Hringir Satúrnusar gætu verið nýlegir Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2017 16:39 Hringirnir skipta upp í nokkur lög. Það gæti bent til þess að þeir hafi myndast úr nokkrum fyrirbærum. Myndina tók Cassini árið 2012. NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute Mælingar Cassini-geimfarsins á lokametrum leiðangurs síns við Satúrnus benda til þess að hringir reikistjörnunnar gætu verið tiltölulega ungir, jafnvel aðeins hundrað milljón ára gamlir. Uppruni hringjanna sem eru helsta kennileiti þessarar næststærstu reikistjörnu sólkerfisins hefur legið á huldu. Þeir eru að mestu úr nær tandurhreinum vatnsís. Það hefur valdið vísindamönnum heilabrotum. Hefðu hringirnir myndast um svipað leyti og sólkerfið varð til ættu þeir að vera orðnir dökkir af geimryki. Séu þeir ævafornir þyrftu hringirnir að vera afar massamiklir til að geta „innbyrt“ og falið rykið sem þeir hefðu óhjákvæmilega safnað í sig á milljörðum ára og staðið af sér veðrun geimsins.Teikning af Cassini að steypa sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúpsins í lokaáfanga leiðangursins sem nú stendur yfir.NASA/JPL-CaltechGæti hafa verið án hringja á tíma risaeðlannaCassini-geimfarið, sem á aðeins tvær vikur eftir af þrettán ára leiðangri við Satúrnus, er nú á svaðalegri braut um reikistjörnuna sem færir það þétt upp við lofthjúpinn og inn fyrir hringina. Ein af mælingunum sem Cassini hefur gert frá því að þessi fífldjörfu nærflug hófust er á massa hringjanna til þess að varpa frekara ljósi á uppruna þeirra. Fyrstu vísbendingarnar úr þessum mælingum virðast vera þær að hringirnir séu tiltölulega massalitlir og því líklega tiltölulega ungir á stjarnfræðilegan mælikvarða.Sjá einnig:Svanasöngur Cassini við Satúrnus gæti afhjúpað leyndardóma Reynist það rétt telja vísindamenn líklegast að hringirnir hafi orðið til úr tungli eða halastjörnu sem varð þyngdarkrafti Satúrnusar að bráð fyrir ekki svo löngum tíma. Fleiri en eitt fyrirbæri gætu jafnvel hafa myndað hringina. „Kannski stafar munurinn sem við sjáum á hringjunum af ólíkum fyrirbærum sem rifnuðu í sundur. Ef hringirnir eru massaminni þá hefðu þeir ekki haft massa til að lifa af drífu örsmástirna sem við spáum að hafi átt sér stað frá myndun reikistjörnunnar,“ segir Linda Spilker, vísindamaður við Cassini-leiðangurinn við breska ríkisútvarpið BBC. Rannsóknirnar eru enn á frumstigi og frekari gögn þarf áður en hægt verður að staðfesta aldur hringjanna. Séu þeir hins vegar aðeins hundrað milljón ára gamlir, eins og vísindamennirnir segja að sé mögulegt, þýðir það að þeir hafi myndast á meðan risaeðlurnar réðu ríkjum á jörðinni.Cassini kom auga á vatnsstróka stíga upp frá yfirborði ístunglsins Enkeladusar. Þeir benda til þess að haf fljótandi vatns geti verið að finna undir yfirborðinu.NASA/JPL-CALTECH/SPACE SCIENCE INSTITUTEVernda tunglin fyrir smiti frá jörðinniCassini-leiðangrinum lýkur 15. september þegar geimfarinu verður steypt ofan í lofthjúp Satúrnusar. Það er gert til þess að forða þeim fjarlæga möguleika að örverur frá jörðinni sem gætu enn verið til staðar utan á Cassini endi á tunglum eins og Títan og Enkeladusi. Vísbendingar eru um að haf fljótandi vatns sé til staðar undir ísskorpunni sem myndar yfirborð Enkeladusar. Áður en yfir lýkur mun Cassini taka tvær dýfur til viðbótar á milli hringjanna og efri laga lofthjúps Satúrnusar. Síðustu verk Cassini verða að taka myndaröð af fyrirbærum eins og Títan og Enkeladusi, sérstæðu sexhyrndu veðrakerfi á norðurpóli Satúrnusar og smátungli inni í hringjunum sem nefnist Peggy. Leiðangrinum lýkur formlega kl. 11:54 að íslenskum tíma föstudaginn 15. september þegar áætlað er að samband við geimfarið rofni. Vísindi Tengdar fréttir Íslenskur tölvunarfræðingur vinnur einstakar myndir af Júpíter Nýjar myndir frá bandaríska geimfarinu Juno af reikistjörnunni Júpíter hafa afhjúpað áður óséð landslag í lofthjúpi gasrisans. Það er ekki síst fólki eins og Birni Jónssyni tölvunarfræðingi að þakka. Björn tilheyrir samfélagi áhugamanna um allan heim sem nýta frítíma sinn til að vinna myndir frá geimförum. 