McCain dreginn af sjúkrabeði til að kjósa um Obamacare Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2017 08:29 Erfiðlega hefur gengið fyrir repúblikana að smala saman nægilega mörgum atkvæðum til að afnema Obamacare. Endurkoma John McCain eykur möguleika þeirra á því. Vísir/EPA Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hyggjast kjósa um sjúkratryggingafrumvarp sitt í dag. Margir flokksmenn eru þó óvissir um hvaða útgáfu þess þeir eigi að kjósa. John McCain sem var nýlega greindur með heilaæxli mætir í þingið til að greiða atkvæða. Talsmenn McCain tilkynntu í gær að hann myndi taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Öldungadeildarþingmaðurinn greindist með æxli í heila í síðustu viku og hefur verið heima að ná sér eftir aðgerð síðan. Talið er að atkvæði hans gæti skipt sköpum um afdrif sjúkratryggingafrumvarpsins. Washington Post segir að án McCain hafi aðeins einn þingmaður repúblikana mátt ganga úr skaftinu við atkvæðagreiðslu. Gert hafði verið ráð fyrir að frumvarpið hefði dáið drottni sínum í síðustu viku þegar Mitch Mcconnell, oddvita repúblikana í öldungadeildinni, tókst ekki að afla nægilegs stuðnings við það á meðal þingmanna sinna. Hugmynd um að þingmenn greiddu atkvæði um að afnema aðeins núgildandi sjúkratryggingalög sem kennd hafa verið við Barack Obama, fyrrverandi forseta, reyndist skammlíf.„Ég hef ekki hugmynd“Tillagan sem þingmenn eiga að greiða atkvæði um í dag er formlegs eðlis um hvort taka eigi frumvarpið til umræðu. Óvissa virðist hins vegar ríkja um hvað þingmenn væru þá að samþykkja að ræða. „Ég hef ekki hugmynd um hvað við erum að fara að greiða atkvæði um,“ sagði Ron Johnson, öldungadeildarþingmaður repúblikana við blaðamenn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Mitch McConnell (f.m.) hefur staðið í ströngu að undanförnu við að reyna að ná fram helsta baráttumáli repúblikana: að afnema Obamacare.Vísir/AFPSvipti tugi milljóna manna heilbrigðisþjónustuRepúblikanar greiddu atkvæði í fjölda skipta á meðan Obama var enn forseti um að afnema sjúkratryggingalög hans. Obama beitti þá neitunarvaldi. Nú eru repúblikanar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings auk þess sem Donald Trump forseti kemur úr þeirra röðum. Trump hefur lagt hart að þingmönnum flokksins að afnema Obamacare síðustu daga. Þrátt fyrir það hefur hvorki gengið né rekið hjá þeim að koma þessu helsta baráttumáli sínu í gegn. Ástæðurnar eru meðal annars þær að frumvarp repúblikana hefur reynst gríðarlega óvinsælt á meðal bandarísks almennings enda hafa óháðar úttektir á því leitt í ljós að það myndi svipta tugi milljóna manna heilbrigðisþjónustu. Þá hefur flokksleiðtogum reynst erfitt að sætta ólíkar fylkingar. Hófsamari repúblikanar telja þannig frumvörpin sem hafa verið lögð fram ganga of langt í að nema úr gildi ákvæði Obamacare. Harðlínumenn telja það hins vegar ekki ganga nógu langt.Gætu keypt sér tíma í tvö árBBC segir að svo virðist sem að tveir kostir séu í stöðunni hjá repúblikönum. Annað hvort leggi forystan fram frumvarp um að afnema Obamacare og lög sem komi í staðinn. Hins vegar gætu þeir kosið um að afnema einfaldlega Obamacare. Taki þeir seinni kostinn væri gildistökunni frestað um tvö ár. Keypti það repúblikönum tíma til þess að reyna að koma sér saman um eitthvað sem geti komið í staðinn. Kosið verður til Bandaríkjaþings í nóvember á næsta ári. Því gætu valdahlutföll í þinginu breyst áður en til afnáms Obamacare kæmi. Bandaríkin Tengdar fréttir Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Enn á ný hafa repúblikanar frestað því að greiða atkvæði um sjúkratryggingafrumvarp sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. Nú hyggjast þeir bíða eftir að John McCain, þingmaður flokksins, snúi aftur til starfa eftir veikindi. 