Vilja lagavernd vegna óbólusettra barna Andri Ólafsson skrifar 24. mars 2017 07:00 Karen E. Halldórsdóttir. vísir/anton brink „Ég er bara komin á þá skoðun í mörgum málum að friðhelgi og persónuhelgi verði bara stundum að víkja fyrir almannaheill, til að vernda þá sem minna mega sín. Við verðum bara að láta okkur hafa það,“ segir Karen E. Halldórsdóttir, varaformaður bæjarráðs Kópavogs. Karen fékk lögmenn bæjarins til að kanna möguleika á því að hugmyndir hennar geti orðið að veruleika. Til dæmis hvort bærinn geti safnað upplýsingum um bólusetningar barna í bænum, hvort heimilt sé að deila upplýsingum um óbólusett börn og hvort bærinn geti hreinlega gert þá kröfu að leikskólabörn framvísi bólusetningarvottorði. Lögfræðingarnir segja að ekkert af þessu sé heimilt. Karen vill hins vegar að lögum verði breytt til þess að skólayfirvöld geti með einhverjum hætti brugðist við óbólusettum börnum. Og hún skorar á Alþingi að gera það. „Það er auðvitað bara alþjóðavæðing, fólksflutningar eru mjög algengir, hér er fólk að setjast að frá öllum heimshornum sem er ekkert endilega vel bólusett eins og við erum hér. Við erum bara óvarin og eigum að leyfa börnunum að njóta vafans finnst mér,“ segir Karen. Karen segir að þótt bólusettum börnum á leikskóla stafi ekki hætta af óbólusettum börnum, þá geti bólusett barn til dæmis borið með sér sjúkdóm heim til lítilla óbólusettra systkina og sett þau í smithættu. Upphafið að áhyggjum Karenar má rekja til veikinda dóttur Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur iðnaðarráðherra sem smitaðist sex vikna gömul af kíghósta. „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín; skammist ykkar og lesið ykkur til,“ sagði Þórdís á Facebook af því tilefni í desember. Aðspurð hvort Karen sé tilbúin að ganga enn lengra og gera hreinlega að skilyrði fyrir leikskólaplássi að börn hafi verið bólusett svarar hún: „Ég er tilbúin að skoða það.“ Þrír aðrir af sex fulltrúum sem sátu bæjarráðsfund í gær tóku undir bókun Karenar um að „hvetja Alþingi til að íhuga heimildir sveitarfélaga um upplýsingagjöf, á leikskólum og í skólum, vegna bólusetninga til þess að vernda hagsmuni heildarinnar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Ég er bara komin á þá skoðun í mörgum málum að friðhelgi og persónuhelgi verði bara stundum að víkja fyrir almannaheill, til að vernda þá sem minna mega sín. Við verðum bara að láta okkur hafa það,“ segir Karen E. Halldórsdóttir, varaformaður bæjarráðs Kópavogs. Karen fékk lögmenn bæjarins til að kanna möguleika á því að hugmyndir hennar geti orðið að veruleika. Til dæmis hvort bærinn geti safnað upplýsingum um bólusetningar barna í bænum, hvort heimilt sé að deila upplýsingum um óbólusett börn og hvort bærinn geti hreinlega gert þá kröfu að leikskólabörn framvísi bólusetningarvottorði. Lögfræðingarnir segja að ekkert af þessu sé heimilt. Karen vill hins vegar að lögum verði breytt til þess að skólayfirvöld geti með einhverjum hætti brugðist við óbólusettum börnum. Og hún skorar á Alþingi að gera það. „Það er auðvitað bara alþjóðavæðing, fólksflutningar eru mjög algengir, hér er fólk að setjast að frá öllum heimshornum sem er ekkert endilega vel bólusett eins og við erum hér. Við erum bara óvarin og eigum að leyfa börnunum að njóta vafans finnst mér,“ segir Karen. Karen segir að þótt bólusettum börnum á leikskóla stafi ekki hætta af óbólusettum börnum, þá geti bólusett barn til dæmis borið með sér sjúkdóm heim til lítilla óbólusettra systkina og sett þau í smithættu. Upphafið að áhyggjum Karenar má rekja til veikinda dóttur Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur iðnaðarráðherra sem smitaðist sex vikna gömul af kíghósta. „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín; skammist ykkar og lesið ykkur til,“ sagði Þórdís á Facebook af því tilefni í desember. Aðspurð hvort Karen sé tilbúin að ganga enn lengra og gera hreinlega að skilyrði fyrir leikskólaplássi að börn hafi verið bólusett svarar hún: „Ég er tilbúin að skoða það.“ Þrír aðrir af sex fulltrúum sem sátu bæjarráðsfund í gær tóku undir bókun Karenar um að „hvetja Alþingi til að íhuga heimildir sveitarfélaga um upplýsingagjöf, á leikskólum og í skólum, vegna bólusetninga til þess að vernda hagsmuni heildarinnar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira