Dularfullu hljóðvopni mögulega beitt gegn sendiráðsmönnum á Kúbu Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2017 15:24 Bandaríska sendiráðið í Havana. Löndin tvö tóku upp formlegt samband fyrir tveimur árum eftir fimmtíu ára óvild. Vísir/AFP Bandarísk stjórnvöld hafa rekið tvo kúbanska erindreka úr landi í kjölfar þess að starfsmenn í sendiráði þeirra í Havana veiktust við undarlegar kringumstæður. Sendiráðsstarfsmennirnir eru sagðir þjást af heyrnartapi.AP-fréttastofan segir frá því að heyrnartapið gæti tengst einhvers konar leynilegu tæki sem gefur frá sér hljóð sem mannleg heyrn greinir ekki en geta valdið heyrnarleysi. Haft er eftir ónefndum bandarískum embættismönnum að rannsókn hafi leitt í ljós að slík tæki hafi verið notuð gegn sendiráðsmönnunum annað hvort inni á heimilum þeirra eða fyrir utan þau.Þriðja ríki gæti borið ábyrgðinaFimm starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Havana, þar á meðal makar, eru sagðir hafa orðið fyrir heyrnartapi, fyrst seint á síðasta ári. Rannsakendur útiloka ekki að útsendarar annars ríkis, til dæmis Rússlands, gætu staðið að baki atvikunum. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segist þó ekki hafa nein skýr svör um orsakir eða uppruna atvikanna á reiðum höndum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnvöld á Kúbu segja brottrekstur erindreka sinna tilefnislausan en að þau séu að rannsaka málið. Lýsa þau sig reiðubúin að vinna með bandarískum stjórnvöldum að varpa ljósi á það. „Kúba hefur aldrei og myndi aldrei heimila að kúbanskt landsvæði væri notað undir nokkurs konar aðgerðir gegn opinberum erindrekum eða fjölskyldum þeirra,“ segir utanríkisráðuneyti Kúbu. Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld hafa rekið tvo kúbanska erindreka úr landi í kjölfar þess að starfsmenn í sendiráði þeirra í Havana veiktust við undarlegar kringumstæður. Sendiráðsstarfsmennirnir eru sagðir þjást af heyrnartapi.AP-fréttastofan segir frá því að heyrnartapið gæti tengst einhvers konar leynilegu tæki sem gefur frá sér hljóð sem mannleg heyrn greinir ekki en geta valdið heyrnarleysi. Haft er eftir ónefndum bandarískum embættismönnum að rannsókn hafi leitt í ljós að slík tæki hafi verið notuð gegn sendiráðsmönnunum annað hvort inni á heimilum þeirra eða fyrir utan þau.Þriðja ríki gæti borið ábyrgðinaFimm starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Havana, þar á meðal makar, eru sagðir hafa orðið fyrir heyrnartapi, fyrst seint á síðasta ári. Rannsakendur útiloka ekki að útsendarar annars ríkis, til dæmis Rússlands, gætu staðið að baki atvikunum. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segist þó ekki hafa nein skýr svör um orsakir eða uppruna atvikanna á reiðum höndum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnvöld á Kúbu segja brottrekstur erindreka sinna tilefnislausan en að þau séu að rannsaka málið. Lýsa þau sig reiðubúin að vinna með bandarískum stjórnvöldum að varpa ljósi á það. „Kúba hefur aldrei og myndi aldrei heimila að kúbanskt landsvæði væri notað undir nokkurs konar aðgerðir gegn opinberum erindrekum eða fjölskyldum þeirra,“ segir utanríkisráðuneyti Kúbu.
Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira