Samflokksmenn Trump átelja hann fyrir hótanir um lokun alríkisstjórnarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. ágúst 2017 21:39 Paul Ryan er forseti fulltrúadeildar bandaríkjaþings. Vísir/Getty Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni samþykki Bandaríkjaþing ekki að fjármagna umdeildan landamæravegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Reuters greinir frá. Landamæraveggurinn var eitt helsta kosningaloforð Trump fyrir forsetakosningarnar á síðasta ári og í ræðu sem hann hélt í Phoenix í gær hótaði hann láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast ef Bandaríkjaþing samþykkir ekki fjárveitingar til landamæramúrsins. Bandaríkjaþing snýr aftur til starfa þann 5. september næstkomandi eftir sumarfrí og hafa þingmenn 12 starfsdaga til þess að samþykkja aðgerðir sem tryggja áframhaldandi rekstur alríkisstjórnarinnar. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn valdamesti maður innan Repúblikanaflokksins sagði að þrátt fyrir að veggurinn á milli Bandaríkjanna og Mexíkó væru nauðsynlegur væri óþarfi að hóta því að hætta að fjármagna alríkisstjórnina. „Ég held að enginn hafi áhuga á slíkri stöðvun,“ sagði Ryan við fjölmiðla í dag. „Ég held að það sé ekki okkur til hagsbóta. Formaður fjárveitingardeildar fulltrúadeildarinnar, Tom Cole, sem er samflokksmaður Trump og Ryan lét hafa eftir sér að stöðvun alríkisstjórnarinnar væri óskynsamlegt og að slík aðgerð gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir flokkinn sem stýrir báðum deildum þingsins sem og Hvíta húsinu. „Ef að þú stýrir báðum deildum þingsins sem og Hvíta húsinu og ætlar að stöðva alríkisstjórnina held ég að það sé ekki góð hugmynd, hvorki frá pólitískum né praktískum sjónarmiðum,“ sagði Cole. Donald Trump Tengdar fréttir Dregur hæfni Trump til að gegna embætti í efa Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustumála Bandaríkjanna fannst fjöldafundur Trump forseta í gær ógnvekjandi og truflandi. Hann dregur hæfni Trump til að gegna embætti í efa. 23. ágúst 2017 15:49 Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Vill kaupa Twitter til að losna við Trump Valerie Plame Wilson, fyrrverandi starfsmaður CIA, leitar nú að fjármagni með hjálp hópfjármögnunar til þess að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter. 23. ágúst 2017 18:17 Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum. 23. ágúst 2017 15:46 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Samflokksmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta í Repúblikanaflokknum gefa lítið fyrir hótanir hans um að loka alríkisstjórninni samþykki Bandaríkjaþing ekki að fjármagna umdeildan landamæravegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Reuters greinir frá. Landamæraveggurinn var eitt helsta kosningaloforð Trump fyrir forsetakosningarnar á síðasta ári og í ræðu sem hann hélt í Phoenix í gær hótaði hann láta rekstur alríkisstjórnarinnar stöðvast ef Bandaríkjaþing samþykkir ekki fjárveitingar til landamæramúrsins. Bandaríkjaþing snýr aftur til starfa þann 5. september næstkomandi eftir sumarfrí og hafa þingmenn 12 starfsdaga til þess að samþykkja aðgerðir sem tryggja áframhaldandi rekstur alríkisstjórnarinnar. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn valdamesti maður innan Repúblikanaflokksins sagði að þrátt fyrir að veggurinn á milli Bandaríkjanna og Mexíkó væru nauðsynlegur væri óþarfi að hóta því að hætta að fjármagna alríkisstjórnina. „Ég held að enginn hafi áhuga á slíkri stöðvun,“ sagði Ryan við fjölmiðla í dag. „Ég held að það sé ekki okkur til hagsbóta. Formaður fjárveitingardeildar fulltrúadeildarinnar, Tom Cole, sem er samflokksmaður Trump og Ryan lét hafa eftir sér að stöðvun alríkisstjórnarinnar væri óskynsamlegt og að slík aðgerð gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir flokkinn sem stýrir báðum deildum þingsins sem og Hvíta húsinu. „Ef að þú stýrir báðum deildum þingsins sem og Hvíta húsinu og ætlar að stöðva alríkisstjórnina held ég að það sé ekki góð hugmynd, hvorki frá pólitískum né praktískum sjónarmiðum,“ sagði Cole.
Donald Trump Tengdar fréttir Dregur hæfni Trump til að gegna embætti í efa Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustumála Bandaríkjanna fannst fjöldafundur Trump forseta í gær ógnvekjandi og truflandi. Hann dregur hæfni Trump til að gegna embætti í efa. 23. ágúst 2017 15:49 Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26 Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30 Vill kaupa Twitter til að losna við Trump Valerie Plame Wilson, fyrrverandi starfsmaður CIA, leitar nú að fjármagni með hjálp hópfjármögnunar til þess að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter. 23. ágúst 2017 18:17 Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum. 23. ágúst 2017 15:46 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Dregur hæfni Trump til að gegna embætti í efa Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustumála Bandaríkjanna fannst fjöldafundur Trump forseta í gær ógnvekjandi og truflandi. Hann dregur hæfni Trump til að gegna embætti í efa. 23. ágúst 2017 15:49
Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26
Kalt stríð sagt ríkja á milli Trump og McConnell Samband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er sagt vera komið á það stig að þeir hafi ekki talast við vikum saman 22. ágúst 2017 23:30
Vill kaupa Twitter til að losna við Trump Valerie Plame Wilson, fyrrverandi starfsmaður CIA, leitar nú að fjármagni með hjálp hópfjármögnunar til þess að kaupa samfélagsmiðilinn Twitter. 23. ágúst 2017 18:17
Hillary hryllti við að eiga við „ógeðið“ Trump Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í fyrra, hryllti við þegar Donald Trump, mótframbjóðandi hennar og nú forseti Bandaríkjanna, kom inn í hennar persónulega rými í kappræðum. 23. ágúst 2017 15:46