16. júlí 2017 07:17 Trump gerir lokatilraun til að ganga frá Obamacare Repúblikanaflokkurinn hefur ætlað sér að fella niður heilbrigðis- og sjúkratrygginakerfi Bandaríkjanna og koma upp nýju kerfi í sjö ár. 19. júlí 2017 10:53 „Obamacare er dauðinn sjálfur“ „Obamacare er dauðinn sjálfur,“ segir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem brýndi í dag fyrir flokksmönnum innan raða Repúblikanaflokksins að flýta umræðu um frumvarp Repúblikanaflokksins sem ætlað er að koma í stað The Affordable Care Act eða Obamacare, eins og það er kallað í daglegu tali. 24. júlí 2017 22:09 Trump lofar forstjórum skattalækkun og að koma Obamacare fyrir kattarnef Donald Trump Bandaríkjaforseti vonar að John McCain öldungadeildarþingmaður jafni sig fljótt eftir að hann greindist með heilaæxli til að hann geti greitt atkvæði með frumvarpi sem komi heilbrigðislögum Obama fyrir kattarnef. 20. júlí 2017 19:00 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hyggjast kjósa um sjúkratryggingafrumvarp sitt í dag. Margir flokksmenn eru þó óvissir um hvaða útgáfu þess þeir eigi að kjósa. John McCain sem var nýlega greindur með heilaæxli mætir í þingið til að greiða atkvæða. Talsmenn McCain tilkynntu í gær að hann myndi taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Öldungadeildarþingmaðurinn greindist með æxli í heila í síðustu viku og hefur verið heima að ná sér eftir aðgerð síðan. Talið er að atkvæði hans gæti skipt sköpum um afdrif sjúkratryggingafrumvarpsins. Washington Post segir að án McCain hafi aðeins einn þingmaður repúblikana mátt ganga úr skaftinu við atkvæðagreiðslu. Gert hafði verið ráð fyrir að frumvarpið hefði dáið drottni sínum í síðustu viku þegar Mitch Mcconnell, oddvita repúblikana í öldungadeildinni, tókst ekki að afla nægilegs stuðnings við það á meðal þingmanna sinna. Hugmynd um að þingmenn greiddu atkvæði um að afnema aðeins núgildandi sjúkratryggingalög sem kennd hafa verið við Barack Obama, fyrrverandi forseta, reyndist skammlíf.„Ég hef ekki hugmynd“Tillagan sem þingmenn eiga að greiða atkvæði um í dag er formlegs eðlis um hvort taka eigi frumvarpið til umræðu. Óvissa virðist hins vegar ríkja um hvað þingmenn væru þá að samþykkja að ræða. „Ég hef ekki hugmynd um hvað við erum að fara að greiða atkvæði um,“ sagði Ron Johnson, öldungadeildarþingmaður repúblikana við blaðamenn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Mitch McConnell (f.m.) hefur staðið í ströngu að undanförnu við að reyna að ná fram helsta baráttumáli repúblikana: að afnema Obamacare.Vísir/AFPSvipti tugi milljóna manna heilbrigðisþjónustuRepúblikanar greiddu atkvæði í fjölda skipta á meðan Obama var enn forseti um að afnema sjúkratryggingalög hans. Obama beitti þá neitunarvaldi. Nú eru repúblikanar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings auk þess sem Donald Trump forseti kemur úr þeirra röðum. Trump hefur lagt hart að þingmönnum flokksins að afnema Obamacare síðustu daga. Þrátt fyrir það hefur hvorki gengið né rekið hjá þeim að koma þessu helsta baráttumáli sínu í gegn. Ástæðurnar eru meðal annars þær að frumvarp repúblikana hefur reynst gríðarlega óvinsælt á meðal bandarísks almennings enda hafa óháðar úttektir á því leitt í ljós að það myndi svipta tugi milljóna manna heilbrigðisþjónustu. Þá hefur flokksleiðtogum reynst erfitt að sætta ólíkar fylkingar. Hófsamari repúblikanar telja þannig frumvörpin sem hafa verið lögð fram ganga of langt í að nema úr gildi ákvæði Obamacare. Harðlínumenn telja það hins vegar ekki ganga nógu langt.Gætu keypt sér tíma í tvö árBBC segir að svo virðist sem að tveir kostir séu í stöðunni hjá repúblikönum. Annað hvort leggi forystan fram frumvarp um að afnema Obamacare og lög sem komi í staðinn. Hins vegar gætu þeir kosið um að afnema einfaldlega Obamacare. Taki þeir seinni kostinn væri gildistökunni frestað um tvö ár. Keypti það repúblikönum tíma til þess að reyna að koma sér saman um eitthvað sem geti komið í staðinn. Kosið verður til Bandaríkjaþings í nóvember á næsta ári. Því gætu valdahlutföll í þinginu breyst áður en til afnáms Obamacare kæmi.
