Erlent

Fimm létu lífið í Ölpunum

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Sá sem lifði fallið af hefur verið fluttur á spítala í Salzburg.
Sá sem lifði fallið af hefur verið fluttur á spítala í Salzburg. Vísir/AFP
Fimm fjallgöngumenn hröpuðu til bana í austurrísku ölpunum í morgun. Þá er sá sjötti alvarlega slasaður. BBC greinir frá. 

Fimm björgunarþyrlur voru sendar á slysstað en yfirvöld á svæðinu segja orsök slyssins enn óljós. Anton Voithofer, sem hefur farið fyrir björgunarliði Rauða krossins, segir að reipið sem batt mennina saman hafi að öllum líkindum losnað.

Sá sem lifði fallið af hefur verið fluttur á spítala í Salzburg. Upplýsingar um nöfn og þjóðerni fjallgöngumannanna liggja ekki fyrir að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×