Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. júní 2017 19:59 Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar. Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. Skólastjóra skólans er gefið að sök að hafa setið ofan á barni og stuðningsfulltrúa að hafa beitt fjóra drengi ofbeldi þegar þeir létu ekki að stjórn. Í fréttum okkar í gær var greint frá því að skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefði verið vikið tímabundið frá störfum vegna gruns um að hafa beitt fjóra drengi í skólanum ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur hafi málið til skoðunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er skólastjórinn sakaður um að hafa setið ofan á einum drengnum í nokkurn tíma en hlutur starfsmannsins sem er stuðningsfulltrúi er heldur stærri. Sá á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Um er að ræða 9 ára drengi. „Svo mikið get ég sagt að þær ávirðingar sem eru nefndar varðandi skólastjóra þær hef ég ekki geta fengið staðfestar af starfsmönnum sem voru viðstaddir. Þannig að þarna hefur mögulega upplifun verið öðruvísi hjá barni og starfsmanni,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar. Ásakanir á stuðningsfulltrúann sé heldur fleiri og alvarlegri og segir Margrét Pála að bæði hann og skólastjórinn hafi notið mikilla vinsælda meðal barna og foreldra í gegn um tíðina. „Foreldrar bara almennt í skólanum spurja sig eðlilega hefur eitthvað gerst með mitt barn og hvað hefur verið í gangi,“ segir Margrét Pála. Í Fréttablaðinu í dag steig móðir eins drengsins fram og lýsti ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. Hún lýsir því í samtali við blaðið að þegar leitað hafi verið til skólastjóra vegna ofbeldis í garð sonar hennar hafi lítið verið gert úr atvikinu. Móðirin lýsir því í samtali við blaðið hvernig sonur hennar var rifinn upp á hálsmálinu þannig að hann rak öxlina í skólaborð, hvernig hann var rifinn upp á hendinni þannig að hann marðist og hvernig hann var klipinn í framan. „Mér var kunnugt um eitt þessara tilvika sem kom upp fyrir um tveimur árum og þá veit ég að skólastjóri fór yfir það mál með bæði starfsmanni og foreldri. Samkvæmt barnaverndarlögum ber okkur að tilkynna ef atferli starfsmanns er stórlega ábótavant. Á þeim tíma var ekki talið að þetta væri stórlega ábótavant heldur var um munnlega áminningu að ræða og síðar fór sá starfsmaður reyndar og var samkomulag um það að hann hvarf til annara starfa,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála útskýrir að öll atvikin hafi komið upp í erfiðum aðstæðum. „Mínar áhyggjur er nefninlega líka að skólinn hafi mögulega gert mistök sem og hjallastefnan. Að þarna hafi verið um aðstæður að ræða sem voru of erfiðar og að skólinn hafi ekki haft bjargráð,“ segir Margrét Pála og ítrekar að málið sé tekið mjög alvarlega. „Það er ekki efi í mínum huga að ef það kemur minnsti grunur um ofbeldi gegn barni þá ber að rennsaka það og það strax,“ segir Margrét Pála. Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. Skólastjóra skólans er gefið að sök að hafa setið ofan á barni og stuðningsfulltrúa að hafa beitt fjóra drengi ofbeldi þegar þeir létu ekki að stjórn. Í fréttum okkar í gær var greint frá því að skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefði verið vikið tímabundið frá störfum vegna gruns um að hafa beitt fjóra drengi í skólanum ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur hafi málið til skoðunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er skólastjórinn sakaður um að hafa setið ofan á einum drengnum í nokkurn tíma en hlutur starfsmannsins sem er stuðningsfulltrúi er heldur stærri. Sá á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Um er að ræða 9 ára drengi. „Svo mikið get ég sagt að þær ávirðingar sem eru nefndar varðandi skólastjóra þær hef ég ekki geta fengið staðfestar af starfsmönnum sem voru viðstaddir. Þannig að þarna hefur mögulega upplifun verið öðruvísi hjá barni og starfsmanni,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar. Ásakanir á stuðningsfulltrúann sé heldur fleiri og alvarlegri og segir Margrét Pála að bæði hann og skólastjórinn hafi notið mikilla vinsælda meðal barna og foreldra í gegn um tíðina. „Foreldrar bara almennt í skólanum spurja sig eðlilega hefur eitthvað gerst með mitt barn og hvað hefur verið í gangi,“ segir Margrét Pála. Í Fréttablaðinu í dag steig móðir eins drengsins fram og lýsti ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. Hún lýsir því í samtali við blaðið að þegar leitað hafi verið til skólastjóra vegna ofbeldis í garð sonar hennar hafi lítið verið gert úr atvikinu. Móðirin lýsir því í samtali við blaðið hvernig sonur hennar var rifinn upp á hálsmálinu þannig að hann rak öxlina í skólaborð, hvernig hann var rifinn upp á hendinni þannig að hann marðist og hvernig hann var klipinn í framan. „Mér var kunnugt um eitt þessara tilvika sem kom upp fyrir um tveimur árum og þá veit ég að skólastjóri fór yfir það mál með bæði starfsmanni og foreldri. Samkvæmt barnaverndarlögum ber okkur að tilkynna ef atferli starfsmanns er stórlega ábótavant. Á þeim tíma var ekki talið að þetta væri stórlega ábótavant heldur var um munnlega áminningu að ræða og síðar fór sá starfsmaður reyndar og var samkomulag um það að hann hvarf til annara starfa,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála útskýrir að öll atvikin hafi komið upp í erfiðum aðstæðum. „Mínar áhyggjur er nefninlega líka að skólinn hafi mögulega gert mistök sem og hjallastefnan. Að þarna hafi verið um aðstæður að ræða sem voru of erfiðar og að skólinn hafi ekki haft bjargráð,“ segir Margrét Pála og ítrekar að málið sé tekið mjög alvarlega. „Það er ekki efi í mínum huga að ef það kemur minnsti grunur um ofbeldi gegn barni þá ber að rennsaka það og það strax,“ segir Margrét Pála.
Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30
Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00