McCain dreginn af sjúkrabeði til að kjósa um Obamacare Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2017 08:29 Erfiðlega hefur gengið fyrir repúblikana að smala saman nægilega mörgum atkvæðum til að afnema Obamacare. Endurkoma John McCain eykur möguleika þeirra á því. Vísir/EPA Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hyggjast kjósa um sjúkratryggingafrumvarp sitt í dag. Margir flokksmenn eru þó óvissir um hvaða útgáfu þess þeir eigi að kjósa. John McCain sem var nýlega greindur með heilaæxli mætir í þingið til að greiða atkvæða. Talsmenn McCain tilkynntu í gær að hann myndi taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Öldungadeildarþingmaðurinn greindist með æxli í heila í síðustu viku og hefur verið heima að ná sér eftir aðgerð síðan. Talið er að atkvæði hans gæti skipt sköpum um afdrif sjúkratryggingafrumvarpsins. Washington Post segir að án McCain hafi aðeins einn þingmaður repúblikana mátt ganga úr skaftinu við atkvæðagreiðslu. Gert hafði verið ráð fyrir að frumvarpið hefði dáið drottni sínum í síðustu viku þegar Mitch Mcconnell, oddvita repúblikana í öldungadeildinni, tókst ekki að afla nægilegs stuðnings við það á meðal þingmanna sinna. Hugmynd um að þingmenn greiddu atkvæði um að afnema aðeins núgildandi sjúkratryggingalög sem kennd hafa verið við Barack Obama, fyrrverandi forseta, reyndist skammlíf.„Ég hef ekki hugmynd“Tillagan sem þingmenn eiga að greiða atkvæði um í dag er formlegs eðlis um hvort taka eigi frumvarpið til umræðu. Óvissa virðist hins vegar ríkja um hvað þingmenn væru þá að samþykkja að ræða. „Ég hef ekki hugmynd um hvað við erum að fara að greiða atkvæði um,“ sagði Ron Johnson, öldungadeildarþingmaður repúblikana við blaðamenn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Mitch McConnell (f.m.) hefur staðið í ströngu að undanförnu við að reyna að ná fram helsta baráttumáli repúblikana: að afnema Obamacare.Vísir/AFPSvipti tugi milljóna manna heilbrigðisþjónustuRepúblikanar greiddu atkvæði í fjölda skipta á meðan Obama var enn forseti um að afnema sjúkratryggingalög hans. Obama beitti þá neitunarvaldi. Nú eru repúblikanar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings auk þess sem Donald Trump forseti kemur úr þeirra röðum. Trump hefur lagt hart að þingmönnum flokksins að afnema Obamacare síðustu daga. Þrátt fyrir það hefur hvorki gengið né rekið hjá þeim að koma þessu helsta baráttumáli sínu í gegn. Ástæðurnar eru meðal annars þær að frumvarp repúblikana hefur reynst gríðarlega óvinsælt á meðal bandarísks almennings enda hafa óháðar úttektir á því leitt í ljós að það myndi svipta tugi milljóna manna heilbrigðisþjónustu. Þá hefur flokksleiðtogum reynst erfitt að sætta ólíkar fylkingar. Hófsamari repúblikanar telja þannig frumvörpin sem hafa verið lögð fram ganga of langt í að nema úr gildi ákvæði Obamacare. Harðlínumenn telja það hins vegar ekki ganga nógu langt.Gætu keypt sér tíma í tvö árBBC segir að svo virðist sem að tveir kostir séu í stöðunni hjá repúblikönum. Annað hvort leggi forystan fram frumvarp um að afnema Obamacare og lög sem komi í staðinn. Hins vegar gætu þeir kosið um að afnema einfaldlega Obamacare. Taki þeir seinni kostinn væri gildistökunni frestað um tvö ár. Keypti það repúblikönum tíma til þess að reyna að koma sér saman um eitthvað sem geti komið í staðinn. Kosið verður til Bandaríkjaþings í nóvember á næsta ári. Því gætu valdahlutföll í þinginu breyst áður en til afnáms Obamacare kæmi. Bandaríkin Tengdar fréttir Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Enn á ný hafa repúblikanar frestað því að greiða atkvæði um sjúkratryggingafrumvarp sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. Nú hyggjast þeir bíða eftir að John McCain, þingmaður flokksins, snúi aftur til starfa eftir veikindi. 