Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. júní 2017 18:30 Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar, segir að málið hafi strax frá upphafi verið litið mjög alvarlegum augum. Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikið tímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. Fyrir tæpum tveimur vikum barst forsvarsmönnum Hjallastefnunnar tilkynning frá foreldri barns við Barnaskólann í Reykjavík um að starfsmaður hefði beitt barn þess ofbeldi. Þá kom í ljós að tilvikin væru mögulega fleiri og að skólastjórinn væri einnig grunaður um ofbeldi. Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar, segir að málið hafi strax frá upphafi verið litið mjög alvarlegum augum. „Strax sama kvöld voru viðkomandi starfsmenn settir í ótímabundið leyfi því að við tökum þessu miklu miklu miklu meira en alvarlega. Barn nýtur alls vafa,“ segir Margrét Pála. Barnavernd Reykjavíkur barst tilkynning frá foreldrum og kannar nú málið. Þá fékk skólinn óháðan aðila, sálfræðing, til að skoða málið innan skólans. Ofbeldið á að hafa átt sér stað í einhvern tíma en samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að að minnsta kosti fjórir drengir hafi verið beittir ofbeldi. „Þetta snýst um án efa meira en eitt. Eitt foreldri sem hefur látið barnaverndarnefnd vita og óskað eftir könnun,“ segir Margrét Pála.En eru þá fleiri en eitt barn? „Án efa. En barnaverndarnefnd gefur mér ekki beinar upplýsingar en ég tel að það sé þannig,“ segir Margrét Pála. Samkvæmt heimildum fréttastofu er skólastjórinn grunaður um að hafa beitt eitt barnið ofbeldi en hlutur hins starfsmannsins er heldur stærri en hann á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. „Hinn aðilinn er stuðningsfulltrúi sem starfaði í hópi 9 ára drengja hér í skólanum og þeir eru allir útskrifaðir. Ég fékk ekki upplýsingar um þetta mál fyrr en eftir skólaslit,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hafi séu starfsmennirnir ásakaðir um að hafa orðið á í viðbrögðum sínum í erfðum aðstæðum.Er þetta andlegt, líkamlegt eða kynferðisofbeldi? „Þetta er alls ekki kynferðisofbeldi og það er engin grunur um slíkt. Hins vegar veit ég það sem ég hef vitað af að það hafi verið tekið harkalega í öxl, barni verið haldið fast þannig að því hafi liðið illa við einhverjar aðstæður, en meira veit síðan ég ekki. Og síst af öllu get ég dæmt í sök. Það eina sem ég veit er að við stöndum alltaf með börnum,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála segir að um sé að ræða mikið áfall fyrir starfsmenn skólans. Þá sé foreldrum barnanna eðlilega mjög brugðið. Allir foreldrar barna í skólanum fái tilkynningu um málið í dag. „Ég funda með öllum foreldrum sem við mig vilja tala sem og settur skólastjóri. Við erum til reiðu fyrir alla sem vilja en mestu skiptir að málið sé kannað hratt og vel og við fáum að vita hvernig í öllu liggur og þá verður gripið til eðlilegra ráðstafana í kjölfarið á því,“ segir Margrét Pála. Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun. Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Sjá meira
Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikið tímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. Fyrir tæpum tveimur vikum barst forsvarsmönnum Hjallastefnunnar tilkynning frá foreldri barns við Barnaskólann í Reykjavík um að starfsmaður hefði beitt barn þess ofbeldi. Þá kom í ljós að tilvikin væru mögulega fleiri og að skólastjórinn væri einnig grunaður um ofbeldi. Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar, segir að málið hafi strax frá upphafi verið litið mjög alvarlegum augum. „Strax sama kvöld voru viðkomandi starfsmenn settir í ótímabundið leyfi því að við tökum þessu miklu miklu miklu meira en alvarlega. Barn nýtur alls vafa,“ segir Margrét Pála. Barnavernd Reykjavíkur barst tilkynning frá foreldrum og kannar nú málið. Þá fékk skólinn óháðan aðila, sálfræðing, til að skoða málið innan skólans. Ofbeldið á að hafa átt sér stað í einhvern tíma en samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að að minnsta kosti fjórir drengir hafi verið beittir ofbeldi. „Þetta snýst um án efa meira en eitt. Eitt foreldri sem hefur látið barnaverndarnefnd vita og óskað eftir könnun,“ segir Margrét Pála.En eru þá fleiri en eitt barn? „Án efa. En barnaverndarnefnd gefur mér ekki beinar upplýsingar en ég tel að það sé þannig,“ segir Margrét Pála. Samkvæmt heimildum fréttastofu er skólastjórinn grunaður um að hafa beitt eitt barnið ofbeldi en hlutur hins starfsmannsins er heldur stærri en hann á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. „Hinn aðilinn er stuðningsfulltrúi sem starfaði í hópi 9 ára drengja hér í skólanum og þeir eru allir útskrifaðir. Ég fékk ekki upplýsingar um þetta mál fyrr en eftir skólaslit,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hafi séu starfsmennirnir ásakaðir um að hafa orðið á í viðbrögðum sínum í erfðum aðstæðum.Er þetta andlegt, líkamlegt eða kynferðisofbeldi? „Þetta er alls ekki kynferðisofbeldi og það er engin grunur um slíkt. Hins vegar veit ég það sem ég hef vitað af að það hafi verið tekið harkalega í öxl, barni verið haldið fast þannig að því hafi liðið illa við einhverjar aðstæður, en meira veit síðan ég ekki. Og síst af öllu get ég dæmt í sök. Það eina sem ég veit er að við stöndum alltaf með börnum,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála segir að um sé að ræða mikið áfall fyrir starfsmenn skólans. Þá sé foreldrum barnanna eðlilega mjög brugðið. Allir foreldrar barna í skólanum fái tilkynningu um málið í dag. „Ég funda með öllum foreldrum sem við mig vilja tala sem og settur skólastjóri. Við erum til reiðu fyrir alla sem vilja en mestu skiptir að málið sé kannað hratt og vel og við fáum að vita hvernig í öllu liggur og þá verður gripið til eðlilegra ráðstafana í kjölfarið á því,“ segir Margrét Pála. Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun.
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Sjá meira