Stjórnlagaþing Venesúela stofnar „sannleiksnefnd“ Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2017 15:33 545 stjórnlagaþingmenn sóru embættiseið á laugardag, þar á meðal Delcy Rodríguez, forseti þingsins (f.m.). Vísir/AFP Umdeilt stjórnlagaþing Venesúela hefur samþykkt lög um stofnun svonefndar sannleiksnefndar. Tilgangur hennar er að rannsaka pólitísk ofbeldisverk. Alþjóðasamfélagið hefur ekki viljað viðurkenna lögmæti stjórnlagaþingsins. Nicolas Maduro, forseti Venesúela, er sakaður um að sölsa undir sig frekari völd með stofnun stjórnlagaþingsins. Gagnrýnendur hans segja að því sé ætlað að draga úr áhrifum þjóðþingsins þar sem stjórnarandstaðan er með meirihluta. Fleiri en 120 manns hafa fallið í átökum frá því að mótmælaalda gegn ríkisstjórninni hófst í byrjun apríl. Ríkisstjórn Maduro kennir hægrisinnuðum hryðjuverkamönnum um en sameinuðu þjóðirnar segja að öryggisveitir ríkisins hafi drepið tugi manna.Tillögurnar samþykktar samhljóðaStjórnlagaþingið átti að vinna að tillögun að nýrri stjórnarskrá landsins. Eftir að það kom fyrst saman á laugardag hefur það hins vegar samþykkt lög sem eru ótengd stjórnarskránni, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þannig samþykktu stjórnlagaþingmenn samhljóða að reka Luisu Ortega, ríkissaksóknara, sem hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórnina og bannað þjóðþinginu að gera neitt sem hefur áhrif á lög sem stjórnlagaþingið samþykkir. Delcy Rodríguez, forseti stjórnlagaþingsins, verður formaður sannleiksnefndarinnar svokölluðu. Hún segir að nefndin muni rannsaka ofbeldisverk sem séu framin af pólitískum ástæðum eða vegna óumburðarlyndis. Segir hún að tíma refsileysis sé lokið. Hæstiréttur Venesúela dæmdi Ramón Muchacho, borgarstjóra úr röðum stjórnarandstöðunnar, í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að koma ekki í veg fyrir að mótmælendur settu upp vegatálma. David Smolansky, annar borgarstjóri andsnúinn ríkisstjórninni, er ákærður fyrir svipuð „brot“. Tengdar fréttir Umdeilt stjórnlagaþing kemur saman í Venesúela: Vara alþjóðasamfélagið við afskiptum af ástandinu í landinu Lögreglan beitti mótmælendur táragasi þegar þeir reyndu að komast inn í þinghúsið. 4. ágúst 2017 23:30 Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna yfirvöld Venesúela harðlega Þetta kemur fram í undanfara skýrslu sem gefin verður formlega út í lok þessa mánaðar. Mótmælendur í Venesúela hafa risið upp gegn ríkisstjórn landsins og forseta Nicolas Maduro 8. ágúst 2017 23:47 Lætur rannsaka meint kosningasvik í Venesúela Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í stjórnlagaráðskosningum sunnudagsins. Ortega, sem er opinskár gagnrýnandi forsetans Nicolas Maduro, tilkynnti um þetta í gær og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. 4. ágúst 2017 06:00 Bandaríkin leggja refsiaðgerðir á forseta Venesúela Bandarísk fyrirtæki og einstaklingar mega ekki eiga nein viðskipti við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, samkvæmt refsiaðgerðum sem Hvíta húsið tilkynnti um í dag. Aðgerðirnar eru viðbragð við atkvæðagreiðslu sem fór fram í Venesúela um helgina sem er talin tilraun Maduro til að sölsa undir sig frekari völd. 31. júlí 2017 19:49 ESB viðurkennir ekki kosningarnar í Venesúela Alþjóðlegur þrýstingur á ríkisstjórn Venesúela eykst. ESB viðurkennir ekki umdeildar kosningar þar en beitir hana þó ekki refsiaðgerðum líkt og Bandaríkjamenn hafa þegar tilkynnt um. 2. ágúst 2017 19:24 Tveir drepnir og tíu handteknir í árás á herstöð Um er að ræða misheppnaða tilraun lítils hóps hermanna til uppreisnar gegn forseta landsins, Nicolás Maduro. Mennirnir gerðu árás á herstöð í Valencia, þriðju stærstu borg Venesúela. 6. ágúst 2017 22:26 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Sjá meira
Umdeilt stjórnlagaþing Venesúela hefur samþykkt lög um stofnun svonefndar sannleiksnefndar. Tilgangur hennar er að rannsaka pólitísk ofbeldisverk. Alþjóðasamfélagið hefur ekki viljað viðurkenna lögmæti stjórnlagaþingsins. Nicolas Maduro, forseti Venesúela, er sakaður um að sölsa undir sig frekari völd með stofnun stjórnlagaþingsins. Gagnrýnendur hans segja að því sé ætlað að draga úr áhrifum þjóðþingsins þar sem stjórnarandstaðan er með meirihluta. Fleiri en 120 manns hafa fallið í átökum frá því að mótmælaalda gegn ríkisstjórninni hófst í byrjun apríl. Ríkisstjórn Maduro kennir hægrisinnuðum hryðjuverkamönnum um en sameinuðu þjóðirnar segja að öryggisveitir ríkisins hafi drepið tugi manna.Tillögurnar samþykktar samhljóðaStjórnlagaþingið átti að vinna að tillögun að nýrri stjórnarskrá landsins. Eftir að það kom fyrst saman á laugardag hefur það hins vegar samþykkt lög sem eru ótengd stjórnarskránni, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þannig samþykktu stjórnlagaþingmenn samhljóða að reka Luisu Ortega, ríkissaksóknara, sem hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórnina og bannað þjóðþinginu að gera neitt sem hefur áhrif á lög sem stjórnlagaþingið samþykkir. Delcy Rodríguez, forseti stjórnlagaþingsins, verður formaður sannleiksnefndarinnar svokölluðu. Hún segir að nefndin muni rannsaka ofbeldisverk sem séu framin af pólitískum ástæðum eða vegna óumburðarlyndis. Segir hún að tíma refsileysis sé lokið. Hæstiréttur Venesúela dæmdi Ramón Muchacho, borgarstjóra úr röðum stjórnarandstöðunnar, í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að koma ekki í veg fyrir að mótmælendur settu upp vegatálma. David Smolansky, annar borgarstjóri andsnúinn ríkisstjórninni, er ákærður fyrir svipuð „brot“.
