Erlent

Svíar aflýsa tónlistarhátíð vegna kynferðisofbeldis

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar segjast vera algerlega miður sín vegna kynferðisbrota sem voru framin á hátíðinni.
Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar segjast vera algerlega miður sín vegna kynferðisbrota sem voru framin á hátíðinni. Vísir/Getty
Í framhaldi af því að kynferðisbrot voru framin á tónlistarhátíðinni Bråvalla í Svíþjóð var ákveðið að aflýsa með öllu hátíðinni. Þetta kemur fram á vef sænska ríkisútvarpsins.

Bråvalla tónlistarhátíðin hefur verið haldin árlega síðastliðin fimm ár og var á meðal stærstu sinnar tegundar í Svíþjóð.

Aðilar í forsvari fyrir fyrirtækið FKP Scorpio, sem stendur að hátíðinni, sendu frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að nokkur kynferðisbrot hafi verið tilkynnt til lögreglu. Þá segja aðstandendur Bråvalla:

„Orð fá ekki lýst hversu ótrúlega sorgmædd við erum vegna þessa. Við sjáum eftir þessu og fordæmum þetta. Þetta er ekki í lagi. Við sættum okkur ekki við þetta á hátíðinni okkar.“

Búið er að staðfesta að hátíðin muni ekki fara fram að liðnu ári. Aðstandendur hátíðarinnar eru komnir með nóg af kynferðisofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×