Læknar gagnrýna Evrópudómstólinn fyrir dóm um bólusetningu Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2017 16:47 Maðurinn greindist með MS-sjúkdóminn ári eftir að hann var bólusettur gegn lifrarbólgu B. Engin vísindaleg gögn benda þó til orsakasamhengis þar á milli. Vísir/EPA Rekja má veikindi til bólusetninga fyrir dómi þrátt fyrir að engin vísindaleg gögn bendi til orsakasamhengis samkvæmt leiðbeiningum sem Evrópudómstóllinn gaf út í gær. Læknar furða sig á niðurstöðunni. Leiðbeiningarnar voru gefnar út í tengslum við mál fransks manns sem fékk MS-sjúkdóminn ári eftir að hann var bólusettur gegn lifrarbólgu B árið 1998. Maðurinn sakaði lyfjafyrirtækið sem framleiddi bóluefnið um að bera ábyrgð á veikindum sínum. Engar vísindalegar rannsóknir benda til þess að samhengi sé á milli veikinda mannsins og bólusetningarinnar. Dómstóllinn komst engu að síður að þeirri niðurstöðu að tengja mætti sjúkdóm við bólusetningu fyrir dómi ef hann gerði vart við sig eftir bólusetninguna, manneskjan hefði verið heilbrigð fyrir hana og engin fjölskyldusaga væri um slík veikindi og ef tiltölulegur fjöldi fólks veiktist á sama hátt.Franskur maður skaut máli sínu gegn framleiðanda bóluefnis til Evrópudómstólsins í Lúxemborg.Vísir/GettySetur öfuga sönnunarbyrði á framleiðendur bóluefnisSérfræðingar sem CNN-fréttastöðin hefur haft samband við eru uggandi yfir afleiðingum og þýðingu tilmæla Evrópudómstólsins. Tony Fox, prófessor í lyflækningum við Konungsháskólann í London, segir að með þessu sé Evrópudómstóllinn að gefa dómstólum í Evrópu leyfi til þess að fella dóma um orsakasamhengi án þess að reiða sig á álit sérfræðinga. „Maður gæti allt eins sagt, „ef þetta bóluefni veldur MS, hvers vegna fengu þá milljónir manna sem voru bólusetttar ekki MS? Hvers vegna eru svona margir með MS sem hafa aldrei fengið þetta bóluefni?““ segir hann. Engin orsakatengsl eru á milli bólusetningar gegn lifrarbólgu B og MS-sjúkdómsins. Keith Neal, prófessor emerítus í faraldsfræði við Nottingham-háskóla, segir það jafnframt ekki koma á óvart að nokkur tilfelli MS komi upp fljótlega eftir bólusetningu á unglingsárum því að á þeim árum láti sjúkdómurinn gjarnan á sér kræla. „Það sem þeir eru að segja er að bóluefnið valdi MS-sjúkdómi sjúklings ef það er ekki hægt að sanna að það geri það ekki og það er nánast ómögulegt eins og þetta er orðað,“ segir Neal sem telur leiðbeiningar dómsins geta haft áhrif á öll lyf og þróun þeirra í framtíðinni. Peter Openshaw, forseti Breska ónæmisfræðifélagsins og prófessor í tilraunalækningum við Imperial College í London, segir það áhyggjuefni að Evrópudómstóllinn dómarar megi álita að bóluefni hafi valdið sjúkdómum jafnvel þó að engin vísindaleg gögn bendi til þess. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Sjá meira
Rekja má veikindi til bólusetninga fyrir dómi þrátt fyrir að engin vísindaleg gögn bendi til orsakasamhengis samkvæmt leiðbeiningum sem Evrópudómstóllinn gaf út í gær. Læknar furða sig á niðurstöðunni. Leiðbeiningarnar voru gefnar út í tengslum við mál fransks manns sem fékk MS-sjúkdóminn ári eftir að hann var bólusettur gegn lifrarbólgu B árið 1998. Maðurinn sakaði lyfjafyrirtækið sem framleiddi bóluefnið um að bera ábyrgð á veikindum sínum. Engar vísindalegar rannsóknir benda til þess að samhengi sé á milli veikinda mannsins og bólusetningarinnar. Dómstóllinn komst engu að síður að þeirri niðurstöðu að tengja mætti sjúkdóm við bólusetningu fyrir dómi ef hann gerði vart við sig eftir bólusetninguna, manneskjan hefði verið heilbrigð fyrir hana og engin fjölskyldusaga væri um slík veikindi og ef tiltölulegur fjöldi fólks veiktist á sama hátt.Franskur maður skaut máli sínu gegn framleiðanda bóluefnis til Evrópudómstólsins í Lúxemborg.Vísir/GettySetur öfuga sönnunarbyrði á framleiðendur bóluefnisSérfræðingar sem CNN-fréttastöðin hefur haft samband við eru uggandi yfir afleiðingum og þýðingu tilmæla Evrópudómstólsins. Tony Fox, prófessor í lyflækningum við Konungsháskólann í London, segir að með þessu sé Evrópudómstóllinn að gefa dómstólum í Evrópu leyfi til þess að fella dóma um orsakasamhengi án þess að reiða sig á álit sérfræðinga. „Maður gæti allt eins sagt, „ef þetta bóluefni veldur MS, hvers vegna fengu þá milljónir manna sem voru bólusetttar ekki MS? Hvers vegna eru svona margir með MS sem hafa aldrei fengið þetta bóluefni?““ segir hann. Engin orsakatengsl eru á milli bólusetningar gegn lifrarbólgu B og MS-sjúkdómsins. Keith Neal, prófessor emerítus í faraldsfræði við Nottingham-háskóla, segir það jafnframt ekki koma á óvart að nokkur tilfelli MS komi upp fljótlega eftir bólusetningu á unglingsárum því að á þeim árum láti sjúkdómurinn gjarnan á sér kræla. „Það sem þeir eru að segja er að bóluefnið valdi MS-sjúkdómi sjúklings ef það er ekki hægt að sanna að það geri það ekki og það er nánast ómögulegt eins og þetta er orðað,“ segir Neal sem telur leiðbeiningar dómsins geta haft áhrif á öll lyf og þróun þeirra í framtíðinni. Peter Openshaw, forseti Breska ónæmisfræðifélagsins og prófessor í tilraunalækningum við Imperial College í London, segir það áhyggjuefni að Evrópudómstóllinn dómarar megi álita að bóluefni hafi valdið sjúkdómum jafnvel þó að engin vísindaleg gögn bendi til þess.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Sjá meira