Umdeilt stjórnlagaþing kemur saman í Venesúela: Vara alþjóðasamfélagið við afskiptum af ástandinu í landinu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. ágúst 2017 23:30 Delcy Rodriguez, nýkjörinn forseti þingsins sést hér fremst í flokki við hlið Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Vísir/Getty Nýtt stjórnlagaþing Venesúela kom saman í fyrsta sinn í dag, þrátt fyrir háværa gagnrýni bæði þar í landi og frá alþjóðasamfélaginu. Lögreglan beitti mótmælendur táragasi þegar þeir reyndu að komast inn í þinghúsið. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC. Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir þingið nauðsynlegt til að koma á friði í landinu eftir marga mánuði af mótmælum og átökum. Stjórnarandstaðan vill hins vegar meina að þingið sé tilraun forsetans að ríghalda í þau völd sem hann hefur. 545 manns sitja í hinu nýkjörna stjórnlagaþingi og þar á meðal eru eiginkona Maduro og sonur hans. Þá var Delcy Rodriguez, fyrrverandi utanríkisráðherra Venesúela og náin samstarfskona forsetans, kjörinn forseti þingsins. Í upphafsræðu sinni sagði hún stjórnarandstæðuna vera fasíska og varaði alþjóðasamfélagið við því að skipta sér af málum þar í landi.Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar gengu um götur með myndir af Hugo Chavez og Simón Bolivar.Vísir/GettyKosið var til þingsins síðastliðinn sunnudag og hefur Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í kosningunum. Ortega hefur gagnrýnt Maduro forseta harðlega og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. Þá hefur Evrópusambandið tilkynnt að það viðurkenni ekki kosningarnar. Nokkrir særðust í átökunum í dag þegar lögreglan reyndi að hafa hemil á mótmælendum, sem voru nokkur hundruð talsins. Á öðrum stöðum í Caracas, höfuðborg landsins, hittust stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar og fögnuðu nýja þinginu. Margir veifuðu myndum af Hugo Chávez, fyrrverandi forseta landsins sem lést árið 2013 og byltingarhetjunni Simón Bolivar. Tengdar fréttir Venesúela dregur sig úr Samtökum Ameríkuríkja Stjórnvöld í Venesúela saka samtökin um að skipta sér af innanríkismálum landsins. 27. apríl 2017 08:21 Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Forseti Venesúela lýsti í gær yfir sigri í umdeildum kosningum til nýs stjórnlagaþings. Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna úrslit kosninganna. 1. ágúst 2017 06:00 Lætur rannsaka meint kosningasvik í Venesúela Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í stjórnlagaráðskosningum sunnudagsins. Ortega, sem er opinskár gagnrýnandi forsetans Nicolas Maduro, tilkynnti um þetta í gær og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. 4. ágúst 2017 06:00 41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48 ESB viðurkennir ekki kosningarnar í Venesúela Alþjóðlegur þrýstingur á ríkisstjórn Venesúela eykst. ESB viðurkennir ekki umdeildar kosningar þar en beitir hana þó ekki refsiaðgerðum líkt og Bandaríkjamenn hafa þegar tilkynnt um. 2. ágúst 2017 19:24 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Nýtt stjórnlagaþing Venesúela kom saman í fyrsta sinn í dag, þrátt fyrir háværa gagnrýni bæði þar í landi og frá alþjóðasamfélaginu. Lögreglan beitti mótmælendur táragasi þegar þeir reyndu að komast inn í þinghúsið. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC. Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir þingið nauðsynlegt til að koma á friði í landinu eftir marga mánuði af mótmælum og átökum. Stjórnarandstaðan vill hins vegar meina að þingið sé tilraun forsetans að ríghalda í þau völd sem hann hefur. 545 manns sitja í hinu nýkjörna stjórnlagaþingi og þar á meðal eru eiginkona Maduro og sonur hans. Þá var Delcy Rodriguez, fyrrverandi utanríkisráðherra Venesúela og náin samstarfskona forsetans, kjörinn forseti þingsins. Í upphafsræðu sinni sagði hún stjórnarandstæðuna vera fasíska og varaði alþjóðasamfélagið við því að skipta sér af málum þar í landi.Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar gengu um götur með myndir af Hugo Chavez og Simón Bolivar.Vísir/GettyKosið var til þingsins síðastliðinn sunnudag og hefur Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í kosningunum. Ortega hefur gagnrýnt Maduro forseta harðlega og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. Þá hefur Evrópusambandið tilkynnt að það viðurkenni ekki kosningarnar. Nokkrir særðust í átökunum í dag þegar lögreglan reyndi að hafa hemil á mótmælendum, sem voru nokkur hundruð talsins. Á öðrum stöðum í Caracas, höfuðborg landsins, hittust stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar og fögnuðu nýja þinginu. Margir veifuðu myndum af Hugo Chávez, fyrrverandi forseta landsins sem lést árið 2013 og byltingarhetjunni Simón Bolivar.
Tengdar fréttir Venesúela dregur sig úr Samtökum Ameríkuríkja Stjórnvöld í Venesúela saka samtökin um að skipta sér af innanríkismálum landsins. 27. apríl 2017 08:21 Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Forseti Venesúela lýsti í gær yfir sigri í umdeildum kosningum til nýs stjórnlagaþings. Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna úrslit kosninganna. 1. ágúst 2017 06:00 Lætur rannsaka meint kosningasvik í Venesúela Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í stjórnlagaráðskosningum sunnudagsins. Ortega, sem er opinskár gagnrýnandi forsetans Nicolas Maduro, tilkynnti um þetta í gær og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. 4. ágúst 2017 06:00 41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48 ESB viðurkennir ekki kosningarnar í Venesúela Alþjóðlegur þrýstingur á ríkisstjórn Venesúela eykst. ESB viðurkennir ekki umdeildar kosningar þar en beitir hana þó ekki refsiaðgerðum líkt og Bandaríkjamenn hafa þegar tilkynnt um. 2. ágúst 2017 19:24 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Venesúela dregur sig úr Samtökum Ameríkuríkja Stjórnvöld í Venesúela saka samtökin um að skipta sér af innanríkismálum landsins. 27. apríl 2017 08:21
Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Forseti Venesúela lýsti í gær yfir sigri í umdeildum kosningum til nýs stjórnlagaþings. Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna úrslit kosninganna. 1. ágúst 2017 06:00
Lætur rannsaka meint kosningasvik í Venesúela Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í stjórnlagaráðskosningum sunnudagsins. Ortega, sem er opinskár gagnrýnandi forsetans Nicolas Maduro, tilkynnti um þetta í gær og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. 4. ágúst 2017 06:00
41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48
ESB viðurkennir ekki kosningarnar í Venesúela Alþjóðlegur þrýstingur á ríkisstjórn Venesúela eykst. ESB viðurkennir ekki umdeildar kosningar þar en beitir hana þó ekki refsiaðgerðum líkt og Bandaríkjamenn hafa þegar tilkynnt um. 2. ágúst 2017 19:24