Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2017 07:17 Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Donald Trump og Mitch McConnell (t.h.) að fá þingmenn repúblikana til að greiða nýjum sjúkratryggingalögum atkvæði sín. Vísir/Getty Atkvæðagreiðslu um nýtt sjúkratryggingafrumvarp repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings hefur verið frestað. Leiðtogi flokksins í þingdeildinni segir ástæðuna fjarveru eins þingmanns en án hans er óvíst að meirihluti sé fyrir frumvarpinu. Sjúktratryggingafrumvarp repúblikana sem þeir vilja að komi í staðinn fyrir lögin sem Barack Obama setti og hafa verið kennd við forsetann fyrrverandi hafa reynst gríðarlega óvinsæl á meðal almennings. Upphaflega stóð til að greiða atkvæði um frumvarpið fyrir þinghlé fyrir þjóðhátíðarhelgi Bandaríkjamanna 4. júlí en því var frestað. Nú segir Mitch McConnell, oddviti repúblikana í öldungadeildinni, að atkvæðagreiðslunni verði enn frestað, nú þangað til John McCain, þingmaður flokksins, snýr aftur eftir skurðaðgerð. Talsmenn McCain hafa sagt að hann verði fjarri góðu gamni í þessari viku á meðan hann jafnar sig eftir aðgerð þar sem blóðtappi var fjarlægður úr höfði hans, að sögn Reuters-fréttastofunnar.John McCain hefur sjálfur lýst efasemdum um innihald frumvarpsins en hefur ekki gefið upp hvernig hann mun greiða atkvæði.Vísir/AFPErfitt að sætta ólíkar fylkingar innan flokksinsRepúblikanar eru með nauman meirihluta í öldungadeildinni. Þeir hafa 52 þingsæti gegn 46 demókrötum og tveimur óháðum þingmönnum sem binda þó trúss sitt við demókrata í þingstörfunum. Annar þeirrra er Bernie Sanders sem bauð sig fram í forvali Demókrataflokksins gegn Hillary Clinton. Fyrir utan óvinsældir frumvarpsins á meðal almennings sem gætu haft áhrif á þingmenn sem þurfa að berjast fyrir sætum sínum í þingkosningum á næsta ári hafa repúblikanar skipst í fylkingar gagnvart sjúkratryggingalögunum. Hófsamari repúblikanar hafa ekki getað fellt sig við hversu mikið frumvarpið útvatnar núgildandi sjúkratryggingar en frjálshyggjuarmur flokksins hefur viljað ganga enn lengra í afnámi Obamacare. Það hefur reynst leiðtogum flokksins erfitt að sætta þessi ólíku sjónarmið. Bandaríkin Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. 27. júní 2017 10:30 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Leiðtogi meirihluta öldungaþingsins hefur fresta atkvæðagreiðslu um hið umdeilda frumvarp. 28. júní 2017 12:15 Repúblikanar byrja að afhjúpa heilbrigðistryggingafrumvarp sitt Mikil leynd hefur hvílt yfir nýjum frumvarpi repúblikana sem á að koma í staðinn fyrir Obamacare, sjúkratryggingalög Baracks Obama. Fyrstu fréttir benda til þess að milljónir Bandaríkjamanna muni missa sjúkratryggingar verði frumvarpið að lögum. 22. júní 2017 15:50 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um nýtt sjúkratryggingafrumvarp repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings hefur verið frestað. Leiðtogi flokksins í þingdeildinni segir ástæðuna fjarveru eins þingmanns en án hans er óvíst að meirihluti sé fyrir frumvarpinu. Sjúktratryggingafrumvarp repúblikana sem þeir vilja að komi í staðinn fyrir lögin sem Barack Obama setti og hafa verið kennd við forsetann fyrrverandi hafa reynst gríðarlega óvinsæl á meðal almennings. Upphaflega stóð til að greiða atkvæði um frumvarpið fyrir þinghlé fyrir þjóðhátíðarhelgi Bandaríkjamanna 4. júlí en því var frestað. Nú segir Mitch McConnell, oddviti repúblikana í öldungadeildinni, að atkvæðagreiðslunni verði enn frestað, nú þangað til John McCain, þingmaður flokksins, snýr aftur eftir skurðaðgerð. Talsmenn McCain hafa sagt að hann verði fjarri góðu gamni í þessari viku á meðan hann jafnar sig eftir aðgerð þar sem blóðtappi var fjarlægður úr höfði hans, að sögn Reuters-fréttastofunnar.John McCain hefur sjálfur lýst efasemdum um innihald frumvarpsins en hefur ekki gefið upp hvernig hann mun greiða atkvæði.Vísir/AFPErfitt að sætta ólíkar fylkingar innan flokksinsRepúblikanar eru með nauman meirihluta í öldungadeildinni. Þeir hafa 52 þingsæti gegn 46 demókrötum og tveimur óháðum þingmönnum sem binda þó trúss sitt við demókrata í þingstörfunum. Annar þeirrra er Bernie Sanders sem bauð sig fram í forvali Demókrataflokksins gegn Hillary Clinton. Fyrir utan óvinsældir frumvarpsins á meðal almennings sem gætu haft áhrif á þingmenn sem þurfa að berjast fyrir sætum sínum í þingkosningum á næsta ári hafa repúblikanar skipst í fylkingar gagnvart sjúkratryggingalögunum. Hófsamari repúblikanar hafa ekki getað fellt sig við hversu mikið frumvarpið útvatnar núgildandi sjúkratryggingar en frjálshyggjuarmur flokksins hefur viljað ganga enn lengra í afnámi Obamacare. Það hefur reynst leiðtogum flokksins erfitt að sætta þessi ólíku sjónarmið.
Bandaríkin Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. 27. júní 2017 10:30 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Leiðtogi meirihluta öldungaþingsins hefur fresta atkvæðagreiðslu um hið umdeilda frumvarp. 28. júní 2017 12:15 Repúblikanar byrja að afhjúpa heilbrigðistryggingafrumvarp sitt Mikil leynd hefur hvílt yfir nýjum frumvarpi repúblikana sem á að koma í staðinn fyrir Obamacare, sjúkratryggingalög Baracks Obama. Fyrstu fréttir benda til þess að milljónir Bandaríkjamanna muni missa sjúkratryggingar verði frumvarpið að lögum. 22. júní 2017 15:50 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. 27. júní 2017 10:30
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Leiðtogi meirihluta öldungaþingsins hefur fresta atkvæðagreiðslu um hið umdeilda frumvarp. 28. júní 2017 12:15
Repúblikanar byrja að afhjúpa heilbrigðistryggingafrumvarp sitt Mikil leynd hefur hvílt yfir nýjum frumvarpi repúblikana sem á að koma í staðinn fyrir Obamacare, sjúkratryggingalög Baracks Obama. Fyrstu fréttir benda til þess að milljónir Bandaríkjamanna muni missa sjúkratryggingar verði frumvarpið að lögum. 22. júní 2017 15:50
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45
Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59