Enski boltinn

Neitar að hafa hlegið að liðsfélaga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Morata kemur hér inn á fyrir Batshuayi á sunnudag.
Morata kemur hér inn á fyrir Batshuayi á sunnudag. Vísir/AFP
Svo virtist sem að sóknarmaður Michy Batshuayi, leikmaður Chelsea, hafi hlegið þegar Alvaro Morata klikkaði á sinni spyrnu í vítaspyrnukeppni liðsins gegn Arsenal í árlegum leik um Samfélagsskjöldinn á sunnudag.

Þannig leit það að minnsta kosti út á sjónvarpsmyndum en nú hefur Batshuayi stigið fram og neitað þessu alfarið.







Arsenal vann vítaspyrnukeppnina, 4-1, en Morata er nýkominn til Chelsea frá Real Madrid og í samkeppni við Batshuayi um sæti í byrjunarliði Chelsea. Líklegt er að Chelsea spili 3-4-3 leikkerfið í vetur og þá er aðeins pláss fyrir annan þeirra í byrjunarliðinu.

Batshuayi kom frá Marseille í fyrra fyrir 33 milljónir punda en fékk fá tækifæri á sínu fyrsta tímabili. Hann skoraði þó í leik Chelsea gegn West Brom í maí, er liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×