Bandaríkin Tengdar fréttir Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Enn á ný hafa repúblikanar frestað því að greiða atkvæði um sjúkratryggingafrumvarp sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. Nú hyggjast þeir bíða eftir að John McCain, þingmaður flokksins, snúi aftur til starfa eftir veikindi. 16. júlí 2017 07:17 Trump gerir lokatilraun til að ganga frá Obamacare Repúblikanaflokkurinn hefur ætlað sér að fella niður heilbrigðis- og sjúkratrygginakerfi Bandaríkjanna og koma upp nýju kerfi í sjö ár. 19. júlí 2017 10:53 „Obamacare er dauðinn sjálfur“ „Obamacare er dauðinn sjálfur,“ segir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem brýndi í dag fyrir flokksmönnum innan raða Repúblikanaflokksins að flýta umræðu um frumvarp Repúblikanaflokksins sem ætlað er að koma í stað The Affordable Care Act eða Obamacare, eins og það er kallað í daglegu tali. 24. júlí 2017 22:09 Trump lofar forstjórum skattalækkun og að koma Obamacare fyrir kattarnef Donald Trump Bandaríkjaforseti vonar að John McCain öldungadeildarþingmaður jafni sig fljótt eftir að hann greindist með heilaæxli til að hann geti greitt atkvæði með frumvarpi sem komi heilbrigðislögum Obama fyrir kattarnef. 20. júlí 2017 19:00 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Enn á ný hafa repúblikanar frestað því að greiða atkvæði um sjúkratryggingafrumvarp sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. Nú hyggjast þeir bíða eftir að John McCain, þingmaður flokksins, snúi aftur til starfa eftir veikindi. 16. júlí 2017 07:17
Trump gerir lokatilraun til að ganga frá Obamacare Repúblikanaflokkurinn hefur ætlað sér að fella niður heilbrigðis- og sjúkratrygginakerfi Bandaríkjanna og koma upp nýju kerfi í sjö ár. 19. júlí 2017 10:53
„Obamacare er dauðinn sjálfur“ „Obamacare er dauðinn sjálfur,“ segir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem brýndi í dag fyrir flokksmönnum innan raða Repúblikanaflokksins að flýta umræðu um frumvarp Repúblikanaflokksins sem ætlað er að koma í stað The Affordable Care Act eða Obamacare, eins og það er kallað í daglegu tali. 24. júlí 2017 22:09
Trump lofar forstjórum skattalækkun og að koma Obamacare fyrir kattarnef Donald Trump Bandaríkjaforseti vonar að John McCain öldungadeildarþingmaður jafni sig fljótt eftir að hann greindist með heilaæxli til að hann geti greitt atkvæði með frumvarpi sem komi heilbrigðislögum Obama fyrir kattarnef. 20. júlí 2017 19:00
Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59
Heilbrigðisfrumvarp Repúblikana við dauðans dyr Tveir öldungadeildarþingmenn til viðbótar lýsa yfir andstöðu sinni gegn Trumpcare. 18. júlí 2017 09:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent