Enski boltinn

Swansea skoraði fjögur án Gylfa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Swansea saknaði ekki Gylfa í dag.
Swansea saknaði ekki Gylfa í dag. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Swansea sem vann auðveldan 4-0 sigur á Sampdoria í síðasta æfingaleik sínum á undirbúningstímabilnu.

Paul Clement, stjóri Swansea, hafði gefið það út fyrir leikinn að Gylfi myndi ekki spila með liðinu en hann hefur verið sterklega orðaður við Everton síðustu daga og vikur.

Bæði Clement og Ronald Koeman, stjóri Everton, reikna með því að mál Gylfa verði kláruð innan fárra daga.

Leroy Fer, Tammy Abraham og Federico Fernandez skoruðu mörk Swansea auk þess sem að Ricky Alvarez skoraði sjálfsmark.

Swansea mætir Southampton á útivelli í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.


Tengdar fréttir

Britton telur að Gylfi fari til Everton

Leon Britton, samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Swansea, segir að baráttan um íslenska landsliðsmanninn sé líklega töpuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×