Repúblikanar fresta atkvæðagreiðslu um sjúkratryggingar aftur Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2017 07:17 Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Donald Trump og Mitch McConnell (t.h.) að fá þingmenn repúblikana til að greiða nýjum sjúkratryggingalögum atkvæði sín. Vísir/Getty Atkvæðagreiðslu um nýtt sjúkratryggingafrumvarp repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings hefur verið frestað. Leiðtogi flokksins í þingdeildinni segir ástæðuna fjarveru eins þingmanns en án hans er óvíst að meirihluti sé fyrir frumvarpinu. Sjúktratryggingafrumvarp repúblikana sem þeir vilja að komi í staðinn fyrir lögin sem Barack Obama setti og hafa verið kennd við forsetann fyrrverandi hafa reynst gríðarlega óvinsæl á meðal almennings. Upphaflega stóð til að greiða atkvæði um frumvarpið fyrir þinghlé fyrir þjóðhátíðarhelgi Bandaríkjamanna 4. júlí en því var frestað. Nú segir Mitch McConnell, oddviti repúblikana í öldungadeildinni, að atkvæðagreiðslunni verði enn frestað, nú þangað til John McCain, þingmaður flokksins, snýr aftur eftir skurðaðgerð. Talsmenn McCain hafa sagt að hann verði fjarri góðu gamni í þessari viku á meðan hann jafnar sig eftir aðgerð þar sem blóðtappi var fjarlægður úr höfði hans, að sögn Reuters-fréttastofunnar.John McCain hefur sjálfur lýst efasemdum um innihald frumvarpsins en hefur ekki gefið upp hvernig hann mun greiða atkvæði.Vísir/AFPErfitt að sætta ólíkar fylkingar innan flokksinsRepúblikanar eru með nauman meirihluta í öldungadeildinni. Þeir hafa 52 þingsæti gegn 46 demókrötum og tveimur óháðum þingmönnum sem binda þó trúss sitt við demókrata í þingstörfunum. Annar þeirrra er Bernie Sanders sem bauð sig fram í forvali Demókrataflokksins gegn Hillary Clinton. Fyrir utan óvinsældir frumvarpsins á meðal almennings sem gætu haft áhrif á þingmenn sem þurfa að berjast fyrir sætum sínum í þingkosningum á næsta ári hafa repúblikanar skipst í fylkingar gagnvart sjúkratryggingalögunum. Hófsamari repúblikanar hafa ekki getað fellt sig við hversu mikið frumvarpið útvatnar núgildandi sjúkratryggingar en frjálshyggjuarmur flokksins hefur viljað ganga enn lengra í afnámi Obamacare. Það hefur reynst leiðtogum flokksins erfitt að sætta þessi ólíku sjónarmið. Bandaríkin Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. 27. júní 2017 10:30 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Leiðtogi meirihluta öldungaþingsins hefur fresta atkvæðagreiðslu um hið umdeilda frumvarp. 28. júní 2017 12:15 Repúblikanar byrja að afhjúpa heilbrigðistryggingafrumvarp sitt Mikil leynd hefur hvílt yfir nýjum frumvarpi repúblikana sem á að koma í staðinn fyrir Obamacare, sjúkratryggingalög Baracks Obama. Fyrstu fréttir benda til þess að milljónir Bandaríkjamanna muni missa sjúkratryggingar verði frumvarpið að lögum. 22. júní 2017 15:50 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um nýtt sjúkratryggingafrumvarp repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings hefur verið frestað. Leiðtogi flokksins í þingdeildinni segir ástæðuna fjarveru eins þingmanns en án hans er óvíst að meirihluti sé fyrir frumvarpinu. Sjúktratryggingafrumvarp repúblikana sem þeir vilja að komi í staðinn fyrir lögin sem Barack Obama setti og hafa verið kennd við forsetann fyrrverandi hafa reynst gríðarlega óvinsæl á meðal almennings. Upphaflega stóð til að greiða atkvæði um frumvarpið fyrir þinghlé fyrir þjóðhátíðarhelgi Bandaríkjamanna 4. júlí en því var frestað. Nú segir Mitch McConnell, oddviti repúblikana í öldungadeildinni, að atkvæðagreiðslunni verði enn frestað, nú þangað til John McCain, þingmaður flokksins, snýr aftur eftir skurðaðgerð. Talsmenn McCain hafa sagt að hann verði fjarri góðu gamni í þessari viku á meðan hann jafnar sig eftir aðgerð þar sem blóðtappi var fjarlægður úr höfði hans, að sögn Reuters-fréttastofunnar.John McCain hefur sjálfur lýst efasemdum um innihald frumvarpsins en hefur ekki gefið upp hvernig hann mun greiða atkvæði.Vísir/AFPErfitt að sætta ólíkar fylkingar innan flokksinsRepúblikanar eru með nauman meirihluta í öldungadeildinni. Þeir hafa 52 þingsæti gegn 46 demókrötum og tveimur óháðum þingmönnum sem binda þó trúss sitt við demókrata í þingstörfunum. Annar þeirrra er Bernie Sanders sem bauð sig fram í forvali Demókrataflokksins gegn Hillary Clinton. Fyrir utan óvinsældir frumvarpsins á meðal almennings sem gætu haft áhrif á þingmenn sem þurfa að berjast fyrir sætum sínum í þingkosningum á næsta ári hafa repúblikanar skipst í fylkingar gagnvart sjúkratryggingalögunum. Hófsamari repúblikanar hafa ekki getað fellt sig við hversu mikið frumvarpið útvatnar núgildandi sjúkratryggingar en frjálshyggjuarmur flokksins hefur viljað ganga enn lengra í afnámi Obamacare. Það hefur reynst leiðtogum flokksins erfitt að sætta þessi ólíku sjónarmið.
Bandaríkin Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. 27. júní 2017 10:30 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Leiðtogi meirihluta öldungaþingsins hefur fresta atkvæðagreiðslu um hið umdeilda frumvarp. 28. júní 2017 12:15 Repúblikanar byrja að afhjúpa heilbrigðistryggingafrumvarp sitt Mikil leynd hefur hvílt yfir nýjum frumvarpi repúblikana sem á að koma í staðinn fyrir Obamacare, sjúkratryggingalög Baracks Obama. Fyrstu fréttir benda til þess að milljónir Bandaríkjamanna muni missa sjúkratryggingar verði frumvarpið að lögum. 22. júní 2017 15:50 Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu Nokkrir þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni ekki kjósa með frumvarpinu eftir að úttekt var gerð á áhrifum þess. 27. júní 2017 10:30
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél Leiðtogi meirihluta öldungaþingsins hefur fresta atkvæðagreiðslu um hið umdeilda frumvarp. 28. júní 2017 12:15
Repúblikanar byrja að afhjúpa heilbrigðistryggingafrumvarp sitt Mikil leynd hefur hvílt yfir nýjum frumvarpi repúblikana sem á að koma í staðinn fyrir Obamacare, sjúkratryggingalög Baracks Obama. Fyrstu fréttir benda til þess að milljónir Bandaríkjamanna muni missa sjúkratryggingar verði frumvarpið að lögum. 22. júní 2017 15:50
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45
Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi. 12. júlí 2017 11:59