Enski boltinn

Landsliðsmaður frá Kamerún genginn til liðs við Stoke

Elías Orri Njarðarson skrifar
Choupo-Moting í leik með Schalke á síðustu leiktíð
Choupo-Moting í leik með Schalke á síðustu leiktíð
Eric Maxim Choupo-Moting er genginn til liðs við Stoke í ensku úrvalsdeildinni.

Choupo-Moting skrifaði undir þriggja ára samning við Stoke sem endaði í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

Moting sem er 28 ára gamall framherji frá Kamerún lék síðast með Schalke í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann lék 82 leiki fyrir Schalke og skoraði 18 mörk.

Moting er fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við Stoke í sumar en ásamt honum hafa þeir Darren Fletcher, Kurt Zouma og Josh Tymon gengið til liðs við félagið.

Moting lék með yngri landsliðum Þýskalands áður en að hann valdi að spila fyrir Kamerún. Hann hefur leikið 48 landsleiki fyrir Kamerún og skorað 13 mörk.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×