Íslendingur í Barselóna lagði sig í staðinn fyrir að fara á Römbluna í dag Hulda Hólmkelsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 17:31 Kristbjörg hafði ráðgert að vera á því svæði sem hryðjuverk voru framin í dag. Kristbjörg Óskarsdóttir Kristbjörg Óskarsdóttir ætlaði sér að vera á Römblunni í Barselóna um þrjúleytið í dag en ákvað þess í stað að fá sér blund. Þegar hún vaknaði varð henni ljóst að hryðjuverkaárás hefði verið framin. Kristbjörg starfar í Barselóna og býr í tíu mínútna göngufæri við Römbluna. Hún segist heyra greinilega í sírenuvælinu frá vettvangi. Spurð að því hvort hún hafi óttast árás segir Kristbjörg „Það eru svo mikið af hryðjuverkum alls staðar í Evrópu og í heiminum. Barcelona er svo stór borg þannig að maður hugsaði „hvenær gerist það hér?“ Kristbjörg segist líka hafa hugsað sig tvisvar um þegar um stórhátíðir eru að ræða. „maður myndi eiginlega bara sleppa því að fara út af hættu,“ segir Kristbjörg. Þegar Kristbjörg flutti fyrst til Barselóna bjó hún um hríð hjá spænskri fjölskyldu. Þau hafi sagt henni að mikil gæsla væri um alla borg. „Það eru óeinkennisklæddir og einkennisklæddar löggur úti um alla borg, alltaf. Maður tekur alveg eftir því þannig að það er passað rosalega upp á þetta.“ Kristbjörg hafði í fyrstu ráðgert að fara á Plaça de Catalunya í dag, nærri Römblunni um þrjúleytið í dag. Hún ætlaði að taka myndir fyrir blogg sem hún heldur úti en hún var á staðnum í gær um þetta leyti. Hún segist fegin að hafa orðið þreytt því hún lagði sig í stað þess að halda út að Römblunni. Plaça de Catalunya er stórt torg en út frá því kemur Ramblan sem er aðalverslunargatan í Barselóna og einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í borginni. Gatan er um 1,2 kílómetrar að lengd – frá Placa de Catalunya og að minnisvarðanum um Kristófer Kólumbus við sjávarsíðuna. Yfirvöld í Barselóna hafa á síðustu árum takmarkað bílaumferð vegna mikils fjölda gangandi vegfarenda. Hryðjuverk í Barcelona Tengdar fréttir Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Kristbjörg Óskarsdóttir ætlaði sér að vera á Römblunni í Barselóna um þrjúleytið í dag en ákvað þess í stað að fá sér blund. Þegar hún vaknaði varð henni ljóst að hryðjuverkaárás hefði verið framin. Kristbjörg starfar í Barselóna og býr í tíu mínútna göngufæri við Römbluna. Hún segist heyra greinilega í sírenuvælinu frá vettvangi. Spurð að því hvort hún hafi óttast árás segir Kristbjörg „Það eru svo mikið af hryðjuverkum alls staðar í Evrópu og í heiminum. Barcelona er svo stór borg þannig að maður hugsaði „hvenær gerist það hér?“ Kristbjörg segist líka hafa hugsað sig tvisvar um þegar um stórhátíðir eru að ræða. „maður myndi eiginlega bara sleppa því að fara út af hættu,“ segir Kristbjörg. Þegar Kristbjörg flutti fyrst til Barselóna bjó hún um hríð hjá spænskri fjölskyldu. Þau hafi sagt henni að mikil gæsla væri um alla borg. „Það eru óeinkennisklæddir og einkennisklæddar löggur úti um alla borg, alltaf. Maður tekur alveg eftir því þannig að það er passað rosalega upp á þetta.“ Kristbjörg hafði í fyrstu ráðgert að fara á Plaça de Catalunya í dag, nærri Römblunni um þrjúleytið í dag. Hún ætlaði að taka myndir fyrir blogg sem hún heldur úti en hún var á staðnum í gær um þetta leyti. Hún segist fegin að hafa orðið þreytt því hún lagði sig í stað þess að halda út að Römblunni. Plaça de Catalunya er stórt torg en út frá því kemur Ramblan sem er aðalverslunargatan í Barselóna og einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í borginni. Gatan er um 1,2 kílómetrar að lengd – frá Placa de Catalunya og að minnisvarðanum um Kristófer Kólumbus við sjávarsíðuna. Yfirvöld í Barselóna hafa á síðustu árum takmarkað bílaumferð vegna mikils fjölda gangandi vegfarenda.
Hryðjuverk í Barcelona Tengdar fréttir Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13