Kandídat Trump í stól forstjóra FBI telur ekki að Rússarannsóknin sé nornaveiðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2017 23:50 Christopher Wray kom fyrir öldungadeildarþingmenn Bandaríkjaþings í dag. vísir/getty Christopher Wray, sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt til að verða næsta forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, telur ekki að rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum sé nornaveiðar. Trump sjálfur hefur aftur á móti sagt að um nornaveiðar sé að ræða en grunur leikur á að Donald Trump yngri, sonur forsetans, hafi mögulega gerst sekur um glæpsamlegt athæfi og jafnvel landráð þegar hann fundaði með rússneska lögfræðingnum Nataliu Veselnitskaya í júní í fyrra. Trump yngri birti í gær tölvupóstsamskipti sín í tengslum við fundinn en með þeim gögnum staðfesti hann að hann vissi að í boði voru gögn frá rússneskum stjórnvöldum sem tekið var fram í töluskeyti að myndu gagnast föður hans í kosningabaráttunni og skaða Hillary Clinton forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins.Myndi hætta tafarlaust ef forsetinn bæði hann um að gera eitthvað ólöglegt Mitt í þessum stormi öllum er svo verið að skipa nýjan forstjóra FBI en hann var í yfirheyrslu hjá þingmönnum öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag vegna skipunarinnar. Eins og margir eflaust muna eftir rak Donald Trump James Comey úr embætti forstjóra FBI í maí síðastliðnum vegna rannsóknarinnar á meintum afskiptum Rússa af kosningunum. Í kjölfarið var skipaður sérstakur saksóknari, Robert Mueller, sem fer nú fyrir rannsókninni. „Ég tel ekki að Mueller sé á nornaveiðum,“ sagði Wray við öldungadeildarþingmennina í dag. Þá sagði hann jafnframt að hann myndi tafarlaust hætt ef forsetinn myndi biðja hann um að gera eitthað ólöglegt. „Hver sá sem heldur að ég verði í einhverjum slagsmálum sem forstjóri FBI þekkir mig ekki vel. Ég mun aldrei láta vinnuna innan FBI byggja á neinu öðru en staðreyndum, lögunum og hlutlausri leit að réttlæti. Punktur,“ sagði Wray jafnframt í dag. Hann var meðal annars spurður út í tölvupósta Trump yngri. Wray kvaðst ekki kannast við tölvupóstana en textinn úr þeim var þá lesinn upp fyrir hann. Var hann spurður að því hvort að sonur forsetans hefði átt að fara á umræddan fund. Svaraði Wray því til að viðkomandi hefði átt að ráðfæra sig við lögfróða menn áður. „Hvers kyns hótun eða tilraun til þess að hafa áhrif á kosningarnar okkar, hvort sem það er frá þjóðríki eða ekki, er eitthvað sem FBI myndi vilja vita um,“ sagði Wray. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Leitin að yfirmanni FBI: Ætlar að fylgja lögunum, ekki pólitík Christopher Wray, sem hefur verið tilnefndur af Donald Trump til að verða nýr yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, segir að pólitík muni ekki hafa áhrif á stofnunina undir sinni stjórn. 12. júlí 2017 15:11 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Christopher Wray, sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt til að verða næsta forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, telur ekki að rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum sé nornaveiðar. Trump sjálfur hefur aftur á móti sagt að um nornaveiðar sé að ræða en grunur leikur á að Donald Trump yngri, sonur forsetans, hafi mögulega gerst sekur um glæpsamlegt athæfi og jafnvel landráð þegar hann fundaði með rússneska lögfræðingnum Nataliu Veselnitskaya í júní í fyrra. Trump yngri birti í gær tölvupóstsamskipti sín í tengslum við fundinn en með þeim gögnum staðfesti hann að hann vissi að í boði voru gögn frá rússneskum stjórnvöldum sem tekið var fram í töluskeyti að myndu gagnast föður hans í kosningabaráttunni og skaða Hillary Clinton forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins.Myndi hætta tafarlaust ef forsetinn bæði hann um að gera eitthvað ólöglegt Mitt í þessum stormi öllum er svo verið að skipa nýjan forstjóra FBI en hann var í yfirheyrslu hjá þingmönnum öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag vegna skipunarinnar. Eins og margir eflaust muna eftir rak Donald Trump James Comey úr embætti forstjóra FBI í maí síðastliðnum vegna rannsóknarinnar á meintum afskiptum Rússa af kosningunum. Í kjölfarið var skipaður sérstakur saksóknari, Robert Mueller, sem fer nú fyrir rannsókninni. „Ég tel ekki að Mueller sé á nornaveiðum,“ sagði Wray við öldungadeildarþingmennina í dag. Þá sagði hann jafnframt að hann myndi tafarlaust hætt ef forsetinn myndi biðja hann um að gera eitthað ólöglegt. „Hver sá sem heldur að ég verði í einhverjum slagsmálum sem forstjóri FBI þekkir mig ekki vel. Ég mun aldrei láta vinnuna innan FBI byggja á neinu öðru en staðreyndum, lögunum og hlutlausri leit að réttlæti. Punktur,“ sagði Wray jafnframt í dag. Hann var meðal annars spurður út í tölvupósta Trump yngri. Wray kvaðst ekki kannast við tölvupóstana en textinn úr þeim var þá lesinn upp fyrir hann. Var hann spurður að því hvort að sonur forsetans hefði átt að fara á umræddan fund. Svaraði Wray því til að viðkomandi hefði átt að ráðfæra sig við lögfróða menn áður. „Hvers kyns hótun eða tilraun til þess að hafa áhrif á kosningarnar okkar, hvort sem það er frá þjóðríki eða ekki, er eitthvað sem FBI myndi vilja vita um,“ sagði Wray.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Leitin að yfirmanni FBI: Ætlar að fylgja lögunum, ekki pólitík Christopher Wray, sem hefur verið tilnefndur af Donald Trump til að verða nýr yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, segir að pólitík muni ekki hafa áhrif á stofnunina undir sinni stjórn. 12. júlí 2017 15:11 Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00 Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Leitin að yfirmanni FBI: Ætlar að fylgja lögunum, ekki pólitík Christopher Wray, sem hefur verið tilnefndur af Donald Trump til að verða nýr yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, segir að pólitík muni ekki hafa áhrif á stofnunina undir sinni stjórn. 12. júlí 2017 15:11
Staða Trump yngri grafalvarleg eftir uppljóstranir um tengsl við Rússland Þingmenn í rannsóknarnefndum Bandaríkjaþings á tengslum framboðs Donald Trump við rússnesk stjórnvöld, segja málið orðið mun alvarlegra en áður, eftir að upplýst var um tölvusamskipti sonar forsetans sem staðfesta tengsl hans við Rússa. 12. júlí 2017 20:00
Reiði og máttleysi í Hvíta húsinu Donald Trump forseti Bandaríkjanna er reiður yfir neikvæðri umfjöllun og starfsmenn hans vita ekki hvernig hægt sé að 12. júlí 2017 10:45