Valinn bestur á HM og spilar með Liverpool á næstu leiktíð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2017 12:45 Dominic Solanke með Gullboltann. Vísir/Getty Dominic Solanke varð í dag heimsmeistari með 20 ára landsliði Englendinga en hann fékk líka Gullboltann sem besti leikmaður keppninnar. Englendingar unnu þá sinn fyrsta heimsmeistaratitil sinn í 51 ár eða síðan að karlalandsliði vann HM á heimavelli 1966. Enska 20 ára landsliðið hafði aldrei áður komist í úrslitaleikinn á HM U20. Enska liðið treysti mikið á frammistöðu Dominic Solanke í sóknarleiknum og Englendingar eiga honum mikið að þakka að ensku liðið komust alla leið í úrslitaleikinn. Frammistaða hans í útsláttarkeppninni átti líka mestan þátt í því að hann var kosinn besti leikmaður keppninnar. Dominic Solanke fékk Gullboltann, Úrúgvæmaðurinn Federico Valverde fékk silfurboltann og Yangel Herrera frá Venesúela fékk bronsboltann. Enski markvörðurinn Freddie Woodman var valinn besti markvörður keppninnar en Riccardo Orsolini Ítalinn fékk gullskóinn. Þessi verðlaun hafa margir frábærir leikmenn fengið menn eins og Diego Maradona (1979), Lionel Messi (2005), Sergio Aguero (2007) og Paul Pogba (2013). Það er því engin pressa á Solanke. Solanke er á leiðinni til Liverpool en hann ákvað á dögunum að yfirgefa Chelsea og semja frekar við Liverpool. Liverpool mun aðeins þurfa að reiða um þrjár milljónir punda fyrir strákinn sem þykir ekki mikið eftir þessa frammistöðu hans á HM í Suður-Kóreu. Solanke náði ekki að skora í úrslitaleiknum á móti Venesúela og missti því að Gullskónum. Hann var búinn að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum enska liðsins, eitt mark á móti Mexíkó í átta liða úrslitunum og tvö mörk á móti Ítalíu í undanúrslitunum. Solanke skoraði alls fjögur mörk í sjö leikjum í keppninni Solanke náði ekki að spila með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en hann var meðal annars lánaður til hollenska liðsins Vitesse þar sem hann skoraði 7 mörk í 25 deildarleikjum tímabilið 2015-16. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, setti Solanke í frystikistuna í vetur þegar ljóst var að leikmaðurinn ætlaði ekki að endurnýja samning sinn. Solanke valdi að fara til Liverpool þegar samningur hans rann út og Liverpool þarf væntanlega bara að greiða Chelsea „smáaura“ fyrir hann ef við tökum mið af öðrum kaupum og sölum í fótboltanum í dag.Dominic Solanke með bikarinn.Vísir/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Nýi Liverpool-maðurinn raðar áfram inn mörkum og Englendingar í úrslitaleikinn Enska tuttugu ára landsliðið komst í dag í úrslitaleikinn á heimsmeistaramóti U20 í Suður-Kóreu eftir 3-1 sigur á Ítalíu í undanúrslitaleiknum. 8. júní 2017 13:06 Everton-maður tryggði Englandi fyrsta HM-titilinn frá 1966 Enska tuttugu ára landsliðið í fótbolta tryggði sér í dag heimsmeistaratitilinn í U20 eftir 1-0 sigur á Venesúela í úrslitaleik heimsmeistaramótsins sem fór fram í Suður-Kóreu. Sumarið 2017 ætlar að verða miklu betra en sumarið 2016. 11. júní 2017 11:58 Nýi Liverpool-maðurinn skaut 20 ára lið Englands í undanúrslitin Það hefur verið talsvert rætt og skrifað um stöðu ungra enskra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni þar sem bestu liðin eru dugleg að kaupa til síns stjörnuleikmenn frá öðrum löndum. 6. júní 2017 10:00 Liverpool að ná í stórefnilegan leikmann frá Chelsea Dominic Solanke mun hafa komist að samkomulagi um kaup og kjör við Liverpool. 30. maí 2017 14:15 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Sjá meira
