Kastar trans fólki úr hernum fyrir múrinn Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2017 20:52 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun að banna trans fólki að þjóna í herafla Bandaríkjanna svo hann gæti tryggt sér fjármagn til byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra og James Mattis, varnarmálaráðherra, greip ekki til aðgerða sem þeim þóknuðust. Trump hikaði ekki, samkvæmt frétt Politico, og tilkynnti bannið á Twitter í dag. Deilurnar meðal þingmanna ógnuðu frumvarpi sem ætlað er að tryggja fjármagn til byggingu múrsins umdeilda. Þingmennirnir höfðu hótað því að styðja ekki frumvarpið ef fjárútlát ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða yrði ekki stöðvað.Sjá einnig: Transfólk má ekki gegn herþjónustu0,04 til 0,13 prósent Eins og stendur eru allt að 250 manneskjur í herafla Bandaríkjanna sem eru í því ferli að leiðrétta kyn sitt. Rand Corp. áætlaði í fyrra að um 2.450 manns sem hafa farið í kynleiðréttingu hafi þjónað í hernum. Herafli Bandaríkjanna samanstendur af um 1,3 milljónum manna. Óvíst er hvað verður um trans fólk sem gegnir nú herþjónustu. Sarah Huckabee, talskona Hvíta hússins, sagði í dag að farið yrði yfir hvernig bannið yrði sett á.Rand Corp. áætlaði einnig að kostnaður heraflans vegna kynleiðréttingaraðgerða yrði frá 2,4 milljónum dala til 8,4 milljóna á ári. Það fæli í sér 0,04 til 0,13 prósenta aukninga fjárútláta, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Skammt er síðan frumvarp var lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, sem hefðu meinað hernaðaryfirvöldum landsins að borga fyrir kynleiðréttingaraðgerðir. Það frumvarp var þó fellt með naumum meirihluta.Samkvæmt frétt Washington Post virðist ákvörðun Trump hafa komið mörgum þingmönnum Repúblikanaflokksins á óvart í dag. Demókratar hafa gagnrýnt forsetann harðlega og það hafa repúblikanar einnig gert. John McCain sagði til dæmis að yfirlýsing forsetans hefði verið óljós og „enn eitt dæmið“ um að ekki ætti að tilkynna mikilvægar stefnubreytingar á Twitter. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók þá ákvörðun að banna trans fólki að þjóna í herafla Bandaríkjanna svo hann gæti tryggt sér fjármagn til byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra og James Mattis, varnarmálaráðherra, greip ekki til aðgerða sem þeim þóknuðust. Trump hikaði ekki, samkvæmt frétt Politico, og tilkynnti bannið á Twitter í dag. Deilurnar meðal þingmanna ógnuðu frumvarpi sem ætlað er að tryggja fjármagn til byggingu múrsins umdeilda. Þingmennirnir höfðu hótað því að styðja ekki frumvarpið ef fjárútlát ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða yrði ekki stöðvað.Sjá einnig: Transfólk má ekki gegn herþjónustu0,04 til 0,13 prósent Eins og stendur eru allt að 250 manneskjur í herafla Bandaríkjanna sem eru í því ferli að leiðrétta kyn sitt. Rand Corp. áætlaði í fyrra að um 2.450 manns sem hafa farið í kynleiðréttingu hafi þjónað í hernum. Herafli Bandaríkjanna samanstendur af um 1,3 milljónum manna. Óvíst er hvað verður um trans fólk sem gegnir nú herþjónustu. Sarah Huckabee, talskona Hvíta hússins, sagði í dag að farið yrði yfir hvernig bannið yrði sett á.Rand Corp. áætlaði einnig að kostnaður heraflans vegna kynleiðréttingaraðgerða yrði frá 2,4 milljónum dala til 8,4 milljóna á ári. Það fæli í sér 0,04 til 0,13 prósenta aukninga fjárútláta, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Skammt er síðan frumvarp var lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, sem hefðu meinað hernaðaryfirvöldum landsins að borga fyrir kynleiðréttingaraðgerðir. Það frumvarp var þó fellt með naumum meirihluta.Samkvæmt frétt Washington Post virðist ákvörðun Trump hafa komið mörgum þingmönnum Repúblikanaflokksins á óvart í dag. Demókratar hafa gagnrýnt forsetann harðlega og það hafa repúblikanar einnig gert. John McCain sagði til dæmis að yfirlýsing forsetans hefði verið óljós og „enn eitt dæmið“ um að ekki ætti að tilkynna mikilvægar stefnubreytingar á Twitter.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira