Erlent

Erlendum sérfræðingum boðið að meðhöndla Liu Xiaobo

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mótmælendur sýna póstkort með andliti Liu. Fangelsisvist hans hefur valdið miklum deilum í Kína og víðar.
Mótmælendur sýna póstkort með andliti Liu. Fangelsisvist hans hefur valdið miklum deilum í Kína og víðar. Vísir/afp
Yfirvöld í Kína hafa boðið sérfræðingum frá Bandaríkjunum og Þýskalandi að meðhöndla Liu Xiaobo, handhafa friðarverðlauna Nóbels, sem glímir við ólæknandi lifrarkrabbamein.

Ákvörðunin var tekin að beiðni fjölskyldu Liu en hann sat í fangelsi í 11 ár fyrir að hvetja til aukins lýðræðis í Kína. Liu er kominn undir læknishendur í borginni Shenyang í norðausturhluta Kína og mun nú njóta frekari aðstoðar erlendra lækna.

Liu hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2010 en var dæmdur í fangelsi árið 2009. Hann greindist með krabbamein í maí síðastliðnum og hlaut síðar reynslulausn vegna veikinda sinna. Eiginkona hans, Liu Xia, hefur setið í stofufangelsi síðan maður hennar hlaut verðlaunin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×