Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. ágúst 2017 14:15 Samflug tveggja þrista yfir Reykjavík og Vesturlandi í fyrrakvöld vakti mikla athygli og um tíma voru aðeins um þrjátíu metrar á milli vélanna. Myndir frá fluginu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Tómas Dag Helgason, formann Þristavinafélagsins, og Francisco Agullo, flugstjóra svissneska Breitling-þristsins. Formanni Þristavinafélagsins telst til að fara þurfi meira en sextíu ár aftur í tímann til að finna dæmi um samflug þrista yfir Íslandi. Tækifærið gafst þegar þessir tveir öldungar áttu stefnumót, hinn 77 ára gamli Breitling-þristur og hinn 74 ára gamli Páll Sveinsson, - og litli módelþristurinn Gljáfaxi fékk að horfa á. Eftir að hafa ekið saman í flugtaksstöðu fóru þristarnir í flugtaksbrun en lyftan sem kemur fyrst á stélhlutann á örugglega einhvern þátt í því að þetta er einhver ástsælasta vél flugsögunnar. Flugáhugamenn elska meira að segja í þeim hljóðið. Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Vélarnar tóku fyrst hring yfir Reykjavíkursvæðinu en því næst var flogið í átt til Akraness. Tvær minni vélar fylgdu með en um borð í þeim voru ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn sem fylgja Breitling-þristinum í hnattfluginu, en ef það heppnast verður hún elsta flugvélin til að komast umhverfis jörðina. Sjaldgæft er að svo stórum vélum sé flogið svo nærri hvor annarri en áætla má að aðeins hafi skilið um þrjátíu metrar á milli vélanna þegar styst var. Flogið var norður að Snæfellsnesi, Búðahrauni og Arnarstapa þar sem snúið var snúið við og flogin sama leið til baka. Og menn voru himinlifandi að lokinni lendingu. „Þetta var alveg geggjað, eins og við segjum. Þetta var æðislegt, að vera þarna um borð og upplifa þetta og ég vona að þetta hafi líka sést vel af jörðinni,“ sagði Tómas Dagur, formaður Þristavina. Hann sagði þetta einstakan viðburð hér á landi, að tvær vélar af þessari gerð skyldu fljúga svona nálægt í samflugi.Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Mér fannst þetta stórkostlegt flug,“ sagði Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins. „Við vorum mjög heppnir. Það var skýjað en við fengum smásólskin í lokin og um leið fengum við regnboga, heilan regnboga utan um DC-3 vél Icelandair. Ég vona að við getum sýnt öllum fallegar myndir,“ sagði Agullo. Breitling-þristurinn kvaddi Ísland í gær og flaug til Skotlands. Fylgjast má með hnattfluginu á heimasíðu Breitling og ljósmyndir af samfluginu má sjá á facebook-síðu flugsins. Tengdar fréttir Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30 Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Samflug tveggja þrista yfir Reykjavík og Vesturlandi í fyrrakvöld vakti mikla athygli og um tíma voru aðeins um þrjátíu metrar á milli vélanna. Myndir frá fluginu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Tómas Dag Helgason, formann Þristavinafélagsins, og Francisco Agullo, flugstjóra svissneska Breitling-þristsins. Formanni Þristavinafélagsins telst til að fara þurfi meira en sextíu ár aftur í tímann til að finna dæmi um samflug þrista yfir Íslandi. Tækifærið gafst þegar þessir tveir öldungar áttu stefnumót, hinn 77 ára gamli Breitling-þristur og hinn 74 ára gamli Páll Sveinsson, - og litli módelþristurinn Gljáfaxi fékk að horfa á. Eftir að hafa ekið saman í flugtaksstöðu fóru þristarnir í flugtaksbrun en lyftan sem kemur fyrst á stélhlutann á örugglega einhvern þátt í því að þetta er einhver ástsælasta vél flugsögunnar. Flugáhugamenn elska meira að segja í þeim hljóðið. Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Vélarnar tóku fyrst hring yfir Reykjavíkursvæðinu en því næst var flogið í átt til Akraness. Tvær minni vélar fylgdu með en um borð í þeim voru ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn sem fylgja Breitling-þristinum í hnattfluginu, en ef það heppnast verður hún elsta flugvélin til að komast umhverfis jörðina. Sjaldgæft er að svo stórum vélum sé flogið svo nærri hvor annarri en áætla má að aðeins hafi skilið um þrjátíu metrar á milli vélanna þegar styst var. Flogið var norður að Snæfellsnesi, Búðahrauni og Arnarstapa þar sem snúið var snúið við og flogin sama leið til baka. Og menn voru himinlifandi að lokinni lendingu. „Þetta var alveg geggjað, eins og við segjum. Þetta var æðislegt, að vera þarna um borð og upplifa þetta og ég vona að þetta hafi líka sést vel af jörðinni,“ sagði Tómas Dagur, formaður Þristavina. Hann sagði þetta einstakan viðburð hér á landi, að tvær vélar af þessari gerð skyldu fljúga svona nálægt í samflugi.Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Mér fannst þetta stórkostlegt flug,“ sagði Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins. „Við vorum mjög heppnir. Það var skýjað en við fengum smásólskin í lokin og um leið fengum við regnboga, heilan regnboga utan um DC-3 vél Icelandair. Ég vona að við getum sýnt öllum fallegar myndir,“ sagði Agullo. Breitling-þristurinn kvaddi Ísland í gær og flaug til Skotlands. Fylgjast má með hnattfluginu á heimasíðu Breitling og ljósmyndir af samfluginu má sjá á facebook-síðu flugsins.
Tengdar fréttir Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30 Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30
Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44
Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56