16. júlí 2017 07:17 Trump gerir lokatilraun til að ganga frá Obamacare Repúblikanaflokkurinn hefur ætlað sér að fella niður heilbrigðis- og sjúkratrygginakerfi Bandaríkjanna og koma upp nýju kerfi í sjö ár. 19. júlí 2017 10:53 „Obamacare er dauðinn sjálfur“ „Obamacare er dauðinn sjálfur,“ segir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem brýndi í dag fyrir flokksmönnum innan raða Repúblikanaflokksins að flýta umræðu um frumvarp Repúblikanaflokksins sem ætlað er að koma í stað The Affordable Care Act eða Obamacare, eins og það er kallað í daglegu tali. 24. júlí 2017 22:09 Trump lofar forstjórum skattalækkun og að koma Obamacare fyrir kattarnef Donald Trump Bandaríkjaforseti vonar að John McCain öldungadeildarþingmaður jafni sig fljótt eftir að hann greindist með heilaæxli til að hann geti greitt atkvæði með frumvarpi sem komi heilbrigðislögum Obama fyrir kattarnef. 20. júlí 2017 19:00 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hyggjast kjósa um sjúkratryggingafrumvarp sitt í dag. Margir flokksmenn eru þó óvissir um hvaða útgáfu þess þeir eigi að kjósa. John McCain sem var nýlega greindur með heilaæxli mætir í þingið til að greiða atkvæða. Talsmenn McCain tilkynntu í gær að hann myndi taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Öldungadeildarþingmaðurinn greindist með æxli í heila í síðustu viku og hefur verið heima að ná sér eftir aðgerð síðan. Talið er að atkvæði hans gæti skipt sköpum um afdrif sjúkratryggingafrumvarpsins. Washington Post segir að án McCain hafi aðeins einn þingmaður repúblikana mátt ganga úr skaftinu við atkvæðagreiðslu. Gert hafði verið ráð fyrir að frumvarpið hefði dáið drottni sínum í síðustu viku þegar Mitch Mcconnell, oddvita repúblikana í öldungadeildinni, tókst ekki að afla nægilegs stuðnings við það á meðal þingmanna sinna. Hugmynd um að þingmenn greiddu atkvæði um að afnema aðeins núgildandi sjúkratryggingalög sem kennd hafa verið við Barack Obama, fyrrverandi forseta, reyndist skammlíf.„Ég hef ekki hugmynd“Tillagan sem þingmenn eiga að greiða atkvæði um í dag er formlegs eðlis um hvort taka eigi frumvarpið til umræðu. Óvissa virðist hins vegar ríkja um hvað þingmenn væru þá að samþykkja að ræða. „Ég hef ekki hugmynd um hvað við erum að fara að greiða atkvæði um,“ sagði Ron Johnson, öldungadeildarþingmaður repúblikana við blaðamenn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Mitch McConnell (f.m.) hefur staðið í ströngu að undanförnu við að reyna að ná fram helsta baráttumáli repúblikana: að afnema Obamacare.Vísir/AFPSvipti tugi milljóna manna heilbrigðisþjónustuRepúblikanar greiddu atkvæði í fjölda skipta á meðan Obama var enn forseti um að afnema sjúkratryggingalög hans. Obama beitti þá neitunarvaldi. Nú eru repúblikanar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings auk þess sem Donald Trump forseti kemur úr þeirra röðum. Trump hefur lagt hart að þingmönnum flokksins að afnema Obamacare síðustu daga. Þrátt fyrir það hefur hvorki gengið né rekið hjá þeim að koma þessu helsta baráttumáli sínu í gegn. Ástæðurnar eru meðal annars þær að frumvarp repúblikana hefur reynst gríðarlega óvinsælt á meðal bandarísks almennings