20. júlí 2017 09:00 Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16 Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Mælingar Cassini-geimfarsins á lokametrum leiðangurs síns við Satúrnus benda til þess að hringir reikistjörnunnar gætu verið tiltölulega ungir, jafnvel aðeins hundrað milljón ára gamlir. Uppruni hringjanna sem eru helsta kennileiti þessarar næststærstu reikistjörnu sólkerfisins hefur legið á huldu. Þeir eru að mestu úr nær tandurhreinum vatnsís. Það hefur valdið vísindamönnum heilabrotum. Hefðu hringirnir myndast um svipað leyti og sólkerfið varð til ættu þeir að vera orðnir dökkir af geimryki. Séu þeir ævafornir þyrftu hringirnir að vera afar massamiklir til að geta „innbyrt“ og falið rykið sem þeir hefðu óhjákvæmilega safnað í sig á milljörðum ára og staðið af sér veðrun geimsins.Teikning af Cassini að steypa sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúpsins í lokaáfanga leiðangursins sem nú stendur yfir.NASA/JPL-CaltechGæti hafa verið án hringja á tíma risaeðlannaCassini-geimfarið, sem á aðeins tvær vikur eftir af þrettán ára leiðangri við Satúrnus, er nú á svaðalegri braut um reikistjörnuna sem færir það þétt upp við lofthjúpinn og inn fyrir hringina. Ein af mælingunum sem Cassini hefur gert frá því að þessi fífldjörfu nærflug hófust er á massa hringjanna til þess að varpa frekara ljósi á uppruna þeirra. Fyrstu vísbendingarnar úr þessum mælingum virðast vera þær að hringirnir séu tiltölulega massalitlir og því líklega tiltölulega ungir á stjarnfræðilegan mælikvarða.Sjá einnig:Svanasöngur Cassini við Satúrnus gæti afhjúpað leyndardóma Reynist það rétt telja vísindamenn líklegast að hringirnir hafi orðið til úr tungli eða halastjörnu sem varð þyngdarkrafti Satúrnusar að bráð fyrir ekki svo löngum tíma. Fleiri en eitt fyrirbæri gætu jafnvel hafa myndað hringina. „Kannski stafar munurinn sem við sjáum á hringjunum af ólíkum fyrirbærum sem rifnuðu í sundur. Ef hringirnir eru massaminni þá hefðu þeir ekki haft massa til að lifa af drífu örsmástirna sem við spáum að hafi átt sér stað frá myndun reikistjörnunnar,“ segir Linda Spilker, vísindamaður við Cassini-leiðangurinn við breska ríkisútvarpið BBC. Rannsóknirnar eru enn á frumstigi og frekari gögn þarf áður en hægt verður að staðfesta aldur hringjanna. Séu þeir hins vegar aðeins hundrað milljón ára gamlir, eins og vísindamennirnir segja að sé mögulegt, þýðir það að þeir hafi myndast á meðan risaeðlurnar réðu ríkjum á jörðinni.Cassini kom auga á vatnsstróka stíga upp frá yfirborði ístunglsins Enkeladusar. Þeir benda til þess að haf fljótandi vatns geti verið að finna undir yfirborðinu.NASA/JPL-CALTECH/SPACE SCIENCE INSTITUTEVernda tunglin fyrir smiti frá jörðinniCassini-leiðangrinum lýkur 15. september þegar geimfarinu verður steypt ofan í lofthjúp Satúrnusar. Það er gert til þess að forða þeim fjarlæga möguleika að örverur frá jörðinni sem gætu enn verið til staðar utan á Cassini endi á tunglum eins og Títan og Enkeladusi. Vísbendingar eru um að haf fljótandi vatns sé til staðar undir ísskorpunni sem myndar yfirborð Enkeladusar. Áður en yfir lýkur mun Cassini taka tvær dýfur til viðbótar á milli hringjanna og efri laga lofthjúps Satúrnusar. Síðustu verk Cassini verða að taka myndaröð af fyrirbærum eins og Títan og Enkeladusi, sérstæðu sexhyrndu veðrakerfi á norðurpóli Satúrnusar og smátungli inni í hringjunum sem nefnist Peggy. Leiðangrinum lýkur formlega kl. 11:54 að íslenskum tíma föstudaginn 15. september þegar áætlað er að samband við geimfarið rofni.
Vísindi Tengdar fréttir Íslenskur tölvunarfræðingur vinnur einstakar myndir af Júpíter Nýjar myndir frá bandaríska geimfarinu Juno af reikistjörnunni Júpíter hafa afhjúpað áður óséð landslag í lofthjúpi gasrisans. Það er ekki síst fólki eins og Birni Jónssyni tölvunarfræðingi að þakka. Björn tilheyrir samfélagi áhugamanna um allan heim sem nýta frítíma sinn til að vinna myndir frá geimförum. 20. júlí 2017 09:00 Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16 Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Íslenskur tölvunarfræðingur vinnur einstakar myndir af Júpíter Nýjar myndir frá bandaríska geimfarinu Juno af reikistjörnunni Júpíter hafa afhjúpað áður óséð landslag í lofthjúpi gasrisans. Það er ekki síst fólki eins og Birni Jónssyni tölvunarfræðingi að þakka. Björn tilheyrir samfélagi áhugamanna um allan heim sem nýta frítíma sinn til að vinna myndir frá geimförum. 20. júlí 2017 09:00
Tólf ára könnunarferð um Satúrnus að ljúka Geimfarið Cassini er nú komið á sporbraut á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. Þetta markar endalokin á ferðalagi geimfarsins. 22. apríl 2017 10:16
Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52