Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2017 07:17 Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Donald Trump og Mitch McConnell (t.h.) að fá þingmenn repúblikana til að greiða nýjum sjúkratryggingalögum atkvæði sín. Vísir/Getty Atkvæðagreiðslu um nýtt sjúkratryggingafrumvarp repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings hefur verið frestað. Leiðtogi flokksins í þingdeildinni segir ástæðuna fjarveru eins þingmanns en án hans er óvíst að meirihluti sé fyrir frumvarpinu. Sjúktratryggingafrumvarp repúblikana sem þeir vilja að komi í staðinn fyrir lögin sem Barack Obama setti og hafa verið kennd við forsetann fyrrverandi hafa reynst gríðarlega óvinsæl á meðal almennings. Upphaflega stóð til að greiða atkvæði um frumvarpið fyrir þinghlé fyrir þjóðhátíðarhelgi Bandaríkjamanna 4. júlí en því var frestað. Nú segir Mitch McConnell, oddviti repúblikana í öldungadeildinni, að atkvæðagreiðslunni verði enn frestað, nú þangað til John McCain, þingmaður flokksins, snýr aftur eftir skurðaðgerð. Talsmenn McCain hafa sagt að hann verði fjarri góðu gamni í þessari viku á meðan hann jafnar sig eftir aðgerð þar sem blóðtappi var fjarlægður úr höfði hans, að sögn Reuters-fréttastofunnar.John McCain hefur sjálfur lýst efasemdum um innihald frumvarpsins en hefur ekki gefið upp hvernig hann mun greiða atkvæði.Vísir/AFPErfitt að sætta ólíkar fylkingar innan flokksinsRepúblikanar eru með nauman meirihluta í öldungadeildinni. Þeir hafa 52 þingsæti gegn 46 demókrötum og tveimur óháðum þingmönnum sem binda þó trúss sitt við demókrata í þingstörfunum. Annar þeirrra er Bernie Sanders sem bauð sig fram í forvali Demókrataflokksins gegn Hillary Clinton. Fyrir utan óvinsældir frumvarpsins á meðal almennings sem gætu haft áhrif á þingmenn sem þurfa að berjast fyrir sætum sínum í þingkosningum á næsta ári hafa repúblikanar skipst í fylkingar gagnvart sjúkratryggingalögunum. Hófsamari repúblikanar hafa ekki getað fellt sig við hversu mikið frumvarpið útvatnar núgildandi sjúkratryggingar en frjálshyggjuarmur flokksins hefur viljað ganga enn lengra í afnámi Obamacare. Það hefur reynst leiðtogum flokksins erfitt að sætta þessi ólíku sjónarmið. Bandaríkin Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. 27. júní 2017 10:30 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Leiðtogi meirihluta öldungaþingsins hefur fresta atkvæðagreiðslu um hið umdeilda frumvarp. 28. júní 2017 12:15 Repúblikanar byrja að afhjúpa heilbrigðistryggingafrumvarp sitt Mikil leynd hefur hvílt yfir nýjum frumvarpi repúblikana sem á að koma í staðinn fyrir Obamacare, sjúkratryggingalög Baracks Obama. Fyrstu fréttir benda til þess að milljónir Bandaríkjamanna muni missa sjúkratryggingar verði frumvarpið að lögum. 22. júní 2017 15:50 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um nýtt sjúkratryggingafrumvarp repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings hefur verið frestað. Leiðtogi flokksins í þingdeildinni segir ástæðuna fjarveru eins þingmanns en án hans er óvíst að meirihluti sé fyrir frumvarpinu. Sjúktratryggingafrumvarp repúblikana sem þeir vilja að komi í staðinn fyrir lögin sem Barack Obama setti og hafa verið kennd við forsetann fyrrverandi hafa reynst gríðarlega óvinsæl á meðal almennings. Upphaflega stóð til að greiða atkvæði um frumvarpið fyrir þinghlé fyrir þjóðhátíðarhelgi Bandaríkjamanna 4. júlí en því var frestað. Nú segir Mitch McConnell, oddviti repúblikana í öldungadeildinni, að atkvæðagreiðslunni verði enn frestað, nú þangað til John McCain, þingmaður flokksins, snýr aftur eftir skurðaðgerð. Talsmenn McCain hafa sagt að hann verði fjarri góðu gamni í þessari viku á meðan hann jafnar sig eftir aðgerð þar sem blóðtappi var fjarlægður úr höfði hans, að sögn Reuters-fréttastofunnar.John McCain hefur sjálfur lýst efasemdum um innihald frumvarpsins en hefur ekki gefið upp hvernig hann mun greiða atkvæði.Vísir/AFPErfitt að sætta ólíkar fylkingar innan flokksinsRepúblikanar eru með nauman meirihluta í öldungadeildinni. Þeir hafa 52 þingsæti gegn 46 demókrötum og tveimur óháðum þingmönnum sem binda þó trúss sitt við demókrata í þingstörfunum. Annar þeirrra er Bernie Sanders sem bauð sig fram í forvali Demókrataflokksins gegn Hillary Clinton. Fyrir utan óvinsældir frumvarpsins á meðal almennings sem gætu haft áhrif á þingmenn sem þurfa að berjast fyrir sætum sínum í þingkosningum á næsta ári hafa repúblikanar skipst í fylkingar gagnvart sjúkratryggingalögunum. Hófsamari repúblikanar hafa ekki getað fellt sig við hversu mikið frumvarpið útvatnar núgildandi sjúkratryggingar en frjálshyggjuarmur flokksins hefur viljað ganga enn lengra í afnámi Obamacare. Það hefur reynst leiðtogum flokksins erfitt að sætta þessi ólíku sjónarmið.
Bandaríkin Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. 27. júní 2017 10:30 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Leiðtogi meirihluta öldungaþingsins hefur fresta atkvæðagreiðslu um hið umdeilda frumvarp. 28. júní 2017 12:15 Repúblikanar byrja að afhjúpa heilbrigðistryggingafrumvarp sitt Mikil leynd hefur hvílt yfir nýjum frumvarpi repúblikana sem á að koma í staðinn fyrir Obamacare, sjúkratryggingalög Baracks Obama. Fyrstu fréttir benda til þess að milljónir Bandaríkjamanna muni missa sjúkratryggingar verði frumvarpið að lögum. 22. júní 2017 15:50 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Sjá meira
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. 27. júní 2017 10:30
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Leiðtogi meirihluta öldungaþingsins hefur fresta atkvæðagreiðslu um hið umdeilda frumvarp. 28. júní 2017 12:15
Repúblikanar byrja að afhjúpa heilbrigðistryggingafrumvarp sitt Mikil leynd hefur hvílt yfir nýjum frumvarpi repúblikana sem á að koma í staðinn fyrir Obamacare, sjúkratryggingalög Baracks Obama. Fyrstu fréttir benda til þess að milljónir Bandaríkjamanna muni missa sjúkratryggingar verði frumvarpið að lögum. 22. júní 2017 15:50
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45
Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59