Tæpur helmingur repúblikana vill að stjórnvöld geti lokað fjölmiðlum Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2017 13:44 Washington Post er einn þeirra fjölmiðla sem Trump og repúblikana hafa ítrekað vænt um að flytja gervifréttir. Vísir/EPA Bandaríska ríkið ætti að geta lokað fjölmiðlum sem það telur hlutdræga eða ónákvæma að mati nærri því helmings repúblikana. Ný skoðanakönnun leiðir í ljós að svipað margir Bandaríkjamenn eru fylgjandi og mótfallnir slíkri valdheimild. Spurningin sem borin var upp var hvort að svarendur myndu styðja það að leyfa dómstólum að loka fréttastofum fyrir að birta eða flytja fréttir sem hlutdrægar eða ónákvæmar. Aðeins 29% sögðu mótfallin slíkri heimild en 28% sögðust henni fylgjandi. Heil 43% sögðust óákveðin í könnun tímaritsins The Economist og könnunarfyrirtækisins Yougov.Mikill munur á demókrötum og repúblikönumHlutföllin voru hins vegar verulega ólík þegar litið var til pólitískra skoðana fólks. Þannig sögðust heil 45% svarenda sem styðja Repúblikanaflokkinn styðja það að stjórnvöld gætu lokað fjölmiðlum. Aðeins 20% sögðust á móti því en 35% voru óviss. Innan við fimmtungur demókrata vill að dómstólar hafi heimild til að þagga niðri í fjölmiðlum og rúm 40% eru andvíg því.Viðhorf Trump til fjölmiðla síast niðurDonald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur eytt miklu púðri í að ráðast á fjölmiðla. Hann hefur ítrekað sakað CNN, New York Times og Washington Post um að flytja gervifréttir og hefur lýst blaðamönnum sem „óvinum þjóðarinnar“. Stjórnmálaskýrandi sem vefmiðillinn Vox ræddi við telur ekki óvarlegt að ætla að orð Trump um fjölmiðla hafi skoðanamótandi áhrif á stuðningsmenn repúblikana. „Það er mikið af vísbendingum um að flokkurinn sem einstaklingar samsama sig með stjórni skoðunum þeirra um fjölda málefna frekar en öfugt,“ segir Will Jordan, kannanagreinandi við almannatengslafyrirtækið Global Strategy Group. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Bandaríska ríkið ætti að geta lokað fjölmiðlum sem það telur hlutdræga eða ónákvæma að mati nærri því helmings repúblikana. Ný skoðanakönnun leiðir í ljós að svipað margir Bandaríkjamenn eru fylgjandi og mótfallnir slíkri valdheimild. Spurningin sem borin var upp var hvort að svarendur myndu styðja það að leyfa dómstólum að loka fréttastofum fyrir að birta eða flytja fréttir sem hlutdrægar eða ónákvæmar. Aðeins 29% sögðu mótfallin slíkri heimild en 28% sögðust henni fylgjandi. Heil 43% sögðust óákveðin í könnun tímaritsins The Economist og könnunarfyrirtækisins Yougov.Mikill munur á demókrötum og repúblikönumHlutföllin voru hins vegar verulega ólík þegar litið var til pólitískra skoðana fólks. Þannig sögðust heil 45% svarenda sem styðja Repúblikanaflokkinn styðja það að stjórnvöld gætu lokað fjölmiðlum. Aðeins 20% sögðust á móti því en 35% voru óviss. Innan við fimmtungur demókrata vill að dómstólar hafi heimild til að þagga niðri í fjölmiðlum og rúm 40% eru andvíg því.Viðhorf Trump til fjölmiðla síast niðurDonald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur eytt miklu púðri í að ráðast á fjölmiðla. Hann hefur ítrekað sakað CNN, New York Times og Washington Post um að flytja gervifréttir og hefur lýst blaðamönnum sem „óvinum þjóðarinnar“. Stjórnmálaskýrandi sem vefmiðillinn Vox ræddi við telur ekki óvarlegt að ætla að orð Trump um fjölmiðla hafi skoðanamótandi áhrif á stuðningsmenn repúblikana. „Það er mikið af vísbendingum um að flokkurinn sem einstaklingar samsama sig með stjórni skoðunum þeirra um fjölda málefna frekar en öfugt,“ segir Will Jordan, kannanagreinandi við almannatengslafyrirtækið Global Strategy Group.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira