Sex ákærðir vegna Hillsborough-harmleiksins Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2017 10:44 David Duckenfield sagði undirmönnum sýnum að opna hlið stúku sem var þegar full af stuðningsmönnum Liverpool. Hátt í hundrað manns létust í troðningnum sem fylgdi. Vísir/AFP Fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Suður-Jórvíkurskíri hefur verið ákærður fyrir manndráp og fyrrverandi aðalvarðstjóri fyrir meinsæri vegna Hillsborough-harmleiksins. Þar fórust 96 stuðningsmenn Liverpool vegna mistaka lögreglu. Upphaflega niðurstaða rannsakenda var að aðdáendurnir á undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forest í ensku bikarkeppninni á Hillsborough-vellinum í Sheffield 15. apríl árið 1989 hefðu farist af slysförum. Dánardómstjóri tók málið hins vegar upp aftur árið 2014. Réttarrannsókn hans komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að orsök harmleiksins hafi verið gróf vanræksla lögreglunnar og skipuleggjenda leiksins. Íbúar Liverpool-borgar hafa barist fyrir réttlæti fyrir stuðningsmennina 96 í meira en aldarfjórðung.Vísir/EPA Reyndu að kenna stuðningsmönnunum um David Duckenfield var yfirlögregluþjónninn sem var yfirmaður löggæslumála á leikdag. Hann gaf lögreglumönnum meðal annars skipun um að opna hlið inn í þegar fulla stúku þar sem Liverpool-aðdáendur voru. Fólkið lést í gríðarlegum troðningi sem myndaðist í Leppings Lane-stúkunni. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að Duckenfield hafi nú verið ákærður fyrir manndráp á 95 manns vegna grófrar vanrækslu. Ekki var hægt að kæra hann fyrir dráp á 96. manninum sem lést fjórum árum eftir slysið. Þá hefur Norman Bettison, aðalvarðstjóri, verið ákærður fyrir lygar í kjölfar harmleiksins. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri reyndi að skella skuldinni á aðdáendur Liverpool. Fjórir aðrir, tveir lögreglumenn, einn starfsmaður Sheffield Wednesday og lögmaður sem starfaði fyrir lögregluna hafa einnig verið ákærðir. Ríkissaksóknari Bretlands þarf að fá samþykki dómstóla til að ákæra Duckenfield vegna þess að einkamál var höfðað gegn honum árið 1999. Hillsborough-slysið Enski boltinn Bretland England Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
Fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Suður-Jórvíkurskíri hefur verið ákærður fyrir manndráp og fyrrverandi aðalvarðstjóri fyrir meinsæri vegna Hillsborough-harmleiksins. Þar fórust 96 stuðningsmenn Liverpool vegna mistaka lögreglu. Upphaflega niðurstaða rannsakenda var að aðdáendurnir á undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forest í ensku bikarkeppninni á Hillsborough-vellinum í Sheffield 15. apríl árið 1989 hefðu farist af slysförum. Dánardómstjóri tók málið hins vegar upp aftur árið 2014. Réttarrannsókn hans komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að orsök harmleiksins hafi verið gróf vanræksla lögreglunnar og skipuleggjenda leiksins. Íbúar Liverpool-borgar hafa barist fyrir réttlæti fyrir stuðningsmennina 96 í meira en aldarfjórðung.Vísir/EPA Reyndu að kenna stuðningsmönnunum um David Duckenfield var yfirlögregluþjónninn sem var yfirmaður löggæslumála á leikdag. Hann gaf lögreglumönnum meðal annars skipun um að opna hlið inn í þegar fulla stúku þar sem Liverpool-aðdáendur voru. Fólkið lést í gríðarlegum troðningi sem myndaðist í Leppings Lane-stúkunni. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að Duckenfield hafi nú verið ákærður fyrir manndráp á 95 manns vegna grófrar vanrækslu. Ekki var hægt að kæra hann fyrir dráp á 96. manninum sem lést fjórum árum eftir slysið. Þá hefur Norman Bettison, aðalvarðstjóri, verið ákærður fyrir lygar í kjölfar harmleiksins. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri reyndi að skella skuldinni á aðdáendur Liverpool. Fjórir aðrir, tveir lögreglumenn, einn starfsmaður Sheffield Wednesday og lögmaður sem starfaði fyrir lögregluna hafa einnig verið ákærðir. Ríkissaksóknari Bretlands þarf að fá samþykki dómstóla til að ákæra Duckenfield vegna þess að einkamál var höfðað gegn honum árið 1999.
Hillsborough-slysið Enski boltinn Bretland England Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira