanna þegar styst var. Flogið var norður að Snæfellsnesi, Búðahrauni og Arnarstapa þar sem snúið var snúið við og flogin sama leið til baka. Og menn voru himinlifandi að lokinni lendingu. „Þetta var alveg geggjað, eins og við segjum. Þetta var æðislegt, að vera þarna um borð og upplifa þetta og ég vona að þetta hafi líka sést vel af jörðinni,“ sagði Tómas Dagur, formaður Þristavina. Hann sagði þetta einstakan viðburð hér á landi, að tvær vélar af þessari gerð skyldu fljúga svona nálægt í samflugi.Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Mér fannst þetta stórkostlegt flug,“ sagði Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins. „Við vorum mjög heppnir. Það var skýjað en við fengum smásólskin í lokin og um leið fengum við regnboga, heilan regnboga utan um DC-3 vél Icelandair. Ég vona að við getum sýnt öllum fallegar myndir,“ sagði Agullo. Breitling-þristurinn kvaddi Ísland í gær og flaug til Skotlands. Fylgjast má með hnattfluginu á heimasíðu Breitling og ljósmyndir af samfluginu má sjá á facebook-síðu flugsins. Tengdar fréttir Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30 Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Sjá meira
Samflug tveggja þrista yfir Reykjavík og Vesturlandi í fyrrakvöld vakti mikla athygli og um tíma voru aðeins um þrjátíu metrar á milli vélanna. Myndir frá fluginu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Tómas Dag Helgason, formann Þristavinafélagsins, og Francisco Agullo, flugstjóra svissneska Breitling-þristsins. Formanni Þristavinafélagsins telst til að fara þurfi meira en sextíu ár aftur í tímann til að finna dæmi um samflug þrista yfir Íslandi. Tækifærið gafst þegar þessir tveir öldungar áttu stefnumót, hinn 77 ára gamli Breitling-þristur og hinn 74 ára gamli Páll Sveinsson, - og litli módelþristurinn Gljáfaxi fékk að horfa á. Eftir að hafa ekið saman í flugtaksstöðu fóru þristarnir í flugtaksbrun en lyftan sem kemur fyrst á stélhlutann á örugglega einhvern þátt í því að þetta er einhver ástsælasta vél flugsögunnar. Flugáhugamenn elska meira að segja í þeim hljóðið. Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Vélarnar tóku fyrst hring yfir Reykjavíkursvæðinu en því næst var flogið í átt til Akraness. Tvær minni vélar fylgdu með en um borð í þeim voru ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn sem fylgja Breitling-þristinum í hnattfluginu, en ef það heppnast verður hún elsta flugvélin til að komast umhverfis jörðina. Sjaldgæft er að svo stórum vélum sé flogið svo nærri hvor annarri en áætla má að aðeins hafi skilið um þrjátíu metrar á milli vélanna þegar styst var. Flogið var norður að Snæfellsnesi, Búðahrauni og Arnarstapa þar sem snúið var snúið við og flogin sama leið til baka. Og menn voru himinlifandi að lokinni lendingu. „Þetta var alveg geggjað, eins og við segjum. Þetta var æðislegt, að vera þarna um borð og upplifa þetta og ég vona að þetta hafi líka sést vel af jörðinni,“ sagði Tómas Dagur, formaður Þristavina. Hann sagði þetta einstakan viðburð hér á landi, að tvær vélar af þessari gerð skyldu fljúga svona nálægt í samflugi.Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Mér fannst þetta stórkostlegt flug,“ sagði Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins. „Við vorum mjög heppnir. Það var skýjað en við fengum smásólskin í lokin og um leið fengum við regnboga, heilan regnboga utan um DC-3 vél Icelandair. Ég vona að við getum sýnt öllum fallegar myndir,“ sagði Agullo. Breitling-þristurinn kvaddi Ísland í gær og flaug til Skotlands. Fylgjast má með hnattfluginu á heimasíðu Breitling og ljósmyndir af samfluginu má sjá á facebook-síðu flugsins.
Tengdar fréttir Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30 Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Sjá meira
Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30
Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44
Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56