Tæpur helmingur repúblikana vill að stjórnvöld geti lokað fjölmiðlum Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2017 13:44 Washington Post er einn þeirra fjölmiðla sem Trump og repúblikana hafa ítrekað vænt um að flytja gervifréttir. Vísir/EPA Bandaríska ríkið ætti að geta lokað fjölmiðlum sem það telur hlutdræga eða ónákvæma að mati nærri því helmings repúblikana. Ný skoðanakönnun leiðir í ljós að svipað margir Bandaríkjamenn eru fylgjandi og mótfallnir slíkri valdheimild. Spurningin sem borin var upp var hvort að svarendur myndu styðja það að leyfa dómstólum að loka fréttastofum fyrir að birta eða flytja fréttir sem hlutdrægar eða ónákvæmar. Aðeins 29% sögðu mótfallin slíkri heimild en 28% sögðust henni fylgjandi. Heil 43% sögðust óákveðin í könnun tímaritsins The Economist og könnunarfyrirtækisins Yougov.Mikill munur á demókrötum og repúblikönumHlutföllin voru hins vegar verulega ólík þegar litið var til pólitískra skoðana fólks. Þannig sögðust heil 45% svarenda sem styðja Repúblikanaflokkinn styðja það að stjórnvöld gætu lokað fjölmiðlum. Aðeins 20% sögðust á móti því en 35% voru óviss. Innan við fimmtungur demókrata vill að dómstólar hafi heimild til að þagga niðri í fjölmiðlum og rúm 40% eru andvíg því.Viðhorf Trump til fjölmiðla síast niðurDonald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur eytt miklu púðri í að ráðast á fjölmiðla. Hann hefur ítrekað sakað CNN, New York Times og Washington Post um að flytja gervifréttir og hefur lýst blaðamönnum sem „óvinum þjóðarinnar“. Stjórnmálaskýrandi sem vefmiðillinn Vox ræddi við telur ekki óvarlegt að ætla að orð Trump um fjölmiðla hafi skoðanamótandi áhrif á stuðningsmenn repúblikana. „Það er mikið af vísbendingum um að flokkurinn sem einstaklingar samsama sig með stjórni skoðunum þeirra um fjölda málefna frekar en öfugt,“ segir Will Jordan, kannanagreinandi við almannatengslafyrirtækið Global Strategy Group. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Bandaríska ríkið ætti að geta lokað fjölmiðlum sem það telur hlutdræga eða ónákvæma að mati nærri því helmings repúblikana. Ný skoðanakönnun leiðir í ljós að svipað margir Bandaríkjamenn eru fylgjandi og mótfallnir slíkri valdheimild. Spurningin sem borin var upp var hvort að svarendur myndu styðja það að leyfa dómstólum að loka fréttastofum fyrir að birta eða flytja fréttir sem hlutdrægar eða ónákvæmar. Aðeins 29% sögðu mótfallin slíkri heimild en 28% sögðust henni fylgjandi. Heil 43% sögðust óákveðin í könnun tímaritsins The Economist og könnunarfyrirtækisins Yougov.Mikill munur á demókrötum og repúblikönumHlutföllin voru hins vegar verulega ólík þegar litið var til pólitískra skoðana fólks. Þannig sögðust heil 45% svarenda sem styðja Repúblikanaflokkinn styðja það að stjórnvöld gætu lokað fjölmiðlum. Aðeins 20% sögðust á móti því en 35% voru óviss. Innan við fimmtungur demókrata vill að dómstólar hafi heimild til að þagga niðri í fjölmiðlum og rúm 40% eru andvíg því.Viðhorf Trump til fjölmiðla síast niðurDonald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur eytt miklu púðri í að ráðast á fjölmiðla. Hann hefur ítrekað sakað CNN, New York Times og Washington Post um að flytja gervifréttir og hefur lýst blaðamönnum sem „óvinum þjóðarinnar“. Stjórnmálaskýrandi sem vefmiðillinn Vox ræddi við telur ekki óvarlegt að ætla að orð Trump um fjölmiðla hafi skoðanamótandi áhrif á stuðningsmenn repúblikana. „Það er mikið af vísbendingum um að flokkurinn sem einstaklingar samsama sig með stjórni skoðunum þeirra um fjölda málefna frekar en öfugt,“ segir Will Jordan, kannanagreinandi við almannatengslafyrirtækið Global Strategy Group.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira