Skátar og femínistar bítast í brokkgengum netleik Strætó Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2017 10:44 Jóhannes framkvæmdastjóri vonast til að menn sjái skemmtigildið í leiknum en víst er að þau hjá Strætó hafa verið í standandi vandræðum með það sem átti að vera græskulaus sumarskemmtun. Skátar og femínistar bítast á toppnum í netleik sem Strætó efndi til en honum lýkur á miðnætti í kvöld. Fyrir liggur að þau hjá Strætó hafa mátt svitna vegna þessa leiks. Leikurinn gengur út á að send er inn hönnun, skreyting á strætisvagni og kosið þar um. Verðlaunin eru þau að sigurtillagan kemur til framkvæmda og mun einn strætisvagn aka um götur Reykjavíkur í þeim búningi. Það er því eftir nokkru að slægjast fyrir þá sem vilja koma á framfæri auglýsingum og/eða pólitískum skilaboðum. Og þá getur farið að hitna í kolunum.Hafa þurft að hreinsa út atkvæði Ýmis hvimleið vandræði hafi komið upp sem þau hjá Strætó sáu séð fyrir. Aðsóknin var miklu meiri en þau höfðu gert ráð fyrir, vefurinn hrundi eins og sjá má á tilkynningu á Facebooksíðu Strætó þar sem haldið er utan um leikinn. „Þetta er vonandi síðasta tilkynningin sem við þurfum að setja hér inn vegna meistaraverk.is. Þegar leyst var úr fyrstu villunni sem kom upp í gær þá skapaðist mikið umtal um að fólk gæti náð sér í nýjan vafra og kosið þannig oftar en einu sinni. Sú var raunin í gærkvöldi og fram eftir morgni. Við neyddumst því til þess að hreinsa út atkvæði þeirra sem kusu oftar en einu sinni. Þetta breytir stöðunni, en hún er rétt núna,“ segir þar - búið sé að leiðrétta alla bögga og leikurinn haldi áfram.Meiri barátta en gert hafði verið ráð fyrir Og svo virðist sem einhverjum hafi hlaupið kapp í kinn og reynt að hakka sig inn á vefinn til að hafa áhrif á niðurstöðuna. Fylgisfólk þeirra vanga sem eru í efstu sætum hafa leitað stuðnings víða, einkum utan lands og í gærkvöldi voru þúsundir atkvæða teknar af sumum vögnum. Á laugardag var vagni sem var í þriðja sæti hent út með öllum sínum tæpu 4000 atkvæðum sem höfðu komið inn þá um nóttina. Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir rétt að þau þar á bæ hafi átt við eitt og annað að stríða vegna þessa leiks. Segir að það hafi komið upp einhver vandamál varðandi álag en meira viti hann ekki.Áróður og auglýsingastarfsemi „Það voru settar ákveðnar reglur um þetta og ef fólk er innan þeirra getum við ekki gert neinar athugasemdir við það. En maður veit náttúrlega aldrei hvernig þetta þróast. En leikurinn hefur vakið athygli og það hefur myndast þarna skemmtileg samkeppni,“ segir framkvæmdastjórinn.Leikurinn hefur reynst vera frjór vettvangur fyrir þá sem vilja koma pólitískum meiningum sínum á framfæri.Hann segir, spurður um hvort það sé ekki sérkennileg staða að vera í að græskulaus sumarleikur sé orðinn þungamiðja í einhverjum áróðri og auglýsingastarfsemi, að ef menn séu innan reglna geti þeir hjá Strætó ekki gert neinar athugasemdir við það. „Menn sjá ekki fyrir hvernig hlutirnir geta þróast. Um þetta eru deildar meiningar en ef þetta er innan þessara reglna og þá er erfitt fyrir okkur að taka einhverjar handahófskenndar ákvarðanir. En við lærum af þessu, ef þetta er eitthvað sem fólki finnst óþægilegt, en, það má túlka hluti á ólíka vegu.“Gert fyrir skemmtanagildið Jóhannes segir að þær tvær tillögur sem nú eru efstar, að þar að baki eru engin gróðasamtök. Og ekki slæm málefni í sjálfu sér. „Þetta hefði getað verið eitthvað enn krítískara. Og við áskiljum okkur ákveðinn rétt. Það verður að gæta velsæmis og laga um höfundarrétt og fleira.“ Þarna eru fyrirliggjandi tillögur þar sem spjótum er beint að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Donald Trump, svo dæmi séu nefnd og þó tiltekinn hópur hafi gefið út skotleyfi á þá tvo hlýtur að mega heita vafasamt að Strætó sé og geti verið vettvangur fyrir slíkt skens. Ekki eru allir á því. Svo má velta því fyrir sér hvort skátarnir og femínistar séu fyrirbæri sem teljast yfir gangrýni hafin? Ekki liggur fyrir hversu lengi strætisvagn verður skreyttur sigurtillögunni. „Þetta er gert fyrir skemmtanagildið og vonandi sjá allir þann vinkil á þessu,“ segir Jóhannes. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Skátar og femínistar bítast á toppnum í netleik sem Strætó efndi til en honum lýkur á miðnætti í kvöld. Fyrir liggur að þau hjá Strætó hafa mátt svitna vegna þessa leiks. Leikurinn gengur út á að send er inn hönnun, skreyting á strætisvagni og kosið þar um. Verðlaunin eru þau að sigurtillagan kemur til framkvæmda og mun einn strætisvagn aka um götur Reykjavíkur í þeim búningi. Það er því eftir nokkru að slægjast fyrir þá sem vilja koma á framfæri auglýsingum og/eða pólitískum skilaboðum. Og þá getur farið að hitna í kolunum.Hafa þurft að hreinsa út atkvæði Ýmis hvimleið vandræði hafi komið upp sem þau hjá Strætó sáu séð fyrir. Aðsóknin var miklu meiri en þau höfðu gert ráð fyrir, vefurinn hrundi eins og sjá má á tilkynningu á Facebooksíðu Strætó þar sem haldið er utan um leikinn. „Þetta er vonandi síðasta tilkynningin sem við þurfum að setja hér inn vegna meistaraverk.is. Þegar leyst var úr fyrstu villunni sem kom upp í gær þá skapaðist mikið umtal um að fólk gæti náð sér í nýjan vafra og kosið þannig oftar en einu sinni. Sú var raunin í gærkvöldi og fram eftir morgni. Við neyddumst því til þess að hreinsa út atkvæði þeirra sem kusu oftar en einu sinni. Þetta breytir stöðunni, en hún er rétt núna,“ segir þar - búið sé að leiðrétta alla bögga og leikurinn haldi áfram.Meiri barátta en gert hafði verið ráð fyrir Og svo virðist sem einhverjum hafi hlaupið kapp í kinn og reynt að hakka sig inn á vefinn til að hafa áhrif á niðurstöðuna. Fylgisfólk þeirra vanga sem eru í efstu sætum hafa leitað stuðnings víða, einkum utan lands og í gærkvöldi voru þúsundir atkvæða teknar af sumum vögnum. Á laugardag var vagni sem var í þriðja sæti hent út með öllum sínum tæpu 4000 atkvæðum sem höfðu komið inn þá um nóttina. Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir rétt að þau þar á bæ hafi átt við eitt og annað að stríða vegna þessa leiks. Segir að það hafi komið upp einhver vandamál varðandi álag en meira viti hann ekki.Áróður og auglýsingastarfsemi „Það voru settar ákveðnar reglur um þetta og ef fólk er innan þeirra getum við ekki gert neinar athugasemdir við það. En maður veit náttúrlega aldrei hvernig þetta þróast. En leikurinn hefur vakið athygli og það hefur myndast þarna skemmtileg samkeppni,“ segir framkvæmdastjórinn.Leikurinn hefur reynst vera frjór vettvangur fyrir þá sem vilja koma pólitískum meiningum sínum á framfæri.Hann segir, spurður um hvort það sé ekki sérkennileg staða að vera í að græskulaus sumarleikur sé orðinn þungamiðja í einhverjum áróðri og auglýsingastarfsemi, að ef menn séu innan reglna geti þeir hjá Strætó ekki gert neinar athugasemdir við það. „Menn sjá ekki fyrir hvernig hlutirnir geta þróast. Um þetta eru deildar meiningar en ef þetta er innan þessara reglna og þá er erfitt fyrir okkur að taka einhverjar handahófskenndar ákvarðanir. En við lærum af þessu, ef þetta er eitthvað sem fólki finnst óþægilegt, en, það má túlka hluti á ólíka vegu.“Gert fyrir skemmtanagildið Jóhannes segir að þær tvær tillögur sem nú eru efstar, að þar að baki eru engin gróðasamtök. Og ekki slæm málefni í sjálfu sér. „Þetta hefði getað verið eitthvað enn krítískara. Og við áskiljum okkur ákveðinn rétt. Það verður að gæta velsæmis og laga um höfundarrétt og fleira.“ Þarna eru fyrirliggjandi tillögur þar sem spjótum er beint að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Donald Trump, svo dæmi séu nefnd og þó tiltekinn hópur hafi gefið út skotleyfi á þá tvo hlýtur að mega heita vafasamt að Strætó sé og geti verið vettvangur fyrir slíkt skens. Ekki eru allir á því. Svo má velta því fyrir sér hvort skátarnir og femínistar séu fyrirbæri sem teljast yfir gangrýni hafin? Ekki liggur fyrir hversu lengi strætisvagn verður skreyttur sigurtillögunni. „Þetta er gert fyrir skemmtanagildið og vonandi sjá allir þann vinkil á þessu,“ segir Jóhannes.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira