Leiðtogar stjórnarandstöðu Venesúela ákærðir fyrir landráð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Stjórnlagaráðið kallar stjórnarandstöðuna landráðamenn. Vísir/EPA Nýskipað stjórnlagaráð Venesúela ákvað í gær einróma að draga leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi fyrir dóm vegna meintra landráða þeirra. BBC greindi frá því að ráðið saki umrædda stjórnarandstæðinga um að styðja viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Venesúela. Er þar vísað til tilskipunar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í síðustu viku um að banna viðskipti með venesúelsk skuldabréf. Sagði forsetinn það gert vegna alvarlegra mannréttindabrota og skipan ólögmæts stjórnlagaráðs sem forsetinn sagði skipað til að ræna völdum lýðræðislega kjörins þings. Þess ber að geta að stjórnarandstaðan er í meirihluta á þinginu. Stjórnlagaráðið fundaði í þrjár klukkustundir í gær og skiptust ráðsmenn á því að afhrópa stjórnarandstæðinga og hylla forsetann Nicolas Maduro. Beindist gagnrýnin einkum að hinum nýrekna ríkissaksóknara Luisa Ortega sem er harður gagnrýnandi Maduro. Iris Varela, ein stjórnlagaráðsmanna, kallaði Ortega til að mynda „úrhrak“. Sagði hún einnig að Ortega „hlykkjaðist eins og ormur“. Julio Borges, forseti þingsins, var sagður einn helsti óvinur ríkisins á fundinum. Brást hann við með að segja að ríkisstjórnin ætti að hætta að kenna öðrum um ófarir ríkisins heldur líta í eigin barm. „Sá sem ber ábyrgð á þessu heitir Maduro. Það er tími til kominn að hann líti í spegil og sætti sig við þá staðreynd að hann hefur eyðilagt Venesúela,“ sagði Borges við blaðamenn í gær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Sjá meira
Nýskipað stjórnlagaráð Venesúela ákvað í gær einróma að draga leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi fyrir dóm vegna meintra landráða þeirra. BBC greindi frá því að ráðið saki umrædda stjórnarandstæðinga um að styðja viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Venesúela. Er þar vísað til tilskipunar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í síðustu viku um að banna viðskipti með venesúelsk skuldabréf. Sagði forsetinn það gert vegna alvarlegra mannréttindabrota og skipan ólögmæts stjórnlagaráðs sem forsetinn sagði skipað til að ræna völdum lýðræðislega kjörins þings. Þess ber að geta að stjórnarandstaðan er í meirihluta á þinginu. Stjórnlagaráðið fundaði í þrjár klukkustundir í gær og skiptust ráðsmenn á því að afhrópa stjórnarandstæðinga og hylla forsetann Nicolas Maduro. Beindist gagnrýnin einkum að hinum nýrekna ríkissaksóknara Luisa Ortega sem er harður gagnrýnandi Maduro. Iris Varela, ein stjórnlagaráðsmanna, kallaði Ortega til að mynda „úrhrak“. Sagði hún einnig að Ortega „hlykkjaðist eins og ormur“. Julio Borges, forseti þingsins, var sagður einn helsti óvinur ríkisins á fundinum. Brást hann við með að segja að ríkisstjórnin ætti að hætta að kenna öðrum um ófarir ríkisins heldur líta í eigin barm. „Sá sem ber ábyrgð á þessu heitir Maduro. Það er tími til kominn að hann líti í spegil og sætti sig við þá staðreynd að hann hefur eyðilagt Venesúela,“ sagði Borges við blaðamenn í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Sjá meira