Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 15:20 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. Hún fagnar yfirlýsingum heilbrigðisráðherra um nýtt og betra regluverk um verkferla en undrast að ekki hafi verið ráðist í slíkt fyrr. Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um sjálfsvíg ungs manns á geðdeild Landspítala og hafa aðstandendur annarra stigið fram og lýst sambærilegri reynslu. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir upplýsingum frá Embætti landlæknis um fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum landsins en án árangurs. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, skrifar grein á Vísi sem ber heitið Sjálfsvíg á stofnunum enn í myrkrinu. Þar segir hún lagaumhverfi gera ráð fyrir að óvænt dauðsföll innan heilbrigðisstofnana séu tilkynnt til lögreglu og landlæknis og undrast hún að ekki sé hægt að fletta upp í skráningarkerfi landlæknis fjölda sjálfsvíga.Rétt á að vita umfang vandans Þórhildur segir að rót vandans sé falin á meðan fólk er ómeðvitað um stærð og umfang vandans, án upplýsinga og yfirsýnar. Fjölmiðlar og almenningur eigi rétt á að vita umfang vandans og svar landlæknis um að það feli í sér of mikla vinnu að taka saman gögn um fjölda sjálfsvíga á stofnunum - sé óásættanlegt. Því hefur þingmaðurinn sett saman skriflega fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem þessara upplýsinga er óskað.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum var rætt við Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sem lýsti því yfir að unnið verði að nýju og betra regluverki um verkferla í málum. Þingmaður Pírata segir yfirlýsingu ráðherra lofa góðu en veki upp spurningar um hvers vegna ekki hafi verið ráðist í aðgerðir strax þegar skýrsla starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu lá fyrir í september 2015. Þar hafi komið fram að það vanti skýra verkferla í málum sem þessum og það vanti sameiginlegan gagnagrunn sem haldi utan um atvikin. Þingmaðurinn segir velferðarnefnd muni fjalla um þetta málefni á næstu vikum og leitast verði eftir að fá svör við ofangreindum spurningum. Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Geðhjálpar: „Þarf að passa að öll herbergi séu sjálfsvígsheld“ "Það þarf að passa að öll herbergi sem sjúklingar fara inn í séu sjálfsvígsheld. Það sé ekkert þar inni sem fólk getur nýtt sér til að skaða sjálft sig," segir Anna. 14. ágúst 2017 20:00 Systur um sjálfsvíg móður sinnar: "Ábyrgðin sett á þann sem leitaði eftir hjálp“ Systur sem misstu móður sína fyrir ellefu árum var brugðið að sjá fréttir af ungum manni sem framdi sjálfsvíg inni á geðdeild Landspítalans. Þær héldu að tilfelli móður þeirra væri einsdæmi. 15. ágúst 2017 21:00 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 „Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30 Verklag eftir alvarleg atvik verði skýrara Heilbrigðisráðherra ætlar í haust að leggja fram tvö frumvörp sem eiga að skýra viðbrögð og verklag á sjúkrastofnunum þegar alvarleg atvik koma upp. Hann segir nauðsynlegt að læra af reynslunni. 17. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. Hún fagnar yfirlýsingum heilbrigðisráðherra um nýtt og betra regluverk um verkferla en undrast að ekki hafi verið ráðist í slíkt fyrr. Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um sjálfsvíg ungs manns á geðdeild Landspítala og hafa aðstandendur annarra stigið fram og lýst sambærilegri reynslu. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir upplýsingum frá Embætti landlæknis um fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum landsins en án árangurs. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, skrifar grein á Vísi sem ber heitið Sjálfsvíg á stofnunum enn í myrkrinu. Þar segir hún lagaumhverfi gera ráð fyrir að óvænt dauðsföll innan heilbrigðisstofnana séu tilkynnt til lögreglu og landlæknis og undrast hún að ekki sé hægt að fletta upp í skráningarkerfi landlæknis fjölda sjálfsvíga.Rétt á að vita umfang vandans Þórhildur segir að rót vandans sé falin á meðan fólk er ómeðvitað um stærð og umfang vandans, án upplýsinga og yfirsýnar. Fjölmiðlar og almenningur eigi rétt á að vita umfang vandans og svar landlæknis um að það feli í sér of mikla vinnu að taka saman gögn um fjölda sjálfsvíga á stofnunum - sé óásættanlegt. Því hefur þingmaðurinn sett saman skriflega fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem þessara upplýsinga er óskað.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum var rætt við Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sem lýsti því yfir að unnið verði að nýju og betra regluverki um verkferla í málum. Þingmaður Pírata segir yfirlýsingu ráðherra lofa góðu en veki upp spurningar um hvers vegna ekki hafi verið ráðist í aðgerðir strax þegar skýrsla starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu lá fyrir í september 2015. Þar hafi komið fram að það vanti skýra verkferla í málum sem þessum og það vanti sameiginlegan gagnagrunn sem haldi utan um atvikin. Þingmaðurinn segir velferðarnefnd muni fjalla um þetta málefni á næstu vikum og leitast verði eftir að fá svör við ofangreindum spurningum.
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Geðhjálpar: „Þarf að passa að öll herbergi séu sjálfsvígsheld“ "Það þarf að passa að öll herbergi sem sjúklingar fara inn í séu sjálfsvígsheld. Það sé ekkert þar inni sem fólk getur nýtt sér til að skaða sjálft sig," segir Anna. 14. ágúst 2017 20:00 Systur um sjálfsvíg móður sinnar: "Ábyrgðin sett á þann sem leitaði eftir hjálp“ Systur sem misstu móður sína fyrir ellefu árum var brugðið að sjá fréttir af ungum manni sem framdi sjálfsvíg inni á geðdeild Landspítalans. Þær héldu að tilfelli móður þeirra væri einsdæmi. 15. ágúst 2017 21:00 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 „Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30 Verklag eftir alvarleg atvik verði skýrara Heilbrigðisráðherra ætlar í haust að leggja fram tvö frumvörp sem eiga að skýra viðbrögð og verklag á sjúkrastofnunum þegar alvarleg atvik koma upp. Hann segir nauðsynlegt að læra af reynslunni. 17. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Framkvæmdastjóri Geðhjálpar: „Þarf að passa að öll herbergi séu sjálfsvígsheld“ "Það þarf að passa að öll herbergi sem sjúklingar fara inn í séu sjálfsvígsheld. Það sé ekkert þar inni sem fólk getur nýtt sér til að skaða sjálft sig," segir Anna. 14. ágúst 2017 20:00
Systur um sjálfsvíg móður sinnar: "Ábyrgðin sett á þann sem leitaði eftir hjálp“ Systur sem misstu móður sína fyrir ellefu árum var brugðið að sjá fréttir af ungum manni sem framdi sjálfsvíg inni á geðdeild Landspítalans. Þær héldu að tilfelli móður þeirra væri einsdæmi. 15. ágúst 2017 21:00
Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24
„Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30
Verklag eftir alvarleg atvik verði skýrara Heilbrigðisráðherra ætlar í haust að leggja fram tvö frumvörp sem eiga að skýra viðbrögð og verklag á sjúkrastofnunum þegar alvarleg atvik koma upp. Hann segir nauðsynlegt að læra af reynslunni. 17. ágúst 2017 20:00