Maduro fyrirskipar miklar heræfingar eftir ummæli Trump Atli Ísleifsson skrifar 15. ágúst 2017 08:18 Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist á föstudaginn ekki útiloka hernaðarinngrip í Venesúela. Vísir/AFP Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur fyrirskipað umfangsmiklar heræfingar í landinu eftir ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um hernaðarlega íhlutun í Venesúela vegna óaldarinnar sem þar ríkir. Maduro sagði í sjónvarpsávarpi að almenningur þurfi að vera reiðubúinn að verja heimalandið gegn oki bandarískra heimsvaldssinna. Áætlað er að heræfingarnar fari fram dagana 26. og 27. ágúst næstkomandi. Trump sagðist á föstudaginn ekki útiloka hernaðarinngrip í Venesúela, en umfangsmikil mótmæli hafa farið fram í landinu undanfarna mánuði og hefur Maduro verið sakaður um einræðistilburði. Leiðtogar ríkja í Suður-Ameríku hafa fordæmt orð Trump, sem og leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Venesúela. Nýverið voru haldnar umdeildar kosningar til nýs umdeilds stjórnlagaþings sem gera á breytingar á stjórnarskrá landsins. Stjórnarandstaðan er með meirihluta á löggjafarþinginu.120 látið lífið í Venesúela „Við höfum marga möguleika í Venesúela,“ sagði Trump. „Þeir eru nágrannar okkar. Við erum með hermenn út um allan heim og á stöðum sem eru mjög langt í burtu. Venesúela er ekki langt í burtu og fólkið þar er að þjást og þau eru að deyja. Við höfum marga möguleika í Venesúela og þar á meðal mögulegt hernaðarinngrip.“ Um 120 manns hafa látið lífið í mótmælum í Venesúela síðustu mánuði. Tengdar fréttir Útilokar ekki hernaðarinngrip í Venesúela „Við höfum marga möguleika í Venesúela og þar á meðal mögulegt hernaðarinngrip.“ 11. ágúst 2017 23:15 Trump veldur titringi í Rómönsku-Ameríku Suðurameríska fríverslunar- og tollabandalagið Mercosur hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að segjast vera að íhuga hernaðaríhlutun í Venesúela og fullyrða að samtal og samningar séu einu leiðirnar til að efla framgang lýðræðis í Venesúela. 12. ágúst 2017 23:48 Segir hótanir um hernaðarinngrip vera brjálæði ofstækisfullrar elítu Varnarmálaráðherra Venesúela, Vladimir Padrino, segir hótanir um mögulegt hernaðarinngrip Bandaríkjanna í Venesúela vera „brjálæði“ og að þær beri vott um gríðarlegar öfgar Bandaríkjaforseta. 12. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur fyrirskipað umfangsmiklar heræfingar í landinu eftir ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um hernaðarlega íhlutun í Venesúela vegna óaldarinnar sem þar ríkir. Maduro sagði í sjónvarpsávarpi að almenningur þurfi að vera reiðubúinn að verja heimalandið gegn oki bandarískra heimsvaldssinna. Áætlað er að heræfingarnar fari fram dagana 26. og 27. ágúst næstkomandi. Trump sagðist á föstudaginn ekki útiloka hernaðarinngrip í Venesúela, en umfangsmikil mótmæli hafa farið fram í landinu undanfarna mánuði og hefur Maduro verið sakaður um einræðistilburði. Leiðtogar ríkja í Suður-Ameríku hafa fordæmt orð Trump, sem og leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Venesúela. Nýverið voru haldnar umdeildar kosningar til nýs umdeilds stjórnlagaþings sem gera á breytingar á stjórnarskrá landsins. Stjórnarandstaðan er með meirihluta á löggjafarþinginu.120 látið lífið í Venesúela „Við höfum marga möguleika í Venesúela,“ sagði Trump. „Þeir eru nágrannar okkar. Við erum með hermenn út um allan heim og á stöðum sem eru mjög langt í burtu. Venesúela er ekki langt í burtu og fólkið þar er að þjást og þau eru að deyja. Við höfum marga möguleika í Venesúela og þar á meðal mögulegt hernaðarinngrip.“ Um 120 manns hafa látið lífið í mótmælum í Venesúela síðustu mánuði.
Tengdar fréttir Útilokar ekki hernaðarinngrip í Venesúela „Við höfum marga möguleika í Venesúela og þar á meðal mögulegt hernaðarinngrip.“ 11. ágúst 2017 23:15 Trump veldur titringi í Rómönsku-Ameríku Suðurameríska fríverslunar- og tollabandalagið Mercosur hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að segjast vera að íhuga hernaðaríhlutun í Venesúela og fullyrða að samtal og samningar séu einu leiðirnar til að efla framgang lýðræðis í Venesúela. 12. ágúst 2017 23:48 Segir hótanir um hernaðarinngrip vera brjálæði ofstækisfullrar elítu Varnarmálaráðherra Venesúela, Vladimir Padrino, segir hótanir um mögulegt hernaðarinngrip Bandaríkjanna í Venesúela vera „brjálæði“ og að þær beri vott um gríðarlegar öfgar Bandaríkjaforseta. 12. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Útilokar ekki hernaðarinngrip í Venesúela „Við höfum marga möguleika í Venesúela og þar á meðal mögulegt hernaðarinngrip.“ 11. ágúst 2017 23:15
Trump veldur titringi í Rómönsku-Ameríku Suðurameríska fríverslunar- og tollabandalagið Mercosur hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að segjast vera að íhuga hernaðaríhlutun í Venesúela og fullyrða að samtal og samningar séu einu leiðirnar til að efla framgang lýðræðis í Venesúela. 12. ágúst 2017 23:48
Segir hótanir um hernaðarinngrip vera brjálæði ofstækisfullrar elítu Varnarmálaráðherra Venesúela, Vladimir Padrino, segir hótanir um mögulegt hernaðarinngrip Bandaríkjanna í Venesúela vera „brjálæði“ og að þær beri vott um gríðarlegar öfgar Bandaríkjaforseta. 12. ágúst 2017 10:00