McCain dreginn af sjúkrabeði til að kjósa um Obamacare Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2017 08:29 Erfiðlega hefur gengið fyrir repúblikana að smala saman nægilega mörgum atkvæðum til að afnema Obamacare. Endurkoma John McCain eykur möguleika þeirra á því. Vísir/EPA Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hyggjast kjósa um sjúkratryggingafrumvarp sitt í dag. Margir flokksmenn eru þó óvissir um hvaða útgáfu þess þeir eigi að kjósa. John McCain sem var nýlega greindur með heilaæxli mætir í þingið til að greiða atkvæða. Talsmenn McCain tilkynntu í gær að hann myndi taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Öldungadeildarþingmaðurinn greindist með æxli í heila í síðustu viku og hefur verið heima að ná sér eftir aðgerð síðan. Talið er að atkvæði hans gæti skipt sköpum um afdrif sjúkratryggingafrumvarpsins. Washington Post segir að án McCain hafi aðeins einn þingmaður repúblikana mátt ganga úr skaftinu við atkvæðagreiðslu. Gert hafði verið ráð fyrir að frumvarpið hefði dáið drottni sínum í síðustu viku þegar Mitch Mcconnell, oddvita repúblikana í öldungadeildinni, tókst ekki að afla nægilegs stuðnings við það á meðal þingmanna sinna. Hugmynd um að þingmenn greiddu atkvæði um að afnema aðeins núgildandi sjúkratryggingalög sem kennd hafa verið við Barack Obama, fyrrverandi forseta, reyndist skammlíf.„Ég hef ekki hugmynd“Tillagan sem þingmenn eiga að greiða atkvæði um í dag er formlegs eðlis um hvort taka eigi frumvarpið til umræðu. Óvissa virðist hins vegar ríkja um hvað þingmenn væru þá að samþykkja að ræða. „Ég hef ekki hugmynd um hvað við erum að fara að greiða atkvæði um,“ sagði Ron Johnson, öldungadeildarþingmaður repúblikana við blaðamenn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Mitch McConnell (f.m.) hefur staðið í ströngu að undanförnu við að reyna að ná fram helsta baráttumáli repúblikana: að afnema Obamacare.Vísir/AFPSvipti tugi milljóna manna heilbrigðisþjónustuRepúblikanar greiddu atkvæði í fjölda skipta á meðan Obama var enn forseti um að afnema sjúkratryggingalög hans. Obama beitti þá neitunarvaldi. Nú eru repúblikanar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings auk þess sem Donald Trump forseti kemur úr þeirra röðum. Trump hefur lagt hart að þingmönnum flokksins að afnema Obamacare síðustu daga. Þrátt fyrir það hefur hvorki gengið né rekið hjá þeim að koma þessu helsta baráttumáli sínu í gegn. Ástæðurnar eru meðal annars þær að frumvarp repúblikana hefur reynst gríðarlega óvinsælt á meðal bandarísks almennings enda hafa óháðar úttektir á því leitt í ljós að það myndi svipta tugi milljóna manna heilbrigðisþjónustu. Þá hefur flokksleiðtogum reynst erfitt að sætta ólíkar fylkingar. Hófsamari repúblikanar telja þannig frumvörpin sem hafa verið lögð fram ganga of langt í að nema úr gildi ákvæði Obamacare. Harðlínumenn telja það hins vegar ekki ganga nógu langt.Gætu keypt sér tíma í tvö árBBC segir að svo virðist sem að tveir kostir séu í stöðunni hjá repúblikönum. Annað hvort leggi forystan fram frumvarp um að afnema Obamacare og lög sem komi í staðinn. Hins vegar gætu þeir kosið um að afnema einfaldlega Obamacare. Taki þeir seinni kostinn væri gildistökunni frestað um tvö ár. Keypti það repúblikönum tíma til þess að reyna að koma sér saman um eitthvað sem geti komið í staðinn. Kosið verður til Bandaríkjaþings í nóvember á næsta ári. Því gætu valdahlutföll í þinginu breyst áður en til afnáms Obamacare kæmi. Bandaríkin Tengdar fréttir Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Enn á ný hafa repúblikanar frestað því að greiða atkvæði um sjúkratryggingafrumvarp sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. Nú hyggjast þeir bíða eftir að John McCain, þingmaður flokksins, snúi aftur til starfa eftir veikindi. 