Börn njóti alls vafa vakni grunur um ofbeldi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. júlí 2017 20:34 Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar. Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir að allir starfsmenn barnaskóla Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð glími nú við áfallið sem fylgir í kjölfar þess að tveimur starfsmönnum skólans var vikið úr starfi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn fimmtudag að skólastjóra og stuðningsfulltrúa skólans hafi verið vikið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Margrét Pála segir að börn njóti alls vafa ef grunur vaknar um slíkt. „Síðustu dagar hafa reynst mér þungir í skauti og í reynd sársaukafyllri en nokkur orð fá lýst,“ skrifar Margrét Pála á Facebook síðu sinni. Hún segist hafa valið að koma hreint fram í fréttum enda sjái hún ekki ástæðu til annars.Sjá einnig: Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi „Upplýsingar um þetta mál bárust mér eftir skólaslit og útskrift viðkomandi barna, því miður, og gripum við samdægurs til aðgerða samkvæmt starfsreglum okkar. Þar á meðal voru umræddir starfsmenn tafarlaust settir í leyfi frá skólastarfi enda njóta börn alls vafa ef grunur vaknar. Allir starfsmenn skólans glíma nú við áfallið sem fylgir í kjölfarið og allir foreldrar og nemendur taka málið einnig mjög nærri sér.“ Hún segir að þó að könnun Barnaverndarnefndar og rannsókn lögreglu taki oft langan tíma verði að sýna því skilning því málið þurfi að vinna vandlega til að skýr niðurstaða fáist. „Biðin er þó erfið og sársaukafull fyrir alla hlutaðeigandi svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Gildir það jafnt um þá sem mögulega hafa sýnt af sér atferli sem er ábótavant sem og þau börn og foreldra sem málið snýst um. Ekkert fær lýst harmi mínum og sorg gagnvart öllum málsaðilum.“Sjá einnig: Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við „Ég vil þakka ykkur innilega, foreldrar, stuðningsfólk og velunnarar Hjallastefnunnar sem hafið sýnt okkur skilning og hlýhug á þessum erfiðu dögum. Símtöl, póstar og skilaboð ykkar eru ómetanleg. Eins þakka ég innilega öllum þeim sem hafa fylgst með fréttum, bæði foreldrum og öðrum sem hafa valið að draga andann djúpt og bíða róleg eftir niðurstöðum Barnaverndarnefndar fremur en að bjóða dómstóli götunnar að taka við þessu viðkvæma máli. Það er drengskaparlega gert, ekki síst í samfélagi sem á það til að fara fram í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum með órökstuddar yfirlýsingar og sleggjudóma. Nógu erfið eru svona mál í eðli sínu, ekki síst þar sem allt starfsfólk er bundið trúnaði og getur engu svarað. Með hag barna í huga ættum við öll að skapa frið um rannsókn mála og treysta fagaðilum fyrir að leiða mál til lykta.“Færslu Margrétar Pálu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. 30. júní 2017 19:59 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir að allir starfsmenn barnaskóla Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð glími nú við áfallið sem fylgir í kjölfar þess að tveimur starfsmönnum skólans var vikið úr starfi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn fimmtudag að skólastjóra og stuðningsfulltrúa skólans hafi verið vikið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Margrét Pála segir að börn njóti alls vafa ef grunur vaknar um slíkt. „Síðustu dagar hafa reynst mér þungir í skauti og í reynd sársaukafyllri en nokkur orð fá lýst,“ skrifar Margrét Pála á Facebook síðu sinni. Hún segist hafa valið að koma hreint fram í fréttum enda sjái hún ekki ástæðu til annars.Sjá einnig: Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi „Upplýsingar um þetta mál bárust mér eftir skólaslit og útskrift viðkomandi barna, því miður, og gripum við samdægurs til aðgerða samkvæmt starfsreglum okkar. Þar á meðal voru umræddir starfsmenn tafarlaust settir í leyfi frá skólastarfi enda njóta börn alls vafa ef grunur vaknar. Allir starfsmenn skólans glíma nú við áfallið sem fylgir í kjölfarið og allir foreldrar og nemendur taka málið einnig mjög nærri sér.“ Hún segir að þó að könnun Barnaverndarnefndar og rannsókn lögreglu taki oft langan tíma verði að sýna því skilning því málið þurfi að vinna vandlega til að skýr niðurstaða fáist. „Biðin er þó erfið og sársaukafull fyrir alla hlutaðeigandi svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Gildir það jafnt um þá sem mögulega hafa sýnt af sér atferli sem er ábótavant sem og þau börn og foreldra sem málið snýst um. Ekkert fær lýst harmi mínum og sorg gagnvart öllum málsaðilum.“Sjá einnig: Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við „Ég vil þakka ykkur innilega, foreldrar, stuðningsfólk og velunnarar Hjallastefnunnar sem hafið sýnt okkur skilning og hlýhug á þessum erfiðu dögum. Símtöl, póstar og skilaboð ykkar eru ómetanleg. Eins þakka ég innilega öllum þeim sem hafa fylgst með fréttum, bæði foreldrum og öðrum sem hafa valið að draga andann djúpt og bíða róleg eftir niðurstöðum Barnaverndarnefndar fremur en að bjóða dómstóli götunnar að taka við þessu viðkvæma máli. Það er drengskaparlega gert, ekki síst í samfélagi sem á það til að fara fram í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum með órökstuddar yfirlýsingar og sleggjudóma. Nógu erfið eru svona mál í eðli sínu, ekki síst þar sem allt starfsfólk er bundið trúnaði og getur engu svarað. Með hag barna í huga ættum við öll að skapa frið um rannsókn mála og treysta fagaðilum fyrir að leiða mál til lykta.“Færslu Margrétar Pálu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. 30. júní 2017 19:59 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30
Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. 30. júní 2017 19:59
Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00