Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. ágúst 2017 14:15 Samflug tveggja þrista yfir Reykjavík og Vesturlandi í fyrrakvöld vakti mikla athygli og um tíma voru aðeins um þrjátíu metrar á milli vélanna. Myndir frá fluginu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Tómas Dag Helgason, formann Þristavinafélagsins, og Francisco Agullo, flugstjóra svissneska Breitling-þristsins. Formanni Þristavinafélagsins telst til að fara þurfi meira en sextíu ár aftur í tímann til að finna dæmi um samflug þrista yfir Íslandi. Tækifærið gafst þegar þessir tveir öldungar áttu stefnumót, hinn 77 ára gamli Breitling-þristur og hinn 74 ára gamli Páll Sveinsson, - og litli módelþristurinn Gljáfaxi fékk að horfa á. Eftir að hafa ekið saman í flugtaksstöðu fóru þristarnir í flugtaksbrun en lyftan sem kemur fyrst á stélhlutann á örugglega einhvern þátt í því að þetta er einhver ástsælasta vél flugsögunnar. Flugáhugamenn elska meira að segja í þeim hljóðið. Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Vélarnar tóku fyrst hring yfir Reykjavíkursvæðinu en því næst var flogið í átt til Akraness. Tvær minni vélar fylgdu með en um borð í þeim voru ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn sem fylgja Breitling-þristinum í hnattfluginu, en ef það heppnast verður hún elsta flugvélin til að komast umhverfis jörðina. Sjaldgæft er að svo stórum vélum sé flogið svo nærri hvor annarri en áætla má að aðeins hafi skilið um þrjátíu metrar á milli vélanna þegar styst var. Flogið var norður að Snæfellsnesi, Búðahrauni og Arnarstapa þar sem snúið var snúið við og flogin sama leið til baka. Og menn voru himinlifandi að lokinni lendingu. „Þetta var alveg geggjað, eins og við segjum. Þetta var æðislegt, að vera þarna um borð og upplifa þetta og ég vona að þetta hafi líka sést vel af jörðinni,“ sagði Tómas Dagur, formaður Þristavina. Hann sagði þetta einstakan viðburð hér á landi, að tvær vélar af þessari gerð skyldu fljúga svona nálægt í samflugi.Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Mér fannst þetta stórkostlegt flug,“ sagði Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins. „Við vorum mjög heppnir. Það var skýjað en við fengum smásólskin í lokin og um leið fengum við regnboga, heilan regnboga utan um DC-3 vél Icelandair. Ég vona að við getum sýnt öllum fallegar myndir,“ sagði Agullo. Breitling-þristurinn kvaddi Ísland í gær og flaug til Skotlands. Fylgjast má með hnattfluginu á heimasíðu Breitling og ljósmyndir af samfluginu má sjá á facebook-síðu flugsins. Tengdar fréttir Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30 Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Sjá meira
Samflug tveggja þrista yfir Reykjavík og Vesturlandi í fyrrakvöld vakti mikla athygli og um tíma voru aðeins um þrjátíu metrar á milli vélanna. Myndir frá fluginu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Tómas Dag Helgason, formann Þristavinafélagsins, og Francisco Agullo, flugstjóra svissneska Breitling-þristsins. Formanni Þristavinafélagsins telst til að fara þurfi meira en sextíu ár aftur í tímann til að finna dæmi um samflug þrista yfir Íslandi. Tækifærið gafst þegar þessir tveir öldungar áttu stefnumót, hinn 77 ára gamli Breitling-þristur og hinn 74 ára gamli Páll Sveinsson, - og litli módelþristurinn Gljáfaxi fékk að horfa á. Eftir að hafa ekið saman í flugtaksstöðu fóru þristarnir í flugtaksbrun en lyftan sem kemur fyrst á stélhlutann á örugglega einhvern þátt í því að þetta er einhver ástsælasta vél flugsögunnar. Flugáhugamenn elska meira að segja í þeim hljóðið. Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Vélarnar tóku fyrst hring yfir Reykjavíkursvæðinu en því næst var flogið í átt til Akraness. Tvær minni vélar fylgdu með en um borð í þeim voru ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn sem fylgja Breitling-þristinum í hnattfluginu, en ef það heppnast verður hún elsta flugvélin til að komast umhverfis jörðina. Sjaldgæft er að svo stórum vélum sé flogið svo nærri hvor annarri en áætla má að aðeins hafi skilið um þrjátíu metrar á milli vélanna þegar styst var. Flogið var norður að Snæfellsnesi, Búðahrauni og Arnarstapa þar sem snúið var snúið við og flogin sama leið til baka. Og menn voru himinlifandi að lokinni lendingu. „Þetta var alveg geggjað, eins og við segjum. Þetta var æðislegt, að vera þarna um borð og upplifa þetta og ég vona að þetta hafi líka sést vel af jörðinni,“ sagði Tómas Dagur, formaður Þristavina. Hann sagði þetta einstakan viðburð hér á landi, að tvær vélar af þessari gerð skyldu fljúga svona nálægt í samflugi.Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Mér fannst þetta stórkostlegt flug,“ sagði Francisco Agullo, flugstjóri Breitling-þristsins. „Við vorum mjög heppnir. Það var skýjað en við fengum smásólskin í lokin og um leið fengum við regnboga, heilan regnboga utan um DC-3 vél Icelandair. Ég vona að við getum sýnt öllum fallegar myndir,“ sagði Agullo. Breitling-þristurinn kvaddi Ísland í gær og flaug til Skotlands. Fylgjast má með hnattfluginu á heimasíðu Breitling og ljósmyndir af samfluginu má sjá á facebook-síðu flugsins.
Tengdar fréttir Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30 Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44 Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Sjá meira
Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30
Þrír þristar saman á Reykjavíkurflugvelli Sjaldséður viðburður verður á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld þegar tveir þristar á áttræðisaldri, forngripir af gerðinni Douglas DC-3, fara í samsíða flug. 28. ágúst 2017 16:44
Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56