16. júlí 2017 07:17 Trump gerir lokatilraun til að ganga frá Obamacare Repúblikanaflokkurinn hefur ætlað sér að fella niður heilbrigðis- og sjúkratrygginakerfi Bandaríkjanna og koma upp nýju kerfi í sjö ár. 19. júlí 2017 10:53 „Obamacare er dauðinn sjálfur“ „Obamacare er dauðinn sjálfur,“ segir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem brýndi í dag fyrir flokksmönnum innan raða Repúblikanaflokksins að flýta umræðu um frumvarp Repúblikanaflokksins sem ætlað er að koma í stað The Affordable Care Act eða Obamacare, eins og það er kallað í daglegu tali. 24. júlí 2017 22:09 Trump lofar forstjórum skattalækkun og að koma Obamacare fyrir kattarnef Donald Trump Bandaríkjaforseti vonar að John McCain öldungadeildarþingmaður jafni sig fljótt eftir að hann greindist með heilaæxli til að hann geti greitt atkvæði með frumvarpi sem komi heilbrigðislögum Obama fyrir kattarnef. 20. júlí 2017 19:00 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hyggjast kjósa um sjúkratryggingafrumvarp sitt í dag. Margir flokksmenn eru þó óvissir um hvaða útgáfu þess þeir eigi að kjósa. John McCain sem var nýlega greindur með heilaæxli mætir í þingið til að greiða atkvæða. Talsmenn McCain tilkynntu í gær að hann myndi taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Öldungadeildarþingmaðurinn greindist með æxli í heila í síðustu viku og hefur verið heima að ná sér eftir aðgerð síðan. Talið er að atkvæði hans gæti skipt sköpum um afdrif sjúkratryggingafrumvarpsins. Washington Post segir að án McCain hafi aðeins einn þingmaður repúblikana mátt ganga úr skaftinu við atkvæðagreiðslu. Gert hafði verið ráð fyrir að frumvarpið hefði dáið drottni sínum í síðustu viku þegar Mitch Mcconnell, oddvita repúblikana í öldungadeildinni, tókst ekki að afla nægilegs stuðnings við það á meðal þingmanna sinna. Hugmynd um að þingmenn greiddu atkvæði um að afnema aðeins núgildandi sjúkratryggingalög sem kennd hafa verið við Barack Obama, fyrrverandi forseta, reyndist skammlíf.„Ég hef ekki hugmynd“Tillagan sem þingmenn eiga að greiða atkvæði um í dag er formlegs eðlis um hvort taka eigi frumvarpið til umræðu. Óvissa virðist hins vegar ríkja um hvað þingmenn væru þá að samþykkja að ræða. „Ég hef ekki hugmynd um hvað við erum að fara að greiða atkvæði um,“ sagði Ron Johnson, öldungadeildarþingmaður repúblikana við blaðamenn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Mitch McConnell (f.m.) hefur staðið í ströngu að undanförnu við að reyna að ná fram helsta baráttumáli repúblikana: að afnema Obamacare.Vísir/AFPSvipti tugi milljóna manna heilbrigðisþjónustuRepúblikanar greiddu atkvæði í fjölda skipta á meðan Obama var enn forseti um að afnema sjúkratryggingalög hans. Obama beitti þá neitunarvaldi. Nú eru repúblikanar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings auk þess sem Donald Trump forseti kemur úr þeirra röðum. Trump hefur lagt hart að þingmönnum flokksins að afnema Obamacare síðustu daga. Þrátt fyrir það hefur hvorki gengið né rekið hjá þeim að koma þessu helsta baráttumáli sínu í gegn. Ástæðurnar eru meðal annars þær að frumvarp repúblikana hefur reynst gríðarlega óvinsælt á meðal bandarísks almennings