Börn njóti alls vafa vakni grunur um ofbeldi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. júlí 2017 20:34 Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar. Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir að allir starfsmenn barnaskóla Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð glími nú við áfallið sem fylgir í kjölfar þess að tveimur starfsmönnum skólans var vikið úr starfi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn fimmtudag að skólastjóra og stuðningsfulltrúa skólans hafi verið vikið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Margrét Pála segir að börn njóti alls vafa ef grunur vaknar um slíkt. „Síðustu dagar hafa reynst mér þungir í skauti og í reynd sársaukafyllri en nokkur orð fá lýst,“ skrifar Margrét Pála á Facebook síðu sinni. Hún segist hafa valið að koma hreint fram í fréttum enda sjái hún ekki ástæðu til annars.Sjá einnig: Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi „Upplýsingar um þetta mál bárust mér eftir skólaslit og útskrift viðkomandi barna, því miður, og gripum við samdægurs til aðgerða samkvæmt starfsreglum okkar. Þar á meðal voru umræddir starfsmenn tafarlaust settir í leyfi frá skólastarfi enda njóta börn alls vafa ef grunur vaknar. Allir starfsmenn skólans glíma nú við áfallið sem fylgir í kjölfarið og allir foreldrar og nemendur taka málið einnig mjög nærri sér.“ Hún segir að þó að könnun Barnaverndarnefndar og rannsókn lögreglu taki oft langan tíma verði að sýna því skilning því málið þurfi að vinna vandlega til að skýr niðurstaða fáist. „Biðin er þó erfið og sársaukafull fyrir alla hlutaðeigandi svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Gildir það jafnt um þá sem mögulega hafa sýnt af sér atferli sem er ábótavant sem og þau börn og foreldra sem málið snýst um. Ekkert fær lýst harmi mínum og sorg gagnvart öllum málsaðilum.“Sjá einnig: Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við „Ég vil þakka ykkur innilega, foreldrar, stuðningsfólk og velunnarar Hjallastefnunnar sem hafið sýnt okkur skilning og hlýhug á þessum erfiðu dögum. Símtöl, póstar og skilaboð ykkar eru ómetanleg. Eins þakka ég innilega öllum þeim sem hafa fylgst með fréttum, bæði foreldrum og öðrum sem hafa valið að draga andann djúpt og bíða róleg eftir niðurstöðum Barnaverndarnefndar fremur en að bjóða dómstóli götunnar að taka við þessu viðkvæma máli. Það er drengskaparlega gert, ekki síst í samfélagi sem á það til að fara fram í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum með órökstuddar yfirlýsingar og sleggjudóma. Nógu erfið eru svona mál í eðli sínu, ekki síst þar sem allt starfsfólk er bundið trúnaði og getur engu svarað. Með hag barna í huga ættum við öll að skapa frið um rannsókn mála og treysta fagaðilum fyrir að leiða mál til lykta.“Færslu Margrétar Pálu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. 30. júní 2017 19:59 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir að allir starfsmenn barnaskóla Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð glími nú við áfallið sem fylgir í kjölfar þess að tveimur starfsmönnum skólans var vikið úr starfi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn fimmtudag að skólastjóra og stuðningsfulltrúa skólans hafi verið vikið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Margrét Pála segir að börn njóti alls vafa ef grunur vaknar um slíkt. „Síðustu dagar hafa reynst mér þungir í skauti og í reynd sársaukafyllri en nokkur orð fá lýst,“ skrifar Margrét Pála á Facebook síðu sinni. Hún segist hafa valið að koma hreint fram í fréttum enda sjái hún ekki ástæðu til annars.Sjá einnig: Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi „Upplýsingar um þetta mál bárust mér eftir skólaslit og útskrift viðkomandi barna, því miður, og gripum við samdægurs til aðgerða samkvæmt starfsreglum okkar. Þar á meðal voru umræddir starfsmenn tafarlaust settir í leyfi frá skólastarfi enda njóta börn alls vafa ef grunur vaknar. Allir starfsmenn skólans glíma nú við áfallið sem fylgir í kjölfarið og allir foreldrar og nemendur taka málið einnig mjög nærri sér.“ Hún segir að þó að könnun Barnaverndarnefndar og rannsókn lögreglu taki oft langan tíma verði að sýna því skilning því málið þurfi að vinna vandlega til að skýr niðurstaða fáist. „Biðin er þó erfið og sársaukafull fyrir alla hlutaðeigandi svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Gildir það jafnt um þá sem mögulega hafa sýnt af sér atferli sem er ábótavant sem og þau börn og foreldra sem málið snýst um. Ekkert fær lýst harmi mínum og sorg gagnvart öllum málsaðilum.“Sjá einnig: Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við „Ég vil þakka ykkur innilega, foreldrar, stuðningsfólk og velunnarar Hjallastefnunnar sem hafið sýnt okkur skilning og hlýhug á þessum erfiðu dögum. Símtöl, póstar og skilaboð ykkar eru ómetanleg. Eins þakka ég innilega öllum þeim sem hafa fylgst með fréttum, bæði foreldrum og öðrum sem hafa valið að draga andann djúpt og bíða róleg eftir niðurstöðum Barnaverndarnefndar fremur en að bjóða dómstóli götunnar að taka við þessu viðkvæma máli. Það er drengskaparlega gert, ekki síst í samfélagi sem á það til að fara fram í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum með órökstuddar yfirlýsingar og sleggjudóma. Nógu erfið eru svona mál í eðli sínu, ekki síst þar sem allt starfsfólk er bundið trúnaði og getur engu svarað. Með hag barna í huga ættum við öll að skapa frið um rannsókn mála og treysta fagaðilum fyrir að leiða mál til lykta.“Færslu Margrétar Pálu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. 30. júní 2017 19:59 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30
Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. 30. júní 2017 19:59
Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00