enda hafa óháðar úttektir á því leitt í ljós að það myndi svipta tugi milljóna manna heilbrigðisþjónustu. Þá hefur flokksleiðtogum reynst erfitt að sætta ólíkar fylkingar. Hófsamari repúblikanar telja þannig frumvörpin sem hafa verið lögð fram ganga of langt í að nema úr gildi ákvæði Obamacare. Harðlínumenn telja það hins vegar ekki ganga nógu langt.Gætu keypt sér tíma í tvö árBBC segir að svo virðist sem að tveir kostir séu í stöðunni hjá repúblikönum. Annað hvort leggi forystan fram frumvarp um að afnema Obamacare og lög sem komi í staðinn. Hins vegar gætu þeir kosið um að afnema einfaldlega Obamacare. Taki þeir seinni kostinn væri gildistökunni frestað um tvö ár. Keypti það repúblikönum tíma til þess að reyna að koma sér saman um eitthvað sem geti komið í staðinn. Kosið verður til Bandaríkjaþings í nóvember á næsta ári. Því gætu valdahlutföll í þinginu breyst áður en til afnáms Obamacare kæmi.
Bandaríkin Tengdar fréttir Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Enn á ný hafa repúblikanar frestað því að greiða atkvæði um sjúkratryggingafrumvarp sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. Nú hyggjast þeir bíða eftir að John McCain, þingmaður flokksins, snúi aftur til starfa eftir veikindi. 16. júlí 2017 07:17 Trump gerir lokatilraun til að ganga frá Obamacare Repúblikanaflokkurinn hefur ætlað sér að fella niður heilbrigðis- og sjúkratrygginakerfi Bandaríkjanna og koma upp nýju kerfi í sjö ár. 19. júlí 2017 10:53 „Obamacare er dauðinn sjálfur“ „Obamacare er dauðinn sjálfur,“ segir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem brýndi í dag fyrir flokksmönnum innan raða Repúblikanaflokksins að flýta umræðu um frumvarp Repúblikanaflokksins sem ætlað er að koma í stað The Affordable Care Act eða Obamacare, eins og það er kallað í daglegu tali. 24. júlí 2017 22:09 Trump lofar forstjórum skattalækkun og að koma Obamacare fyrir kattarnef Donald Trump Bandaríkjaforseti vonar að John McCain öldungadeildarþingmaður jafni sig fljótt eftir að hann greindist með heilaæxli til að hann geti greitt atkvæði með frumvarpi sem komi heilbrigðislögum Obama fyrir kattarnef. 20. júlí 2017 19:00 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Enn á ný hafa repúblikanar frestað því að greiða atkvæði um sjúkratryggingafrumvarp sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. Nú hyggjast þeir bíða eftir að John McCain, þingmaður flokksins, snúi aftur til starfa eftir veikindi. 16. júlí 2017 07:17
Trump gerir lokatilraun til að ganga frá Obamacare Repúblikanaflokkurinn hefur ætlað sér að fella niður heilbrigðis- og sjúkratrygginakerfi Bandaríkjanna og koma upp nýju kerfi í sjö ár. 19. júlí 2017 10:53
„Obamacare er dauðinn sjálfur“ „Obamacare er dauðinn sjálfur,“ segir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem brýndi í dag fyrir flokksmönnum innan raða Repúblikanaflokksins að flýta umræðu um frumvarp Repúblikanaflokksins sem ætlað er að koma í stað The Affordable Care Act eða Obamacare, eins og það er kallað í daglegu tali. 24. júlí 2017 22:09
Trump lofar forstjórum skattalækkun og að koma Obamacare fyrir kattarnef Donald Trump Bandaríkjaforseti vonar að John McCain öldungadeildarþingmaður jafni sig fljótt eftir að hann greindist með heilaæxli til að hann geti greitt atkvæði með frumvarpi sem komi heilbrigðislögum Obama fyrir kattarnef. 20. júlí 2017 19:00
Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59
Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00