Ólafur Þór: Betra liðið vann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 19:27 Ólafur stýrði Stjörnunni til sigurs í dag. Það var að vonum glatt yfir Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar, eftir sigur liðsins gegn Val í undanúrslitaleik Borgunarbikarsins sem fram fór í Garðabænum í dag. „Frábærlega ánægður með liðið, hvernig við spiluðum og hvernig planið gekk upp. Virkilega ánægður með að komast í stærsta leik tímabilsins. Það var markmiðið og það tókst.“ Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið í leiknum á 113. mínútu, en framlengja þurfti leikinn eftir að hvorugt lið náði að skora að loknum 90 mínútum. „Við vorum að fá færi í þessu og mikið með boltann, þær lágu til baka. Það var gott að klára þetta í venjulegum leiktíma því vítakeppni er bara happa glappa og hefði getað farið hvernig sem er. Mér fannst betra liðið vinna í dag.“ „Þetta var mikið hlaup, hörku leikur og mikið um pústra. Dómarinn leyfði mikið, sem var bara fínt, þannig að það var aðeins farið að síga á seinni hlutann. Við sjáum Gummu koma inn með góðan kraft og klára þetta fyrir okkur og það var bara frábært.“ Úrslitaleikurinn fer fram föstudaginn 8. september klukkan 19:15, sem er óvenjuleg tímasetning. Ólafur hafði þó ekki miklar skoðanir á því. „Ég er bara ekki farinn að hugsa svo langt. Við erum að spila við þær aftur á fimmtudaginn og svo erum við að fara út á sunnudaginn svo það er bara næsti leikur. Ég er ekki búinn að hugsa hvernig það stendur, en það verður örugglega skemmtilegt. Vona að það verði fleiri áhorfendur heldur en í dag.“ Næsti deildarleikur Stjörnunnar er á móti Vals, og fannst Ólafi það ágætt að mæta þeim aftur eftir svo stuttan tíma. „Það er bara gaman að spila hörkuleiki, og þetta var hörkuleikur. Valur er með mjög gott lið svo það er bara skemmtilegt. Svo verða menn bara að standast pressuna og sjá hvort við getum unnið þær aftur þá.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 1 - 0 Valur | Stjarnan í úrslitaleikinn eftir framlengingu | Sjáðu sigurmarkið Það þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í undanúrslitaviðureign Stjörnunnar og Vals í Borgunarbikar kvenna í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið á 113. mínútu. 13. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Það var að vonum glatt yfir Ólafi Þór Guðbjörnssyni, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar, eftir sigur liðsins gegn Val í undanúrslitaleik Borgunarbikarsins sem fram fór í Garðabænum í dag. „Frábærlega ánægður með liðið, hvernig við spiluðum og hvernig planið gekk upp. Virkilega ánægður með að komast í stærsta leik tímabilsins. Það var markmiðið og það tókst.“ Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið í leiknum á 113. mínútu, en framlengja þurfti leikinn eftir að hvorugt lið náði að skora að loknum 90 mínútum. „Við vorum að fá færi í þessu og mikið með boltann, þær lágu til baka. Það var gott að klára þetta í venjulegum leiktíma því vítakeppni er bara happa glappa og hefði getað farið hvernig sem er. Mér fannst betra liðið vinna í dag.“ „Þetta var mikið hlaup, hörku leikur og mikið um pústra. Dómarinn leyfði mikið, sem var bara fínt, þannig að það var aðeins farið að síga á seinni hlutann. Við sjáum Gummu koma inn með góðan kraft og klára þetta fyrir okkur og það var bara frábært.“ Úrslitaleikurinn fer fram föstudaginn 8. september klukkan 19:15, sem er óvenjuleg tímasetning. Ólafur hafði þó ekki miklar skoðanir á því. „Ég er bara ekki farinn að hugsa svo langt. Við erum að spila við þær aftur á fimmtudaginn og svo erum við að fara út á sunnudaginn svo það er bara næsti leikur. Ég er ekki búinn að hugsa hvernig það stendur, en það verður örugglega skemmtilegt. Vona að það verði fleiri áhorfendur heldur en í dag.“ Næsti deildarleikur Stjörnunnar er á móti Vals, og fannst Ólafi það ágætt að mæta þeim aftur eftir svo stuttan tíma. „Það er bara gaman að spila hörkuleiki, og þetta var hörkuleikur. Valur er með mjög gott lið svo það er bara skemmtilegt. Svo verða menn bara að standast pressuna og sjá hvort við getum unnið þær aftur þá.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 1 - 0 Valur | Stjarnan í úrslitaleikinn eftir framlengingu | Sjáðu sigurmarkið Það þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í undanúrslitaviðureign Stjörnunnar og Vals í Borgunarbikar kvenna í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið á 113. mínútu. 13. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan 1 - 0 Valur | Stjarnan í úrslitaleikinn eftir framlengingu | Sjáðu sigurmarkið Það þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í undanúrslitaviðureign Stjörnunnar og Vals í Borgunarbikar kvenna í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmarkið á 113. mínútu. 13. ágúst 2017 19:30