Enski boltinn

Tottenham ekki tilbúið að mæta launakröfum Barkleys

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ross Barkley er líklega á förum frá Everton.
Ross Barkley er líklega á förum frá Everton. vísir/getty
Tottenham vill að Ross Barkley setji fram raunhæfari launakröfur en hann hefur gert til þessa.

Daily Mail greinir frá því að Tottenham sé ekki tilbúið að mæta launakröfum Barkleys sem er líklega á förum frá Everton.

Barkley fer fram á hærri laun en Tottenham er vant að borga. Hugo Lloris og Harry Kane eru einu leikmenn Tottenham sem eru með í kringum 100.000 pund í vikulaun.

Everton vill fá væna summu fyrir Barkley sem á minna en ár eftir af samningi sínum við félagið.

Talið er að Everton vilji fá a.m.k. 35 milljónir punda fyrir Barkley. Ekki er víst að Tottenham sé tilbúið að borga þá upphæð fyrir þennan 23 ára gamla leikmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×