enda hafa óháðar úttektir á því leitt í ljós að það myndi svipta tugi milljóna manna heilbrigðisþjónustu. Þá hefur flokksleiðtogum reynst erfitt að sætta ólíkar fylkingar. Hófsamari repúblikanar telja þannig frumvörpin sem hafa verið lögð fram ganga of langt í að nema úr gildi ákvæði Obamacare. Harðlínumenn telja það hins vegar ekki ganga nógu langt.Gætu keypt sér tíma í tvö árBBC segir að svo virðist sem að tveir kostir séu í stöðunni hjá repúblikönum. Annað hvort leggi forystan fram frumvarp um að afnema Obamacare og lög sem komi í staðinn. Hins vegar gætu þeir kosið um að afnema einfaldlega Obamacare. Taki þeir seinni kostinn væri gildistökunni frestað um tvö ár. Keypti það repúblikönum tíma til þess að reyna að koma sér saman um eitthvað sem geti komið í staðinn. Kosið verður til Bandaríkjaþings í nóvember á næsta ári. Því gætu valdahlutföll í þinginu breyst áður en til afnáms Obamacare kæmi.
Bandaríkin Tengdar fréttir Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Enn á ný hafa repúblikanar frestað því að greiða atkvæði um sjúkratryggingafrumvarp sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. Nú hyggjast þeir bíða eftir að John McCain, þingmaður flokksins, snúi aftur til starfa eftir veikindi. 16. júlí 2017 07:17 Trump gerir lokatilraun til að ganga frá Obamacare Repúblikanaflokkurinn hefur ætlað sér að fella niður heilbrigðis- og sjúkratrygginakerfi Bandaríkjanna og koma upp nýju kerfi í sjö ár. 19. júlí 2017 10:53 „Obamacare er dauðinn sjálfur“ „Obamacare er dauðinn sjálfur,“ segir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem brýndi í dag fyrir flokksmönnum innan raða Repúblikanaflokksins að flýta umræðu um frumvarp Repúblikanaflokksins sem ætlað er að koma í stað The Affordable Care Act eða Obamacare, eins og það er kallað í daglegu tali. 24. júlí 2017 22:09 Trump lofar forstjórum skattalækkun og að koma Obamacare fyrir kattarnef Donald Trump Bandaríkjaforseti vonar að John McCain öldungadeildarþingmaður jafni sig fljótt eftir að hann greindist með heilaæxli til að hann geti greitt atkvæði með frumvarpi sem komi heilbrigðislögum Obama fyrir kattarnef. 20. júlí 2017 19:00 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Enn á ný hafa repúblikanar frestað því að greiða atkvæði um sjúkratryggingafrumvarp sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. Nú hyggjast þeir bíða eftir að John McCain, þingmaður flokksins, snúi aftur til starfa eftir veikindi. 16. júlí 2017 07:17
Trump gerir lokatilraun til að ganga frá Obamacare Repúblikanaflokkurinn hefur ætlað sér að fella niður heilbrigðis- og sjúkratrygginakerfi Bandaríkjanna og koma upp nýju kerfi í sjö ár. 19. júlí 2017 10:53
„Obamacare er dauðinn sjálfur“ „Obamacare er dauðinn sjálfur,“ segir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem brýndi í dag fyrir flokksmönnum innan raða Repúblikanaflokksins að flýta umræðu um frumvarp Repúblikanaflokksins sem ætlað er að koma í stað The Affordable Care Act eða Obamacare, eins og það er kallað í daglegu tali. 24. júlí 2017 22:09
Trump lofar forstjórum skattalækkun og að koma Obamacare fyrir kattarnef Donald Trump Bandaríkjaforseti vonar að John McCain öldungadeildarþingmaður jafni sig fljótt eftir að hann greindist með heilaæxli til að hann geti greitt atkvæði með frumvarpi sem komi heilbrigðislögum Obama fyrir kattarnef. 20. júlí 2017 19:00
Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59
Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00