Boaty McBoatface nær nýjum lægðum í jómfrúarferðinni Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2017 15:45 Boaty McBoatface getur kafað undir ís og farið niður á allt að 6.000 metra dýpi. Vísir/AFP Fjarstýrði kafbáturinn sem hlaut nafnið Boaty McBoatface fór í vel heppnaða jómfrúarferð á dögunum. Kafaði hann niður á allt að fjögurra kílómetra dýpi í Suður-Íshafinu og safnaði mikilvægum gögnum um blöndun vatns í hyldýpi sjávarins. Upphaflega var Boaty McBoatface vinningstillagan í nafnasamkeppni sem haldin var fyrir nýtt rannsóknaskip breska umhverfisrannsóknaráðsins í fyrra. Ráðið hafnaði hins vegar því nafni og kaus að nefna skipið í höfuðuð á David Attenborough, náttúrufræðingnum heimsfræga. Sú ákvörðun vakti reiði margra og til að miðla málum var fjarstýrðum kafbáti gefið nafnið Boaty McBoatface. Hann var notaður í fyrsta skipti í sjö daga rannsóknarleiðangri breska skipsins RSS James Clark Ross í Suður-Íshafinu nýlega.Rannsakar breytingar á dýpstu hafstraumunum Gögnin sem Boaty safnaði um hitastig, seltu, hraða vatnsstraumsins og ókyrrð geta hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig blöndun sjávar í hyldýpinu hefur áhrif á loftslag jarðar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann hafi kortlagt hreyfingar kaldra hafstrauma í djúpinu norður í áttina að Atlantshafi. „Markmið okkar er að læra nógu mikið um þessa margslungnu ferla til að gera þeim skil í líkönum sem vísindamenn nota til þess að spá fyrir um hvernig loftslagið okkar mun þróast á 21. öldinni og til lengri framtíðar,“ segir Alberto Naveira Garabato frá Háskólanum í Southampton við The Guardian. Svæðið sem Boaty kannaði nefnist Orkneyjarrásin, þröng rás í sjávarbotninum sem liggur norðaustur af Suðurskautslandsskaganum. BBC segir að vísbendingar séu um að kalt vatn sem streymir um rásina sé að hlýna, mögulega af völdum sterkari vinda á Suður-Íshafinu. Naveira Garabato segir að breytingar á vindinum geti haft áhrif á hraða hafstraumanna sem færa sjó frá Suðurskautslandinu. Þegar hraði straumanna breytist geti myndast ókyrrð sem getur aftur stuðlað að frekari blöndun kalds og hlýs sjávar. Hlýni þessir djúphafstraumar eykur það enn á hækkun yfirborðs sjávar vegna hnattrænnar hlýnunar. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Fjarstýrði kafbáturinn sem hlaut nafnið Boaty McBoatface fór í vel heppnaða jómfrúarferð á dögunum. Kafaði hann niður á allt að fjögurra kílómetra dýpi í Suður-Íshafinu og safnaði mikilvægum gögnum um blöndun vatns í hyldýpi sjávarins. Upphaflega var Boaty McBoatface vinningstillagan í nafnasamkeppni sem haldin var fyrir nýtt rannsóknaskip breska umhverfisrannsóknaráðsins í fyrra. Ráðið hafnaði hins vegar því nafni og kaus að nefna skipið í höfuðuð á David Attenborough, náttúrufræðingnum heimsfræga. Sú ákvörðun vakti reiði margra og til að miðla málum var fjarstýrðum kafbáti gefið nafnið Boaty McBoatface. Hann var notaður í fyrsta skipti í sjö daga rannsóknarleiðangri breska skipsins RSS James Clark Ross í Suður-Íshafinu nýlega.Rannsakar breytingar á dýpstu hafstraumunum Gögnin sem Boaty safnaði um hitastig, seltu, hraða vatnsstraumsins og ókyrrð geta hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig blöndun sjávar í hyldýpinu hefur áhrif á loftslag jarðar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að hann hafi kortlagt hreyfingar kaldra hafstrauma í djúpinu norður í áttina að Atlantshafi. „Markmið okkar er að læra nógu mikið um þessa margslungnu ferla til að gera þeim skil í líkönum sem vísindamenn nota til þess að spá fyrir um hvernig loftslagið okkar mun þróast á 21. öldinni og til lengri framtíðar,“ segir Alberto Naveira Garabato frá Háskólanum í Southampton við The Guardian. Svæðið sem Boaty kannaði nefnist Orkneyjarrásin, þröng rás í sjávarbotninum sem liggur norðaustur af Suðurskautslandsskaganum. BBC segir að vísbendingar séu um að kalt vatn sem streymir um rásina sé að hlýna, mögulega af völdum sterkari vinda á Suður-Íshafinu. Naveira Garabato segir að breytingar á vindinum geti haft áhrif á hraða hafstraumanna sem færa sjó frá Suðurskautslandinu. Þegar hraði straumanna breytist geti myndast ókyrrð sem getur aftur stuðlað að frekari blöndun kalds og hlýs sjávar. Hlýni þessir djúphafstraumar eykur það enn á hækkun yfirborðs sjávar vegna hnattrænnar hlýnunar.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira