Enski boltinn

Tveir ungir lánaðir frá Manchester United

Elías Orri Njarðarson skrifar
Fosu-Mensah á ferðinni í leik við Valerenga í sumar
Fosu-Mensah á ferðinni í leik við Valerenga í sumar visir/getty
Timothy Fosu-Mensah, varnarmaður Manchester United, er á leið á lán til Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.

Fosu-Mensah er sagður eiga eftir að ljúka læknisskoðun í dag og mun ganga til liðs við Crystal Palace á láni út tímabilið.

Varnarmaðurinn ungi, sem er aðeins 19 ára, hefur leikið 12 leiki fyrir aðallið United eftir að hafa komið þangað frá Ajax. Fosu-Mensah skrifaði undir fjögurra ára samning við United í október síðastliðnum og eru miklar vonir bundnar við þennan efnilega leikmann.

Annar ungur leikmaður United fór einnig á lán í dag en Cameron Borthwick-Jackson fór til Leeds sem leikur í Championship deildinni á Englandi. Borthwick-Jackson er tvítugur vinstri bakvörður sem hefur leikið 10 leiki fyrir aðallið United og var á láni hjá Wolves á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×