Tólf manna hryðjuverkasella ætlaði sér að gera bílsprengjuárásir á Barcelona Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. ágúst 2017 06:00 Filippus Spánarkonungur nýtti helgina í að heimsækja fórnarlömb árásarinnar. Nordicphotos/AFP Tólf manna hryðjuverkasella sem stóð að árásinni á Römbluna í Barcelona í síðustu viku hafði safnað saman 120 gaskútum sem átti að nota í bílsprengjuárásir í borginni. Frá þessu greindi lögreglan í Katalóníu í gær. Lögregla fann kútana í húsnæði í smábænum Alcanar. Talið er að sellan hafi starfað í húsinu en það sprakk í loft upp á miðvikudagskvöld. Daginn eftir fann lögregla um tuttugu gaskúta í húsinu en síðan þá hefur fjöldi fundinna kúta sexfaldast. Þrettán féllu þegar árásarmaður keyrði sendiferðabíl niður Römbluna á fimmtudag og kona dó í árás í bænum Cambrils á föstudag. Þar voru fimm grunaðir hryðjuverkamenn skotnir til bana en lögregla greindi frá því um helgina að Moussa Oubakir, sem talinn var hafa keyrt bílinn, hafi verið einn hinna látnu.Younes Abouyaaqoub, grunaður um árásinaNú er hins vegar leitað að hinum marokkóska Younes Abouyaaqoub og greina spænskir fjölmiðlar frá því að Abouyaaqoub sé grunaður um að hafa keyrt bílinn. Leit hélt áfram í gær með öllum tiltækum ráðum en þegar Fréttablaðið fór í prentun hafði sú leit ekki enn borið árangur. Lögreglustjórinn Josep Lluis Trapero greindi frá nýjustu upplýsingum í gær. Sagði hann tólfmenningana hafa skipulagt árásirnar í meira en hálft ár. Eins þeirra væri enn leitað og talið væri víst að hann hefði keyrt bílinn. Trapero vildi ekki greina frá nafni þess grunaða en eins og áður segir halda spænskir miðlar því fram að um Abouyaaqoub sé að ræða. Í frétt BBC segir að það hafi fengist staðfest að krítarkort Abouyaaqoub hafi verið notað til þess að leigja þrjá sendiferðabíla. Einn var notaður til að ráðast á Römbluna, annar fannst í bænum Vic og sá þriðji í bænum Ripoll, þar sem sumir hryðjuverkamannanna bjuggu. Trapero sagði enn fremur að enn ætti eftir að bera kennsl á líkamsleifar tveggja sem fundust í húsnæðinu í Alcanar. Halda spænskir miðlar því fram að þar gætu verið jarðneskar leifar Youssef Aallaa, bróður eins þeirra sem féllu í Cambrils, og Abdelbaki Es Satty, ímams frá Ripoll. „Við sjáum það skýrar og skýrar að þetta er staðurinn þar sem þeir undirbjuggu sprengjur fyrir eina eða fleiri árásir sem átti að gera á Barcelona. Við getum ekki enn sagt til um hvað varð til þess að hópurinn varð svo róttækur,“ sagði Trapero. HryðjuverkasellanLátnir:Moussa OukabirMohamed HychamiSaid AallaaOmar HychamiHoussaine AbouyaaqoubHandteknir:Driss OukabirSahal el-KaribMohammed AallaaMouhamed Houli ChemlalEftirlýstirYounes AbouyaaqoubYoussef AallaaAbdelbaki Es SattyNafngreind fórnarlömbJared Tucker frá Bandaríkjunum, 43 áraElke Vanbockrijck frá Belgíu, 44 áraSilvina Alejandra Pereyra frá Spáni, 40 áraCarmen Lopardo frá Argentínu, 80 áraPepita Codina frá Spáni, 75 áraFrancisco López Rodríguez, 57 áraBruno Gulotta frá Ítalíu, 35 áraLuca Russo frá Ítalíu, 25 áraJulian Cadman frá Ástralíu, 7 ára Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Tólf manna hryðjuverkasella sem stóð að árásinni á Römbluna í Barcelona í síðustu viku hafði safnað saman 120 gaskútum sem átti að nota í bílsprengjuárásir í borginni. Frá þessu greindi lögreglan í Katalóníu í gær. Lögregla fann kútana í húsnæði í smábænum Alcanar. Talið er að sellan hafi starfað í húsinu en það sprakk í loft upp á miðvikudagskvöld. Daginn eftir fann lögregla um tuttugu gaskúta í húsinu en síðan þá hefur fjöldi fundinna kúta sexfaldast. Þrettán féllu þegar árásarmaður keyrði sendiferðabíl niður Römbluna á fimmtudag og kona dó í árás í bænum Cambrils á föstudag. Þar voru fimm grunaðir hryðjuverkamenn skotnir til bana en lögregla greindi frá því um helgina að Moussa Oubakir, sem talinn var hafa keyrt bílinn, hafi verið einn hinna látnu.Younes Abouyaaqoub, grunaður um árásinaNú er hins vegar leitað að hinum marokkóska Younes Abouyaaqoub og greina spænskir fjölmiðlar frá því að Abouyaaqoub sé grunaður um að hafa keyrt bílinn. Leit hélt áfram í gær með öllum tiltækum ráðum en þegar Fréttablaðið fór í prentun hafði sú leit ekki enn borið árangur. Lögreglustjórinn Josep Lluis Trapero greindi frá nýjustu upplýsingum í gær. Sagði hann tólfmenningana hafa skipulagt árásirnar í meira en hálft ár. Eins þeirra væri enn leitað og talið væri víst að hann hefði keyrt bílinn. Trapero vildi ekki greina frá nafni þess grunaða en eins og áður segir halda spænskir miðlar því fram að um Abouyaaqoub sé að ræða. Í frétt BBC segir að það hafi fengist staðfest að krítarkort Abouyaaqoub hafi verið notað til þess að leigja þrjá sendiferðabíla. Einn var notaður til að ráðast á Römbluna, annar fannst í bænum Vic og sá þriðji í bænum Ripoll, þar sem sumir hryðjuverkamannanna bjuggu. Trapero sagði enn fremur að enn ætti eftir að bera kennsl á líkamsleifar tveggja sem fundust í húsnæðinu í Alcanar. Halda spænskir miðlar því fram að þar gætu verið jarðneskar leifar Youssef Aallaa, bróður eins þeirra sem féllu í Cambrils, og Abdelbaki Es Satty, ímams frá Ripoll. „Við sjáum það skýrar og skýrar að þetta er staðurinn þar sem þeir undirbjuggu sprengjur fyrir eina eða fleiri árásir sem átti að gera á Barcelona. Við getum ekki enn sagt til um hvað varð til þess að hópurinn varð svo róttækur,“ sagði Trapero. HryðjuverkasellanLátnir:Moussa OukabirMohamed HychamiSaid AallaaOmar HychamiHoussaine AbouyaaqoubHandteknir:Driss OukabirSahal el-KaribMohammed AallaaMouhamed Houli ChemlalEftirlýstirYounes AbouyaaqoubYoussef AallaaAbdelbaki Es SattyNafngreind fórnarlömbJared Tucker frá Bandaríkjunum, 43 áraElke Vanbockrijck frá Belgíu, 44 áraSilvina Alejandra Pereyra frá Spáni, 40 áraCarmen Lopardo frá Argentínu, 80 áraPepita Codina frá Spáni, 75 áraFrancisco López Rodríguez, 57 áraBruno Gulotta frá Ítalíu, 35 áraLuca Russo frá Ítalíu, 25 áraJulian Cadman frá Ástralíu, 7 ára
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira