Flestir stukku á femínistavagninn í meistaraverkskeppni Strætó Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. júlí 2017 00:00 Konur þurfa bara að vera duglegri að taka strætó. Skjáskot Strætisvagn skreyttur skammstöfuninni KÞBAVD fékk flest atkvæði í meistaraverkskeppni Strætó sem lauk nú á miðnætti. Vagninn hlaut 6960 atkvæði en í öðru sæti var skátavagninn Change með 6783 atkvæði. Keppnin var afar spennandi á lokametrunum enda vagnarnir tveir hnífjafnir síðustu sólarhringana. KÞBAVD er skammstöfun á frasanum „konur þurfa bara að vera duglegri“ sem er að sögn Lenu Margrétar Aradóttur, hönnuðar vagsins, kaldhæðin ádeila í jafnréttisumræðunni. „Í fjölmiðlum og annars staðar er oft talað um að konur beri ábyrgð á því misrétti sem þær verði fyrir og að þær geti losað sig úr þeirri stöðu sem þær eru í með því að gera hitt og þetta,“ segir Lena Margrét. Til dæmis þurfi þær að vera duglegri við að passa sig, við að biðja um launahækkun eða við að vera ekki dramatískar. Lena útskýrir að skammstöfunin hafi orðið til í facebook-hópi sem fjölmargir femínistar eru meðlimir í. „En það eru margir sem vita ekki hvað þetta þýðir og það er einmitt það sem er skemmtilegt við þetta. Þetta skapar umræðu því fólk er forvitið. Það segir hvað er þessi óþjála skammstöfun? Sumum finnst mjög asnalegt að það standi á vagninum að konur þurfi að vera duglegri að gera hluti af því þau fatta ekki að þetta sé kaldhæðin ádeila og segja bíddu afhverju á ég að vera kjósa þennan vagn sem er niðrandi fyrir konur,“ segir Lena Margrét og hlær. Nokkrar villur komu upp við framkvæmd kosningarinnar. Þegar leyst hafði verið úr fyrstu villunni skapaðist umtal um að fólk gæti náð sér í nýjan vafra og kosið þannig oftar. Sú var raunin í töluverðan tíma og voru í kjölfarið atkvæði þeirra sem kusu oftar en einu sinni hreinsuð út. Ekki liggur fyrir hversu lengi strætisvagn verður skreyttur sigurtillögunni. „Þetta er gert fyrir skemmtanagildið og vonandi sjá allir þann vinkil á þessu,“ sagði Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Strætisvagn skreyttur skammstöfuninni KÞBAVD fékk flest atkvæði í meistaraverkskeppni Strætó sem lauk nú á miðnætti. Vagninn hlaut 6960 atkvæði en í öðru sæti var skátavagninn Change með 6783 atkvæði. Keppnin var afar spennandi á lokametrunum enda vagnarnir tveir hnífjafnir síðustu sólarhringana. KÞBAVD er skammstöfun á frasanum „konur þurfa bara að vera duglegri“ sem er að sögn Lenu Margrétar Aradóttur, hönnuðar vagsins, kaldhæðin ádeila í jafnréttisumræðunni. „Í fjölmiðlum og annars staðar er oft talað um að konur beri ábyrgð á því misrétti sem þær verði fyrir og að þær geti losað sig úr þeirri stöðu sem þær eru í með því að gera hitt og þetta,“ segir Lena Margrét. Til dæmis þurfi þær að vera duglegri við að passa sig, við að biðja um launahækkun eða við að vera ekki dramatískar. Lena útskýrir að skammstöfunin hafi orðið til í facebook-hópi sem fjölmargir femínistar eru meðlimir í. „En það eru margir sem vita ekki hvað þetta þýðir og það er einmitt það sem er skemmtilegt við þetta. Þetta skapar umræðu því fólk er forvitið. Það segir hvað er þessi óþjála skammstöfun? Sumum finnst mjög asnalegt að það standi á vagninum að konur þurfi að vera duglegri að gera hluti af því þau fatta ekki að þetta sé kaldhæðin ádeila og segja bíddu afhverju á ég að vera kjósa þennan vagn sem er niðrandi fyrir konur,“ segir Lena Margrét og hlær. Nokkrar villur komu upp við framkvæmd kosningarinnar. Þegar leyst hafði verið úr fyrstu villunni skapaðist umtal um að fólk gæti náð sér í nýjan vafra og kosið þannig oftar. Sú var raunin í töluverðan tíma og voru í kjölfarið atkvæði þeirra sem kusu oftar en einu sinni hreinsuð út. Ekki liggur fyrir hversu lengi strætisvagn verður skreyttur sigurtillögunni. „Þetta er gert fyrir skemmtanagildið og vonandi sjá allir þann vinkil á þessu,“ sagði Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við fréttastofu fyrr í dag.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira