Innlent

Hús íslenskra fræða fær leyfi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Hús íslenskra fræða.
Hús íslenskra fræða. Mynd/Hornsteinar
Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur gefið Framkvæmdasýslu ríkisins byggingarleyfi vegna Húss íslenskra fræða á lóð Háskóla Íslands við Arngrímsgötu.

Fram kemur í gögnum málsins að húsið verði þrjár hæðir ofanjarðar auk kjallara og bílakjallara fyrir 60 bíla. Torf verði á aðalþaki hússins sem verði steypt og klætt „cortenstáli“. Alls verður byggingin 6.436 fermetrar auk 2.260 fermetra bílageymslu.


Tengdar fréttir

Stærsta framkvæmd frá hruni boðin út

"Þetta er stærsta framkvæmd sem við höfum boðið út í langan tíma,“ segir Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins sem sótt hefur um byggingarleyfi fyrir Húsi íslenskra fræða við Suðurgötu.

Táknræn hola

Íslenska ríkið mun þurfa að borga verktaka sem átti lægsta boð í byggingu Húss íslenskra fræða 120 milljónir króna í skaðabætur því ekkert hefur orðið af byggingarframkvæmdum vegna hússins. Sérstök heimild til slíks var samþykkt á Alþingi með fjáraukalögum fyrr í þessum mánuði.

Söguþjóð í raun?

Íslendingar hafa ekki slegið hendi á móti titlinum söguþjóð eða bókaþjóð. Söguáhugi Íslendinga er eitt af því sem okkur finnst flestum gaman að segja erlendum vinum og gestum frá.

Þjóðardýrgripirnir faldir ofan í geymslu

Ferðamenn sem hingað koma hafa margir hug á því að sjá íslensku handritin, en grípa í tómt því þau eru hvergi til sýnis. Forstöðumaður Árnastofnunnar segir að Íslendingum beri skylda til að miðla þessum heimsminjum, en ekkert bólar á Húsi íslenskra fræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×