Segir hótanir um hernaðarinngrip vera brjálæði ofstækisfullrar elítu Ingvar Þór Björnsson skrifar 12. ágúst 2017 10:00 Nicolas Maduro, forseti Venesúela, og Vladimir Padrino, varnarmálaráðherra landsins, á hersýningu fyrr í sumar. Vísir/AFP Varnarmálaráðherra Venesúela, Vladimir Padrino, segir hótanir um mögulegt hernaðarinngrip Bandaríkjanna í Venesúela vera „brjálæði“ og að þær beri vott um gríðarlegar öfgar Bandaríkjaforseta. Sagði Padrino einnig að ofstækisfull elíta stjórni Bandaríkjunum. Í viðtali við blaðamenn í gærkvöldi sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hann útiloki ekki hernaðarinngrip í Venesúela. Bandaríkin hafa beitt Venesúela viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum á undanförnum vikum og hefur Trump gagnrýnt Maduro, forseta Venesúela, harðlega og kallað hann einræðisherra. „Venesúela er ekki langt í burtu og fólkið þar er að þjást og þau eru að deyja. Við höfum marga möguleika í Venesúela og þar á meðal mögulegt hernaðarinngrip,“ sagði Trump.Padrino, sem er jafnframt einn æðsti stjórnandi hersins, sagði að hann standi með Venesúela og almenningi. „Ég er viss um að við munum fylkja okkur í fremstu víglínu til að verja hagsmuni og fullveldi landsins sem við elskum,“ sagði Padrino. Samskiptaráðherra Venesúela, Ernesto Villegas, kallaði ummæli Trumps „fordæmalausa ógnun við fullveldi þjóðar.“ Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu bað Maduro um símafund með Trump í gær en var hafnað. Sagði Trump að hann myndi ræða við leiðtoga Venesúela þegar lýðræði væri aftur komið á í landinu. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Varnarmálaráðherra Venesúela, Vladimir Padrino, segir hótanir um mögulegt hernaðarinngrip Bandaríkjanna í Venesúela vera „brjálæði“ og að þær beri vott um gríðarlegar öfgar Bandaríkjaforseta. Sagði Padrino einnig að ofstækisfull elíta stjórni Bandaríkjunum. Í viðtali við blaðamenn í gærkvöldi sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hann útiloki ekki hernaðarinngrip í Venesúela. Bandaríkin hafa beitt Venesúela viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum á undanförnum vikum og hefur Trump gagnrýnt Maduro, forseta Venesúela, harðlega og kallað hann einræðisherra. „Venesúela er ekki langt í burtu og fólkið þar er að þjást og þau eru að deyja. Við höfum marga möguleika í Venesúela og þar á meðal mögulegt hernaðarinngrip,“ sagði Trump.Padrino, sem er jafnframt einn æðsti stjórnandi hersins, sagði að hann standi með Venesúela og almenningi. „Ég er viss um að við munum fylkja okkur í fremstu víglínu til að verja hagsmuni og fullveldi landsins sem við elskum,“ sagði Padrino. Samskiptaráðherra Venesúela, Ernesto Villegas, kallaði ummæli Trumps „fordæmalausa ógnun við fullveldi þjóðar.“ Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu bað Maduro um símafund með Trump í gær en var hafnað. Sagði Trump að hann myndi ræða við leiðtoga Venesúela þegar lýðræði væri aftur komið á í landinu.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira