Tottenham er búið að leggja fram tilboð í kólumbísak varnarmanninn Davinson Sanchez hjá Ajax ef marka má fjölmiðla ytra.
Talið er að Tottenham sé tilbúið að greiða 35 milljónir punda fyrir Sanchez sem kom til hollenska félagsins á síðasta ári frá Atlético Nacional.
Yrði hann þriðji miðvörður liðsins sem hefur leikið með Ajax á eftir Toby Alderweireld og Jan Vertonghen.
Fari félagsskiptin í gegn verður hann dýrasti leikmaður í sögu Tottenham þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall en Moussa Sissoko og Erik Lamela eru í dag dýrstu leikmenn í sögu félagsins á 30. milljónir punda.
Tottenham er eina liðið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur enn ekki keypt leikmann í sumarglugganum en félagið seldi bakvörðinn Kyle Walker fyrir þáverandi metfé fyrir varnarmann, 50 milljónir punda, til Manchester City, fyrr í sumar.
Tottenham búið að leggja fram tilboð í Sanchez

Mest lesið

Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð
Enski boltinn

Karlremban Chicharito í klandri
Fótbolti







Isak fer ekki í æfingaferðina
Enski boltinn