Dominic Solanke varð í dag heimsmeistari með 20 ára landsliði Englendinga en hann fékk líka Gullboltann sem besti leikmaður keppninnar. Englendingar unnu þá sinn fyrsta heimsmeistaratitil sinn í 51 ár eða síðan að karlalandsliði vann HM á heimavelli 1966. Enska 20 ára landsliðið hafði aldrei áður komist í úrslitaleikinn á HM U20. Enska liðið treysti mikið á frammistöðu Dominic Solanke í sóknarleiknum og Englendingar eiga honum mikið að þakka að ensku liðið komust alla leið í úrslitaleikinn. Frammistaða hans í útsláttarkeppninni átti líka mestan þátt í því að hann var kosinn besti leikmaður keppninnar. Dominic Solanke fékk Gullboltann, Úrúgvæmaðurinn Federico Valverde fékk silfurboltann og Yangel Herrera frá Venesúela fékk bronsboltann. Enski markvörðurinn Freddie Woodman var valinn besti markvörður keppninnar en Riccardo Orsolini Ítalinn fékk gullskóinn. Þessi verðlaun hafa margir frábærir leikmenn fengið menn eins og Diego Maradona (1979), Lionel Messi (2005), Sergio Aguero (2007) og Paul Pogba (2013). Það er því engin pressa á Solanke. Solanke er á leiðinni til Liverpool en hann ákvað á dögunum að yfirgefa Chelsea og semja frekar við Liverpool. Liverpool mun aðeins þurfa að reiða um þrjár milljónir punda fyrir strákinn sem þykir ekki mikið eftir þessa frammistöðu hans á HM í Suður-Kóreu. Solanke náði ekki að skora í úrslitaleiknum á móti Venesúela og missti því að Gullskónum. Hann var búinn að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum enska liðsins, eitt mark á móti Mexíkó í átta liða úrslitunum og tvö mörk á móti Ítalíu í undanúrslitunum. Solanke skoraði alls fjögur mörk í sjö leikjum í keppninni Solanke náði ekki að spila með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en hann var meðal annars lánaður til hollenska liðsins Vitesse þar sem hann skoraði 7 mörk í 25 deildarleikjum tímabilið 2015-16. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, setti Solanke í frystikistuna í vetur þegar ljóst var að leikmaðurinn ætlaði ekki að endurnýja samning sinn. Solanke valdi að fara til Liverpool þegar samningur hans rann út og Liverpool þarf væntanlega bara að greiða Chelsea „smáaura“ fyrir hann ef við tökum mið af öðrum kaupum og sölum í fótboltanum í dag.Dominic Solanke með bikarinn.Vísir/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Nýi Liverpool-maðurinn raðar áfram inn mörkum og Englendingar í úrslitaleikinn Enska tuttugu ára landsliðið komst í dag í úrslitaleikinn á heimsmeistaramóti U20 í Suður-Kóreu eftir 3-1 sigur á Ítalíu í undanúrslitaleiknum. 8. júní 2017 13:06 Everton-maður tryggði Englandi fyrsta HM-titilinn frá 1966 Enska tuttugu ára landsliðið í fótbolta tryggði sér í dag heimsmeistaratitilinn í U20 eftir 1-0 sigur á Venesúela í úrslitaleik heimsmeistaramótsins sem fór fram í Suður-Kóreu. Sumarið 2017 ætlar að verða miklu betra en sumarið 2016. 11. júní 2017 11:58 Nýi Liverpool-maðurinn skaut 20 ára lið Englands í undanúrslitin Það hefur verið talsvert rætt og skrifað um stöðu ungra enskra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni þar sem bestu liðin eru dugleg að kaupa til síns stjörnuleikmenn frá öðrum löndum. 6. júní 2017 10:00 Liverpool að ná í stórefnilegan leikmann frá Chelsea Dominic Solanke mun hafa komist að samkomulagi um kaup og kjör við Liverpool. 30. maí 2017 14:15 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Sjá meira
Nýi Liverpool-maðurinn raðar áfram inn mörkum og Englendingar í úrslitaleikinn Enska tuttugu ára landsliðið komst í dag í úrslitaleikinn á heimsmeistaramóti U20 í Suður-Kóreu eftir 3-1 sigur á Ítalíu í undanúrslitaleiknum. 8. júní 2017 13:06
Everton-maður tryggði Englandi fyrsta HM-titilinn frá 1966 Enska tuttugu ára landsliðið í fótbolta tryggði sér í dag heimsmeistaratitilinn í U20 eftir 1-0 sigur á Venesúela í úrslitaleik heimsmeistaramótsins sem fór fram í Suður-Kóreu. Sumarið 2017 ætlar að verða miklu betra en sumarið 2016. 11. júní 2017 11:58
Nýi Liverpool-maðurinn skaut 20 ára lið Englands í undanúrslitin Það hefur verið talsvert rætt og skrifað um stöðu ungra enskra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni þar sem bestu liðin eru dugleg að kaupa til síns stjörnuleikmenn frá öðrum löndum. 6. júní 2017 10:00
Liverpool að ná í stórefnilegan leikmann frá Chelsea Dominic Solanke mun hafa komist að samkomulagi um kaup og kjör við Liverpool. 30. maí 2017 14:15