Enski boltinn

Shakespeare vill fá Iheanacho til Leicester City

Elías Orri Njarðarson skrifar
Kelechi Iheanacho gæti verið á förum frá City
Kelechi Iheanacho gæti verið á förum frá City visir/getty
Craig Shakespeare, knattspyrnustjóri Leicester City í ensku úrvalsdeildinni, vill ólmur fá Kelechi Iheanacho framherja Manchester City til liðs við sig.

Iheanacho hefur verið orðaður við Leicester og talið er að hann gangi til liðs við félagið von bráðar.

Craig Shakespeare, stjóri Leicester City, hefur gefið það út að hann voni að ungi framherjinn verið genginn til liðs við félagið áður en að tímabilið á Englandi hefst, þann 11. ágúst.

Talið er að kaupverðið á framherjanum efnilega sé í kringum 25 milljónir punda en Iheanacho hefur leikið 46 leiki fyrir Manchester City og skorað 12 mörk en hann er uppalinn hjá félaginu, hann á 10 landsleiki að baki fyrir Nígeríu og hefur skorað þar 6 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×