Tengdar fréttir Umdeilt stjórnlagaþing kemur saman í Venesúela: Vara alþjóðasamfélagið við afskiptum af ástandinu í landinu Lögreglan beitti mótmælendur táragasi þegar þeir reyndu að komast inn í þinghúsið. 4. ágúst 2017 23:30 Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna yfirvöld Venesúela harðlega Þetta kemur fram í undanfara skýrslu sem gefin verður formlega út í lok þessa mánaðar. Mótmælendur í Venesúela hafa risið upp gegn ríkisstjórn landsins og forseta Nicolas Maduro 8. ágúst 2017 23:47 Lætur rannsaka meint kosningasvik í Venesúela Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í stjórnlagaráðskosningum sunnudagsins. Ortega, sem er opinskár gagnrýnandi forsetans Nicolas Maduro, tilkynnti um þetta í gær og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. 4. ágúst 2017 06:00 Bandaríkin leggja refsiaðgerðir á forseta Venesúela Bandarísk fyrirtæki og einstaklingar mega ekki eiga nein viðskipti við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, samkvæmt refsiaðgerðum sem Hvíta húsið tilkynnti um í dag. Aðgerðirnar eru viðbragð við atkvæðagreiðslu sem fór fram í Venesúela um helgina sem er talin tilraun Maduro til að sölsa undir sig frekari völd. 31. júlí 2017 19:49 ESB viðurkennir ekki kosningarnar í Venesúela Alþjóðlegur þrýstingur á ríkisstjórn Venesúela eykst. ESB viðurkennir ekki umdeildar kosningar þar en beitir hana þó ekki refsiaðgerðum líkt og Bandaríkjamenn hafa þegar tilkynnt um. 2. ágúst 2017 19:24 Tveir drepnir og tíu handteknir í árás á herstöð Um er að ræða misheppnaða tilraun lítils hóps hermanna til uppreisnar gegn forseta landsins, Nicolás Maduro. Mennirnir gerðu árás á herstöð í Valencia, þriðju stærstu borg Venesúela. 6. ágúst 2017 22:26 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Sjá meira
Umdeilt stjórnlagaþing kemur saman í Venesúela: Vara alþjóðasamfélagið við afskiptum af ástandinu í landinu Lögreglan beitti mótmælendur táragasi þegar þeir reyndu að komast inn í þinghúsið. 4. ágúst 2017 23:30
Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna yfirvöld Venesúela harðlega Þetta kemur fram í undanfara skýrslu sem gefin verður formlega út í lok þessa mánaðar. Mótmælendur í Venesúela hafa risið upp gegn ríkisstjórn landsins og forseta Nicolas Maduro 8. ágúst 2017 23:47
Lætur rannsaka meint kosningasvik í Venesúela Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í stjórnlagaráðskosningum sunnudagsins. Ortega, sem er opinskár gagnrýnandi forsetans Nicolas Maduro, tilkynnti um þetta í gær og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. 4. ágúst 2017 06:00
Bandaríkin leggja refsiaðgerðir á forseta Venesúela Bandarísk fyrirtæki og einstaklingar mega ekki eiga nein viðskipti við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, samkvæmt refsiaðgerðum sem Hvíta húsið tilkynnti um í dag. Aðgerðirnar eru viðbragð við atkvæðagreiðslu sem fór fram í Venesúela um helgina sem er talin tilraun Maduro til að sölsa undir sig frekari völd. 31. júlí 2017 19:49
ESB viðurkennir ekki kosningarnar í Venesúela Alþjóðlegur þrýstingur á ríkisstjórn Venesúela eykst. ESB viðurkennir ekki umdeildar kosningar þar en beitir hana þó ekki refsiaðgerðum líkt og Bandaríkjamenn hafa þegar tilkynnt um. 2. ágúst 2017 19:24
Tveir drepnir og tíu handteknir í árás á herstöð Um er að ræða misheppnaða tilraun lítils hóps hermanna til uppreisnar gegn forseta landsins, Nicolás Maduro. Mennirnir gerðu árás á herstöð í Valencia, þriðju stærstu borg Venesúela. 6. ágúst 2017 22:26