Staðfestir að Abouyaaqoub hafi ekið bílnum Atli Ísleifsson skrifar 21. ágúst 2017 11:24 Lögreglustjórinn Josep Lluís Trapero segir að af þeim tólf mönnum sem grunaðir eru um aðild að árásinni sé einungis einn, Abouyaaqoub, sem sé enn leitað. Vísir/getty Lögregla á Spáni hefur staðfest að hinn 22 ára Younes Abouyaaqoub hafi verið sá sem ók hvíta sendiferðabílnum á gangandi vegfarendur á Römblunni í Barcelona á fimmtudag þar sem þrettán létu lífið. Abouyaaqoub er nú leitað alls staðar í Evrópu. Í frétt BBC er haft eftir lögreglu að ekki sé talið útilokað að Abouyaaqoub hafi flúið yfir landamærin til Frakklands. Spænskir fjölmiðlar hafa birt nýjar myndir úr öryggismyndavélum þar sem sjá má Abouyaaqoub flýja fótgangandi af vettvangi. Sést hann fara, klæddur sólgleraugum, í gegnum markaðinn La Boqueria frá Römblunni, ásamt öðrum sem eru að flýja frá vettvangi.Lögregla í Katalóníu hefur birt nýjar myndir af hinum 22 ára Younes Abouyaaqoub.Mossos d'EsuadraLögregla rannsakar nú hvort að Abouyaaqoub hafi stungið spænskan mann og stolið bíl hans um níutíu mínútum eftir árásina á Römblunni. Um tveimur tímum eftir árásina fannst hinn 34 ára Pau Pérez frá bænum Vila Franca látinn. Hann er því talinn vera sá fimmtándi sem lét lífið í hryðjuverkaárásinni. Alls fórust þrettán manns þegar bílnum var ekið niður Römbluna og þá fórst ein kona í árás í bænum Cambrils nokkrum tímum síðar. Lögreglustjórinn Josep Lluís Trapero sagði frá því í gær að af þeim tólf mönnum sem grunaðir eru um aðild að árásinni sé einungis einn, Abouyaaqoub, sem sé enn leitað. Fimm þeirra létu lífið í Cambrils, fjórir eru í haldi lögreglu og enn eigi eftir að bera kennsl á líkamsleifar tveggja manna sem fórust eftir að springing varð í húsi í bænum Alcanar, suður af Barcelona á miðvikudagskvöldið. Telur lögregla að húsið hafi verið notað sem sprengjuverksmiðja fyrir enn skæðari árás. Hryðjuverk í Barcelona Tengdar fréttir Hryðjuverk í Barselóna: Telja ökumann bifreiðarinnar hafa flúið til Frakklands Lögreglan segjast ekki geta útilokað að Younes hafi komist yfir landamæri Frakklands og dvelji nú þar. 20. ágúst 2017 17:57 Tólf manna hryðjuverkasella ætlaði sér að gera bílsprengjuárásir á Barcelona Tólf hryðjuverkamenn ætluðu að gera fleiri árásir á Barcelona. Younes Abouyaaqoub er grunaður um að hafa ráðist á Römbluna og myrt þrettán. Krítarkort hans var notað til þess að leigja sendiferðabílinn sem var notaður í árásinni. 21. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Lögregla á Spáni hefur staðfest að hinn 22 ára Younes Abouyaaqoub hafi verið sá sem ók hvíta sendiferðabílnum á gangandi vegfarendur á Römblunni í Barcelona á fimmtudag þar sem þrettán létu lífið. Abouyaaqoub er nú leitað alls staðar í Evrópu. Í frétt BBC er haft eftir lögreglu að ekki sé talið útilokað að Abouyaaqoub hafi flúið yfir landamærin til Frakklands. Spænskir fjölmiðlar hafa birt nýjar myndir úr öryggismyndavélum þar sem sjá má Abouyaaqoub flýja fótgangandi af vettvangi. Sést hann fara, klæddur sólgleraugum, í gegnum markaðinn La Boqueria frá Römblunni, ásamt öðrum sem eru að flýja frá vettvangi.Lögregla í Katalóníu hefur birt nýjar myndir af hinum 22 ára Younes Abouyaaqoub.Mossos d'EsuadraLögregla rannsakar nú hvort að Abouyaaqoub hafi stungið spænskan mann og stolið bíl hans um níutíu mínútum eftir árásina á Römblunni. Um tveimur tímum eftir árásina fannst hinn 34 ára Pau Pérez frá bænum Vila Franca látinn. Hann er því talinn vera sá fimmtándi sem lét lífið í hryðjuverkaárásinni. Alls fórust þrettán manns þegar bílnum var ekið niður Römbluna og þá fórst ein kona í árás í bænum Cambrils nokkrum tímum síðar. Lögreglustjórinn Josep Lluís Trapero sagði frá því í gær að af þeim tólf mönnum sem grunaðir eru um aðild að árásinni sé einungis einn, Abouyaaqoub, sem sé enn leitað. Fimm þeirra létu lífið í Cambrils, fjórir eru í haldi lögreglu og enn eigi eftir að bera kennsl á líkamsleifar tveggja manna sem fórust eftir að springing varð í húsi í bænum Alcanar, suður af Barcelona á miðvikudagskvöldið. Telur lögregla að húsið hafi verið notað sem sprengjuverksmiðja fyrir enn skæðari árás.
Hryðjuverk í Barcelona Tengdar fréttir Hryðjuverk í Barselóna: Telja ökumann bifreiðarinnar hafa flúið til Frakklands Lögreglan segjast ekki geta útilokað að Younes hafi komist yfir landamæri Frakklands og dvelji nú þar. 20. ágúst 2017 17:57 Tólf manna hryðjuverkasella ætlaði sér að gera bílsprengjuárásir á Barcelona Tólf hryðjuverkamenn ætluðu að gera fleiri árásir á Barcelona. Younes Abouyaaqoub er grunaður um að hafa ráðist á Römbluna og myrt þrettán. Krítarkort hans var notað til þess að leigja sendiferðabílinn sem var notaður í árásinni. 21. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Hryðjuverk í Barselóna: Telja ökumann bifreiðarinnar hafa flúið til Frakklands Lögreglan segjast ekki geta útilokað að Younes hafi komist yfir landamæri Frakklands og dvelji nú þar. 20. ágúst 2017 17:57
Tólf manna hryðjuverkasella ætlaði sér að gera bílsprengjuárásir á Barcelona Tólf hryðjuverkamenn ætluðu að gera fleiri árásir á Barcelona. Younes Abouyaaqoub er grunaður um að hafa ráðist á Römbluna og myrt þrettán. Krítarkort hans var notað til þess að leigja sendiferðabílinn sem var notaður í árásinni. 21. ágúst 2017 06:00