Erlent

Ástand Liu Xiaobo hefur versnað

Atli Ísleifsson skrifar
Liu Xiaobo hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2010.
Liu Xiaobo hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2010. Vísir/EPA
Ástand kínverska baráttumannsins og Nóbelsverðlaunahafans Liu Xiaobo hefur versnað að sögn lækna við sjúkrahúsið í Kína þar sem hann liggur nú inni. Ástæðan er sögð óeðlileg vökvasöfnun í kviðarholi.

Liu glímir við ólæknandi lifrarkrabbamein, en í gær var bandarískum og taílenskum læknum boðið að koma til Kína til að hlúa að Liu.

Liu var dæmdur í ellefu ára fangelsi árið 2009 fyrir að hafa ritað greinina „Charter 08“ ásamt öðrum manni þar sem hvatt var til aukins lýðræðis í Kína. Hann hafði afplánað dóm sinn í fangelsi í Jinzhou í norðausturhluta Kína en var veitt reynslulausn í síðustu viku.

Liu hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2010. Kínversk stjórnvöld voru mjög óánægð með ákvörðun norsku Nóbelsnefndarinnar og hafði málið mikil áhrif á samskipti Kína og Noregs árin eftir útnefninguna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×