Ár liðið frá valdaránstilrauninni í Tyrklandi Ingvar Þór Björnsson skrifar 15. júlí 2017 10:29 Recap Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Hann hefur gegnt því embætti frá árinu 2014. Fjölmargir viðburðir verða haldnir víðs vegar í Tyrklandi í dag til að minnast þess að ár er liðið frá misheppnaðri valdaránstilraun þar í landi. Tilraunin var gerð af hluta Tyrklandshers en 260 manns létust í átökunum og að minnsta kosti 2196 slösuðust. Síðan þá hefur ríkisstjórnin rekið rúmlega 150 þúsund ríkisstarfsmenn. Þá hafa um 50.000 manns verið handteknir. Fyrstu dómarnir féllu í síðasta mánuði en þá dæmdi dómstóll í Ankara tuttugu og þrjá einstaklinga í lífstíðarfangelsi fyrir frelsissviptingu og að virða stjórnarskrána að vettugi. Ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að uppræta stuðningsmenn tilraunarinnar. Auglýsingaskilti í Istanbúl þar sem sigri Erdogan er gert hátt undir höfði. Auglýsingaskilti af þessari gerð má finna víða í Tyrklandi í dag.Í gær voru sjö þúsund embættismenn og opinberir starfsmenn reknir samkvæmt tilskipun frá ríkisstjórninni. Rúmlega tvö þúsund lögreglumenn eru í þeim hópi og um þrjú hundruð háskólaprófessorar. Andstæðingar Erdogan telja að með þessum aðgerðum sé forsetinn að taka pólitíska andstæðinga sína úr umferð en í síðustu viku komu hundruðir þúsunda saman í Istanbúl til að mótmæla þessum aðgerðum. Skipuleggjandi mótmælanna, stjórnarandstæðingurinn Kemal Kilicdaroglu, fordæmdi valdaránstilraunina en sagði að aðgerðir Erdogans séu í raun og veru önnur valdaránstilraun. Forsetinn sakaði hins vegar mótmælendur um að styðja hryðjuverk.Fethullah Gulen á heimili sínu í Bandaríkjunum. Hann var eitt sinn bandamaður Erdogans en flúði til Bandaríkjanna árið 1999 þegar Erdogan hugðistað kæra hann fyrir landráð.Fjölmennar samkomur munu eiga sér stað seinna í dag. Til að mynda mun forsetinn ávarpa þingið á þeim tíma þegar það var sprengt fyrir ári. Einnig mun hann fagna deginum með stuðningmönnum sínum í Istanbúl á Bosphorus brúnni þar sem almenningur stóð upp í hárinu á hernum. Yfirvöld í Tyrklandi hafa sakað hreyfingu hliðhollri klerkinum Fethullah Gulen um að skipuleggja valdaránstilraunin. Gulen, sem býr í borginni Saylorsburgh í Bandaríkjunum, neitar allri aðild. Bandarísk yfirvöld hafa ekki fallist á að framselja hann til Tyrklands þrátt fyrir formlega beiðni Erdogans. Gulen hefur einnig fært rök fyrir því að valdaránstilraunin hafi verið sviðsett.Recap Tayyip Erdogan hefur gegnt embætti forseta Tyrklands frá árinu 2014. Hann var forsætisráðherra frá árinu 2003 og fram að embættistöku sinni sem forseti. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Fjölmargir viðburðir verða haldnir víðs vegar í Tyrklandi í dag til að minnast þess að ár er liðið frá misheppnaðri valdaránstilraun þar í landi. Tilraunin var gerð af hluta Tyrklandshers en 260 manns létust í átökunum og að minnsta kosti 2196 slösuðust. Síðan þá hefur ríkisstjórnin rekið rúmlega 150 þúsund ríkisstarfsmenn. Þá hafa um 50.000 manns verið handteknir. Fyrstu dómarnir féllu í síðasta mánuði en þá dæmdi dómstóll í Ankara tuttugu og þrjá einstaklinga í lífstíðarfangelsi fyrir frelsissviptingu og að virða stjórnarskrána að vettugi. Ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að uppræta stuðningsmenn tilraunarinnar. Auglýsingaskilti í Istanbúl þar sem sigri Erdogan er gert hátt undir höfði. Auglýsingaskilti af þessari gerð má finna víða í Tyrklandi í dag.Í gær voru sjö þúsund embættismenn og opinberir starfsmenn reknir samkvæmt tilskipun frá ríkisstjórninni. Rúmlega tvö þúsund lögreglumenn eru í þeim hópi og um þrjú hundruð háskólaprófessorar. Andstæðingar Erdogan telja að með þessum aðgerðum sé forsetinn að taka pólitíska andstæðinga sína úr umferð en í síðustu viku komu hundruðir þúsunda saman í Istanbúl til að mótmæla þessum aðgerðum. Skipuleggjandi mótmælanna, stjórnarandstæðingurinn Kemal Kilicdaroglu, fordæmdi valdaránstilraunina en sagði að aðgerðir Erdogans séu í raun og veru önnur valdaránstilraun. Forsetinn sakaði hins vegar mótmælendur um að styðja hryðjuverk.Fethullah Gulen á heimili sínu í Bandaríkjunum. Hann var eitt sinn bandamaður Erdogans en flúði til Bandaríkjanna árið 1999 þegar Erdogan hugðistað kæra hann fyrir landráð.Fjölmennar samkomur munu eiga sér stað seinna í dag. Til að mynda mun forsetinn ávarpa þingið á þeim tíma þegar það var sprengt fyrir ári. Einnig mun hann fagna deginum með stuðningmönnum sínum í Istanbúl á Bosphorus brúnni þar sem almenningur stóð upp í hárinu á hernum. Yfirvöld í Tyrklandi hafa sakað hreyfingu hliðhollri klerkinum Fethullah Gulen um að skipuleggja valdaránstilraunin. Gulen, sem býr í borginni Saylorsburgh í Bandaríkjunum, neitar allri aðild. Bandarísk yfirvöld hafa ekki fallist á að framselja hann til Tyrklands þrátt fyrir formlega beiðni Erdogans. Gulen hefur einnig fært rök fyrir því að valdaránstilraunin hafi verið sviðsett.Recap Tayyip Erdogan hefur gegnt embætti forseta Tyrklands frá árinu 2014. Hann var forsætisráðherra frá árinu 2003 og fram að embættistöku sinni sem forseti.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira