Tólf manna hryðjuverkasella ætlaði sér að gera bílsprengjuárásir á Barcelona Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. ágúst 2017 06:00 Filippus Spánarkonungur nýtti helgina í að heimsækja fórnarlömb árásarinnar. Nordicphotos/AFP Tólf manna hryðjuverkasella sem stóð að árásinni á Römbluna í Barcelona í síðustu viku hafði safnað saman 120 gaskútum sem átti að nota í bílsprengjuárásir í borginni. Frá þessu greindi lögreglan í Katalóníu í gær. Lögregla fann kútana í húsnæði í smábænum Alcanar. Talið er að sellan hafi starfað í húsinu en það sprakk í loft upp á miðvikudagskvöld. Daginn eftir fann lögregla um tuttugu gaskúta í húsinu en síðan þá hefur fjöldi fundinna kúta sexfaldast. Þrettán féllu þegar árásarmaður keyrði sendiferðabíl niður Römbluna á fimmtudag og kona dó í árás í bænum Cambrils á föstudag. Þar voru fimm grunaðir hryðjuverkamenn skotnir til bana en lögregla greindi frá því um helgina að Moussa Oubakir, sem talinn var hafa keyrt bílinn, hafi verið einn hinna látnu.Younes Abouyaaqoub, grunaður um árásinaNú er hins vegar leitað að hinum marokkóska Younes Abouyaaqoub og greina spænskir fjölmiðlar frá því að Abouyaaqoub sé grunaður um að hafa keyrt bílinn. Leit hélt áfram í gær með öllum tiltækum ráðum en þegar Fréttablaðið fór í prentun hafði sú leit ekki enn borið árangur. Lögreglustjórinn Josep Lluis Trapero greindi frá nýjustu upplýsingum í gær. Sagði hann tólfmenningana hafa skipulagt árásirnar í meira en hálft ár. Eins þeirra væri enn leitað og talið væri víst að hann hefði keyrt bílinn. Trapero vildi ekki greina frá nafni þess grunaða en eins og áður segir halda spænskir miðlar því fram að um Abouyaaqoub sé að ræða. Í frétt BBC segir að það hafi fengist staðfest að krítarkort Abouyaaqoub hafi verið notað til þess að leigja þrjá sendiferðabíla. Einn var notaður til að ráðast á Römbluna, annar fannst í bænum Vic og sá þriðji í bænum Ripoll, þar sem sumir hryðjuverkamannanna bjuggu. Trapero sagði enn fremur að enn ætti eftir að bera kennsl á líkamsleifar tveggja sem fundust í húsnæðinu í Alcanar. Halda spænskir miðlar því fram að þar gætu verið jarðneskar leifar Youssef Aallaa, bróður eins þeirra sem féllu í Cambrils, og Abdelbaki Es Satty, ímams frá Ripoll. „Við sjáum það skýrar og skýrar að þetta er staðurinn þar sem þeir undirbjuggu sprengjur fyrir eina eða fleiri árásir sem átti að gera á Barcelona. Við getum ekki enn sagt til um hvað varð til þess að hópurinn varð svo róttækur,“ sagði Trapero. HryðjuverkasellanLátnir:Moussa OukabirMohamed HychamiSaid AallaaOmar HychamiHoussaine AbouyaaqoubHandteknir:Driss OukabirSahal el-KaribMohammed AallaaMouhamed Houli ChemlalEftirlýstirYounes AbouyaaqoubYoussef AallaaAbdelbaki Es SattyNafngreind fórnarlömbJared Tucker frá Bandaríkjunum, 43 áraElke Vanbockrijck frá Belgíu, 44 áraSilvina Alejandra Pereyra frá Spáni, 40 áraCarmen Lopardo frá Argentínu, 80 áraPepita Codina frá Spáni, 75 áraFrancisco López Rodríguez, 57 áraBruno Gulotta frá Ítalíu, 35 áraLuca Russo frá Ítalíu, 25 áraJulian Cadman frá Ástralíu, 7 ára Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Tólf manna hryðjuverkasella sem stóð að árásinni á Römbluna í Barcelona í síðustu viku hafði safnað saman 120 gaskútum sem átti að nota í bílsprengjuárásir í borginni. Frá þessu greindi lögreglan í Katalóníu í gær. Lögregla fann kútana í húsnæði í smábænum Alcanar. Talið er að sellan hafi starfað í húsinu en það sprakk í loft upp á miðvikudagskvöld. Daginn eftir fann lögregla um tuttugu gaskúta í húsinu en síðan þá hefur fjöldi fundinna kúta sexfaldast. Þrettán féllu þegar árásarmaður keyrði sendiferðabíl niður Römbluna á fimmtudag og kona dó í árás í bænum Cambrils á föstudag. Þar voru fimm grunaðir hryðjuverkamenn skotnir til bana en lögregla greindi frá því um helgina að Moussa Oubakir, sem talinn var hafa keyrt bílinn, hafi verið einn hinna látnu.Younes Abouyaaqoub, grunaður um árásinaNú er hins vegar leitað að hinum marokkóska Younes Abouyaaqoub og greina spænskir fjölmiðlar frá því að Abouyaaqoub sé grunaður um að hafa keyrt bílinn. Leit hélt áfram í gær með öllum tiltækum ráðum en þegar Fréttablaðið fór í prentun hafði sú leit ekki enn borið árangur. Lögreglustjórinn Josep Lluis Trapero greindi frá nýjustu upplýsingum í gær. Sagði hann tólfmenningana hafa skipulagt árásirnar í meira en hálft ár. Eins þeirra væri enn leitað og talið væri víst að hann hefði keyrt bílinn. Trapero vildi ekki greina frá nafni þess grunaða en eins og áður segir halda spænskir miðlar því fram að um Abouyaaqoub sé að ræða. Í frétt BBC segir að það hafi fengist staðfest að krítarkort Abouyaaqoub hafi verið notað til þess að leigja þrjá sendiferðabíla. Einn var notaður til að ráðast á Römbluna, annar fannst í bænum Vic og sá þriðji í bænum Ripoll, þar sem sumir hryðjuverkamannanna bjuggu. Trapero sagði enn fremur að enn ætti eftir að bera kennsl á líkamsleifar tveggja sem fundust í húsnæðinu í Alcanar. Halda spænskir miðlar því fram að þar gætu verið jarðneskar leifar Youssef Aallaa, bróður eins þeirra sem féllu í Cambrils, og Abdelbaki Es Satty, ímams frá Ripoll. „Við sjáum það skýrar og skýrar að þetta er staðurinn þar sem þeir undirbjuggu sprengjur fyrir eina eða fleiri árásir sem átti að gera á Barcelona. Við getum ekki enn sagt til um hvað varð til þess að hópurinn varð svo róttækur,“ sagði Trapero. HryðjuverkasellanLátnir:Moussa OukabirMohamed HychamiSaid AallaaOmar HychamiHoussaine AbouyaaqoubHandteknir:Driss OukabirSahal el-KaribMohammed AallaaMouhamed Houli ChemlalEftirlýstirYounes AbouyaaqoubYoussef AallaaAbdelbaki Es SattyNafngreind fórnarlömbJared Tucker frá Bandaríkjunum, 43 áraElke Vanbockrijck frá Belgíu, 44 áraSilvina Alejandra Pereyra frá Spáni, 40 áraCarmen Lopardo frá Argentínu, 80 áraPepita Codina frá Spáni, 75 áraFrancisco López Rodríguez, 57 áraBruno Gulotta frá Ítalíu, 35 áraLuca Russo frá Ítalíu, 25 áraJulian Cadman frá Ástralíu, 7 ára
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira