Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2017 07:17 Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Donald Trump og Mitch McConnell (t.h.) að fá þingmenn repúblikana til að greiða nýjum sjúkratryggingalögum atkvæði sín. Vísir/Getty Atkvæðagreiðslu um nýtt sjúkratryggingafrumvarp repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings hefur verið frestað. Leiðtogi flokksins í þingdeildinni segir ástæðuna fjarveru eins þingmanns en án hans er óvíst að meirihluti sé fyrir frumvarpinu. Sjúktratryggingafrumvarp repúblikana sem þeir vilja að komi í staðinn fyrir lögin sem Barack Obama setti og hafa verið kennd við forsetann fyrrverandi hafa reynst gríðarlega óvinsæl á meðal almennings. Upphaflega stóð til að greiða atkvæði um frumvarpið fyrir þinghlé fyrir þjóðhátíðarhelgi Bandaríkjamanna 4. júlí en því var frestað. Nú segir Mitch McConnell, oddviti repúblikana í öldungadeildinni, að atkvæðagreiðslunni verði enn frestað, nú þangað til John McCain, þingmaður flokksins, snýr aftur eftir skurðaðgerð. Talsmenn McCain hafa sagt að hann verði fjarri góðu gamni í þessari viku á meðan hann jafnar sig eftir aðgerð þar sem blóðtappi var fjarlægður úr höfði hans, að sögn Reuters-fréttastofunnar.John McCain hefur sjálfur lýst efasemdum um innihald frumvarpsins en hefur ekki gefið upp hvernig hann mun greiða atkvæði.Vísir/AFPErfitt að sætta ólíkar fylkingar innan flokksinsRepúblikanar eru með nauman meirihluta í öldungadeildinni. Þeir hafa 52 þingsæti gegn 46 demókrötum og tveimur óháðum þingmönnum sem binda þó trúss sitt við demókrata í þingstörfunum. Annar þeirrra er Bernie Sanders sem bauð sig fram í forvali Demókrataflokksins gegn Hillary Clinton. Fyrir utan óvinsældir frumvarpsins á meðal almennings sem gætu haft áhrif á þingmenn sem þurfa að berjast fyrir sætum sínum í þingkosningum á næsta ári hafa repúblikanar skipst í fylkingar gagnvart sjúkratryggingalögunum. Hófsamari repúblikanar hafa ekki getað fellt sig við hversu mikið frumvarpið útvatnar núgildandi sjúkratryggingar en frjálshyggjuarmur flokksins hefur viljað ganga enn lengra í afnámi Obamacare. Það hefur reynst leiðtogum flokksins erfitt að sætta þessi ólíku sjónarmið. Bandaríkin Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. 27. júní 2017 10:30 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Leiðtogi meirihluta öldungaþingsins hefur fresta atkvæðagreiðslu um hið umdeilda frumvarp. 28. júní 2017 12:15 Repúblikanar byrja að afhjúpa heilbrigðistryggingafrumvarp sitt Mikil leynd hefur hvílt yfir nýjum frumvarpi repúblikana sem á að koma í staðinn fyrir Obamacare, sjúkratryggingalög Baracks Obama. Fyrstu fréttir benda til þess að milljónir Bandaríkjamanna muni missa sjúkratryggingar verði frumvarpið að lögum. 22. júní 2017 15:50 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um nýtt sjúkratryggingafrumvarp repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings hefur verið frestað. Leiðtogi flokksins í þingdeildinni segir ástæðuna fjarveru eins þingmanns en án hans er óvíst að meirihluti sé fyrir frumvarpinu. Sjúktratryggingafrumvarp repúblikana sem þeir vilja að komi í staðinn fyrir lögin sem Barack Obama setti og hafa verið kennd við forsetann fyrrverandi hafa reynst gríðarlega óvinsæl á meðal almennings. Upphaflega stóð til að greiða atkvæði um frumvarpið fyrir þinghlé fyrir þjóðhátíðarhelgi Bandaríkjamanna 4. júlí en því var frestað. Nú segir Mitch McConnell, oddviti repúblikana í öldungadeildinni, að atkvæðagreiðslunni verði enn frestað, nú þangað til John McCain, þingmaður flokksins, snýr aftur eftir skurðaðgerð. Talsmenn McCain hafa sagt að hann verði fjarri góðu gamni í þessari viku á meðan hann jafnar sig eftir aðgerð þar sem blóðtappi var fjarlægður úr höfði hans, að sögn Reuters-fréttastofunnar.John McCain hefur sjálfur lýst efasemdum um innihald frumvarpsins en hefur ekki gefið upp hvernig hann mun greiða atkvæði.Vísir/AFPErfitt að sætta ólíkar fylkingar innan flokksinsRepúblikanar eru með nauman meirihluta í öldungadeildinni. Þeir hafa 52 þingsæti gegn 46 demókrötum og tveimur óháðum þingmönnum sem binda þó trúss sitt við demókrata í þingstörfunum. Annar þeirrra er Bernie Sanders sem bauð sig fram í forvali Demókrataflokksins gegn Hillary Clinton. Fyrir utan óvinsældir frumvarpsins á meðal almennings sem gætu haft áhrif á þingmenn sem þurfa að berjast fyrir sætum sínum í þingkosningum á næsta ári hafa repúblikanar skipst í fylkingar gagnvart sjúkratryggingalögunum. Hófsamari repúblikanar hafa ekki getað fellt sig við hversu mikið frumvarpið útvatnar núgildandi sjúkratryggingar en frjálshyggjuarmur flokksins hefur viljað ganga enn lengra í afnámi Obamacare. Það hefur reynst leiðtogum flokksins erfitt að sætta þessi ólíku sjónarmið.
Bandaríkin Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. 27. júní 2017 10:30 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Leiðtogi meirihluta öldungaþingsins hefur fresta atkvæðagreiðslu um hið umdeilda frumvarp. 28. júní 2017 12:15 Repúblikanar byrja að afhjúpa heilbrigðistryggingafrumvarp sitt Mikil leynd hefur hvílt yfir nýjum frumvarpi repúblikana sem á að koma í staðinn fyrir Obamacare, sjúkratryggingalög Baracks Obama. Fyrstu fréttir benda til þess að milljónir Bandaríkjamanna muni missa sjúkratryggingar verði frumvarpið að lögum. 22. júní 2017 15:50 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. 27. júní 2017 10:30
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Leiðtogi meirihluta öldungaþingsins hefur fresta atkvæðagreiðslu um hið umdeilda frumvarp. 28. júní 2017 12:15
Repúblikanar byrja að afhjúpa heilbrigðistryggingafrumvarp sitt Mikil leynd hefur hvílt yfir nýjum frumvarpi repúblikana sem á að koma í staðinn fyrir Obamacare, sjúkratryggingalög Baracks Obama. Fyrstu fréttir benda til þess að milljónir Bandaríkjamanna muni missa sjúkratryggingar verði frumvarpið að lögum. 22. júní 2017 15:50
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45
Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59